Læknablaðið - 15.12.1995, Side 72
898
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
37/1993 þar sem mælt er fyrir um
rétt aðila máls á að kynna sér
skjöl og önnur gögn sem mál
varða. Meginreglan er að sjúk-
lingur eigi rétt á upplýsingum,
þannig að undantekningar-
ákvæði beri að túlka þröngt.
Lækni er skylt að gæta hófs í
auglýsingum samkvæmt 17. gr.
læknalaga.
Þar segir þetta:
„Lcektii er einungis heimilt
að auglýsa lœknastarfsemi
sína með efnislegum og lát-
lausum auglýsingum í blöð-
um sem birta má í hœsta lagi
þrisvar þegar hann hefur
störf eða breyting verður á
aðsetri eða viðtalstíma.
Lœkni er heimilt að auð-
kenna sig með nafni, sér-
grein, aðsetri, síma og við-
talstíma á dyraspjöldum,
nafnspjöldum og lyfseðlum.
Lœknum og stéttarfélögum
þeirra ber að sporna við því
að fjallað sé í auglýsingastíl
um lœkna og störf þeirra í
fjölmiðlum. Á sama hátt ber
þeim að vinna á móti því að
eftir þeim séu höfð ummœli
og viðtöl í fjölmiðlum í aug-
lýsingaskyni. Verði ekki
komið í vegfyrirþað ber við-
komandi lcekni eða stéttarfé-
lagi hans jafnskjótt að leið-
rétta það sem kann að vera
ofmœlt. Öðrum en lœknum
er bannað að auglýsa starf-
semi þeirra eða stuðla að því
á annan hátt að sjúklingar
leiti til ákveðins eða ákveð-
inna lcekna. “
Þetta ákvæði er sett til að
koma í veg fyrir óeðlilega sam-
keppni og halda uppi aga innan
stéttarinnar (7).
Iðulega birtast þó fréttir af
nýjum lyfjum, nýjum lækninga-
aðferðum og árangri tiltekinna
lækna eða nafngreindra sjúkra-
stofnana í lækningum til-
greindra sjúkdóma. Mikið álita-
mál er hvort slíkur fréttaflutn-
ingur samrýmist framangreindu
ákvæði.
Loks eru læknar skyldugir til
að sæta eftirliti svo sem mælt er í
18. gr.:
„Lœknir er háður eftirliti
landlceknis. Ber landlcekni
að gceta þess að lceknir haldi
ákvceði laga þessara og önn-
ur ákvceði í heilbrigðislög-
gjöf landsins. Landlceknir
heimtir skýrslur aflcekni við-
víkjandi störfum hans að
heilbrigðismálum ísamrcemi
við reglurþar að lútandi sem
ráðherra setur að fengnum
tillögum landlœknis og
Lceknafélags íslands.
Verði lceknir í starfi sínu var
við mistök eða vanrœkslu af
hálfu lœkna eða annarra
heilbrigðisstarfsmanna skal
hann tilkynna það land-
lcekni. Sama skylda hvílir á
öðrum heilbrigðisstéttum og
öðrum þeim sem vinna með
lceknum.
Hljótist skaði af lceknisverki
skal lceknir sá sem verkið
vann eða yfirlceknir tilkynna
það til landlœknis.
Lcekni ber að tilkynna land-
lœkni einsfljótt og við verður
komið verði hann var við
skottulcekningar, sbr. 22. gr.
laga þessara.
Ráðherra setur reglur um
meðferð landlceknis á mál-
um skv. 2. og 3. mgr. “
Þetta ákvæði hefur sérstöðu
að því leyti að engin stétt lýtur
hliðstæðu embættislegu eftirliti
svo að kunnugt sé.
Hér hafa verið rakin ákvæði
læknalaga sem lúta að réttind-
um og skyldum lækna. Minnt
skal á að hér er einungis ákvæði
um réttindi og skyldur þeirra
sem lækna.
Skírskotað til mats
og virðingar
Þegar nú ákvæðin eru skoðuð
vekur athygli hversu mjög reyn-
ir á mat og virðingu. í nálega
öllum greinum sem hér hafa
verið raktar eru lykilorðin mats-
orð teygjanlegrar merkingar.
Nefna má orð eins og „nauðsyn-
legur“ og „forsvaranlegur"
samanber 7. og 13. gr., „ár-
vekni“ og „trúmennska" sam-
anber 9. gr., „varkárni" og „ná-
kvæmni“ samanber 11. gr., „að-
kallandi“ og „alvarlegur"
samanber 14. gr., „óviðkom-
andi“, „einkamál“, „brýn nauð-
syn“, „mikilvægur" og „ríkar
ástæður“ samanber 15. gr., „lát-
laus“ og „auglýsingastíll“ sam-
anber 17. gr og „vanræksla“
samanber 18. gr.
Víða eru í lögum orð sem
skírskota til gilda og eru um
merkingu háð mati. Fæst orð
eru raunar einnar og afdráttar-
lausrar merkingar. Þó er ljóst að
slíkum orðum fer mjög fjölg-
andi í lögum — orðum þar sem
skírskotað er til siðferðis, svo
sem sanngirni, jafnræðis, með-
alhófs, valdníðslu og verðleika
svo að dæmi séu nefnd. Þarna
koma siðareglur löggjöfinni til
fulltingis. Ástæðan virðist vera
sú að í afhelguðu þjóðfélagi
með ótraust siðferðileg viðmið
treysta menn sífellt meira á lög
og löggjafinn seilist jafnt og þétt
inn á fleiri svið mannlegs lífs,
unz menn eru áður en varir
gengnir undir ok reglugerðarík-
isins.
Því er ekki gaumur gefinn
sem skyldi að það er takmörk-
unum háð hversu langt verður
gengið í því að stýra samskipt-
um manna með lagareglum ef
ekki á að fórna mannréttindum,
svo sem einstaklingsfrelsi.
Ástæðan er sú að bak við laga-
reglur stendur skipulegt aðhald
ríkisvaldsins sem birtist í marg-
víslegu gervi, en er þó til marks
um að réttarkerfið hefur með
nokkrum hætti bundizt sáttmála
við valdið. Af þessum sökum
verða réttarreglur að vera skýr-