Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 72
898 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 37/1993 þar sem mælt er fyrir um rétt aðila máls á að kynna sér skjöl og önnur gögn sem mál varða. Meginreglan er að sjúk- lingur eigi rétt á upplýsingum, þannig að undantekningar- ákvæði beri að túlka þröngt. Lækni er skylt að gæta hófs í auglýsingum samkvæmt 17. gr. læknalaga. Þar segir þetta: „Lcektii er einungis heimilt að auglýsa lœknastarfsemi sína með efnislegum og lát- lausum auglýsingum í blöð- um sem birta má í hœsta lagi þrisvar þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lœkni er heimilt að auð- kenna sig með nafni, sér- grein, aðsetri, síma og við- talstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum. Lœknum og stéttarfélögum þeirra ber að sporna við því að fjallað sé í auglýsingastíl um lœkna og störf þeirra í fjölmiðlum. Á sama hátt ber þeim að vinna á móti því að eftir þeim séu höfð ummœli og viðtöl í fjölmiðlum í aug- lýsingaskyni. Verði ekki komið í vegfyrirþað ber við- komandi lcekni eða stéttarfé- lagi hans jafnskjótt að leið- rétta það sem kann að vera ofmœlt. Öðrum en lœknum er bannað að auglýsa starf- semi þeirra eða stuðla að því á annan hátt að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveð- inna lcekna. “ Þetta ákvæði er sett til að koma í veg fyrir óeðlilega sam- keppni og halda uppi aga innan stéttarinnar (7). Iðulega birtast þó fréttir af nýjum lyfjum, nýjum lækninga- aðferðum og árangri tiltekinna lækna eða nafngreindra sjúkra- stofnana í lækningum til- greindra sjúkdóma. Mikið álita- mál er hvort slíkur fréttaflutn- ingur samrýmist framangreindu ákvæði. Loks eru læknar skyldugir til að sæta eftirliti svo sem mælt er í 18. gr.: „Lœknir er háður eftirliti landlceknis. Ber landlcekni að gceta þess að lceknir haldi ákvceði laga þessara og önn- ur ákvceði í heilbrigðislög- gjöf landsins. Landlceknir heimtir skýrslur aflcekni við- víkjandi störfum hans að heilbrigðismálum ísamrcemi við reglurþar að lútandi sem ráðherra setur að fengnum tillögum landlœknis og Lceknafélags íslands. Verði lceknir í starfi sínu var við mistök eða vanrœkslu af hálfu lœkna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna skal hann tilkynna það land- lcekni. Sama skylda hvílir á öðrum heilbrigðisstéttum og öðrum þeim sem vinna með lceknum. Hljótist skaði af lceknisverki skal lceknir sá sem verkið vann eða yfirlceknir tilkynna það til landlœknis. Lcekni ber að tilkynna land- lœkni einsfljótt og við verður komið verði hann var við skottulcekningar, sbr. 22. gr. laga þessara. Ráðherra setur reglur um meðferð landlceknis á mál- um skv. 2. og 3. mgr. “ Þetta ákvæði hefur sérstöðu að því leyti að engin stétt lýtur hliðstæðu embættislegu eftirliti svo að kunnugt sé. Hér hafa verið rakin ákvæði læknalaga sem lúta að réttind- um og skyldum lækna. Minnt skal á að hér er einungis ákvæði um réttindi og skyldur þeirra sem lækna. Skírskotað til mats og virðingar Þegar nú ákvæðin eru skoðuð vekur athygli hversu mjög reyn- ir á mat og virðingu. í nálega öllum greinum sem hér hafa verið raktar eru lykilorðin mats- orð teygjanlegrar merkingar. Nefna má orð eins og „nauðsyn- legur“ og „forsvaranlegur" samanber 7. og 13. gr., „ár- vekni“ og „trúmennska" sam- anber 9. gr., „varkárni" og „ná- kvæmni“ samanber 11. gr., „að- kallandi“ og „alvarlegur" samanber 14. gr., „óviðkom- andi“, „einkamál“, „brýn nauð- syn“, „mikilvægur" og „ríkar ástæður“ samanber 15. gr., „lát- laus“ og „auglýsingastíll“ sam- anber 17. gr og „vanræksla“ samanber 18. gr. Víða eru í lögum orð sem skírskota til gilda og eru um merkingu háð mati. Fæst orð eru raunar einnar og afdráttar- lausrar merkingar. Þó er ljóst að slíkum orðum fer mjög fjölg- andi í lögum — orðum þar sem skírskotað er til siðferðis, svo sem sanngirni, jafnræðis, með- alhófs, valdníðslu og verðleika svo að dæmi séu nefnd. Þarna koma siðareglur löggjöfinni til fulltingis. Ástæðan virðist vera sú að í afhelguðu þjóðfélagi með ótraust siðferðileg viðmið treysta menn sífellt meira á lög og löggjafinn seilist jafnt og þétt inn á fleiri svið mannlegs lífs, unz menn eru áður en varir gengnir undir ok reglugerðarík- isins. Því er ekki gaumur gefinn sem skyldi að það er takmörk- unum háð hversu langt verður gengið í því að stýra samskipt- um manna með lagareglum ef ekki á að fórna mannréttindum, svo sem einstaklingsfrelsi. Ástæðan er sú að bak við laga- reglur stendur skipulegt aðhald ríkisvaldsins sem birtist í marg- víslegu gervi, en er þó til marks um að réttarkerfið hefur með nokkrum hætti bundizt sáttmála við valdið. Af þessum sökum verða réttarreglur að vera skýr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.