Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 39

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 227 Afdrif sjúklinga með iðraólgu Gísli Baldursson”, Jón Steinar Jónsson21, Stefán Þórarinsson11 Baldursson G, Jónsson JS, Þórarinsson S Prognosis in patients having irritable bowel syn- drome Læknablaðið 1996; 82; 227-9 Irritable bowel syndrome (IBS) is among the most common gastrointestinal disorders. In this survey, the prognosis of patients diagnosed with IBS was examined. In 1982, 81 (2.9%) of the inhabitants in Egilsstaðir health care district had diagnosed IBS on their medical records (ICCH 558). Twelve years later, in 1994, the health records of those patients were examined. Information was gathered through a questionnaire, which 76% answered. Of those who answered 28% had no longer any symptoms, but 38% experienced symptoms once a month or more frequently. The medical records of 11 patients who died were checked, revealing that two had had a confirmed gastrointestinal disease, but not in the colon. Ágrip Iðraólga (irritable bowel syndrome) er al- gengt sjúkdómsástand í meltingarfærum. í þessari rannsókn voru athuguð afdrif sjúklinga með iðraólgu. Árið 1982 hafði 81 (2,9%) íbúi í Egilsstaðalæknishéraði sjúkdómsgreininguna iðraólga skráða í sjúkraskrá (ICCH 558). Árið 1994, 12 árum síðar, voru afdrif þessara sjúk- linga könnuð. Upplýsinga var aflað með spurn- Frá 'Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum, 2)Heilsugæslunni í Garðabæ. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Gísli Baidursson, Heilsugæslustöðinni, 700 Egilsstaðir. Lykilorð: Iðraólga; afdrif, horfur, sjúkdómsgangur. ingalista og var svörun 76%. Af þeim sem svör- uðu reyndust 28% hafa orðið einkennalausir, en 38% höfðu áfram einkenni mánaðarlega eða oftar. Sjúkraskrár 11 látinna voru kannað- ar. Sjúkdómar í meltingarfærum voru staðfest- ir hjá tveimur þeirra, en í hvorugu tilvikanna var um sjúkdóm í ristli að ræða. Inngangur Iðraólga (irritable bowel syndrome) er al- gengasti meltingarfærasjúkdómurinn hjá sjúk- lingum sem leita til heilsugæslustöðva (1). Rannsóknir benda til þess að fimmti hver full- orðinn einstaklingur finni fyrir einkennum iðraólgu einhvern tíma á lífsleiðinni (2). Sjúk- dómsgreiningin í heilsugæslu byggist yfirleitt á nákvæmri sjúkrasögu og skoðun en greiningar- skilmerki eru nokkuð mismunandi. Algeng- ustu einkennin eru endurteknar hægðatruflan- ir, verkir, vindgangur og þaninn kviður. Ein- kenni iðraólgu geta jafnframt verið einkenni alvarlegra sjúkdóma í kviðarholi og því er mik- ilvægt að rannsaka afdrif sjúklinga sem fengið hafa iðraólgugreiningu með tilliti til greining- arvillu (diagnostic failure) en ekki síður með gang sjúkdómsins í huga. Sjúklingar lýsa oft óþoli fyrir vissum fæðutegundum einkum kornvörum og mjólkurafurðum (3). Fáar rann- sóknir eru til um sjúkdómsferil iðraólgu en þær benda til þess að sjúkdómurinn sé þrálátur (4). Algengt viðhorf til þessa sjúkdóms er að fram- kvæma þurfi ítarlegar meltingarfærarannsókn- ir áður en sjúkdómsgreining er sett fram og þá sem útilokunargreining. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga, sjúk- dómsgang, horfur, tíðni einkenna, fjölskyldu- tengsl og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Einnig

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.