Læknablaðið - 15.03.1996, Page 54
240
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Breytingar á
greiðsluþátttöku sjúklinga
Leiðrétting
í síðasta tbl. Læknablaðsins
var skýrt frá reglugerðarbreyt-
ingum á greiðsluþátttöku sjúk-
linga: Reglugerð um hlutdeild
sjúkratryggðra i kostnaði vegna
heilbrigðisþjónustu, frá 22. jan-
úar 1996, sem tók gildi þann 1.
febrúar síðastliðinn. (Reglu-
gerðin frá 22. jan. var aldrei
birt, heldur gefin út ný 30. jan.
Ekki urðu breytingar á þessum
atriðum).
Ranglega var sagt í Lækna-
blaðinu að sama gjald gilti fyrir
sérfræðilæknishjálp, rannsóknir
og röntgengreiningu. Hið rétta
er að fyrir hverja komu til sér-
frœðings á göngudeild, slysa-
deild og bráðamóttöku greiða
sjúkratryggðir almennt kr. 1400
auk 40% af umsömdu eða
ákveðnu heildarverði við kom-
una sem umfram er. Ellilífeyris-
þegar 70 ára og eldri, örorkulíf-
eyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-
70 ára sem nutu örorkulífeyris
fram til 67 ára aldurs og börn
sem njóta umönnunarbóta
greiða kr. 500 auk 40% af um-
sömdu eða ákveðnu heildar-
verði við komuna sem umfram
er.
Fyrir hverja komu til rann-
sóknar á rannsóknarstofu og
vegna rannsóknar á sýni sem
sent er til rannsóknar greiða
sjúkratryggðir almennt kr. 1000
en síðartaldi hópurinn hér að
framan kr. 300.
Fyrir hverja komu til rönt-
gengreiningar greiða sjúkra-
tryggðir almennt kr. 1000 en
síðartaldi hópurinn hér að fram-
an kr. 300.
Þetta leiðréttist hér með um
leið og beðist er velvirðingar á
fyrri mistökum.
- bþ -
Breyting á
greiðslu-
fyrirkomulagi
flogaveiki- og
Parkinsonslyfja
Athygli lækna og annarra
þeirra er málið varðar er vakin á
því, að hinn 1. apríl næstkom-
andi gengur í gildi ný reglugerð
um greiðslu almannatrygginga í
lyfjakostnaði. Reglugerðin
kemur í stað reglugerðar nr. 327
frá 1. ágúst 1995. í henni er sú
breyting gerð, að almanna-
tryggingar greiða þessi lyf ein-
ungis að fullu við floga- og Park-
insonsveiki gegn framvísun
lyfjaskírteinis. Hér er um að
ræða lyf í ATC flokkunum N 03
og N 04.
Læknum er bent á að sækja
sem fyrst um lyfjaskírteini fyrir
þá sjúklinga, sem þetta á við, til
að firra þá óþægindum.
Einnig eru forráðamenn sam-
taka þessara sjúklinga beðnir að
gera félagsmönnum sínum við-
vart.
Tryggingayfiriæknir
Ályktun aðalfundar
Læknafélags Akureyrar
Aðalfundur Læknafélags Akur-
eyrar, haldinn 29. janúar 1996
fagnar jákvæðri umfjöllun um
endurreisn Gudmanns minde, á
aðalfundi Læknafélags íslands í
september sl. og einnar milljón-
ar króna framlagi samtakanna
til verkefnisins á þessu ári. I
ályktun aðalfundar LI er lagt til
að unnið verði að stefnumótun í
þessum málaflokki áður en
frekari framlög verða sam-
þykkt. Aðalfundur Læknafé-
lags Akureyrar hvetur stjórn LÍ
til að koma hið fyrsta af stað
vinnu við slíka stefnumótum.