Læknablaðið - 15.03.1996, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
245
Háskóli íslands
Endurmenntunarstofnun
Heilsuhagfræöi — eins árs nám
15. mars til 16. nóvember. Sumarfrí verður frá 8. júní til 6. september. Kenndar verða
um það bil 130 stundir í tveggja daga lotum, föstudaga og laugardaga kl. 09:00-17:00,
sem verða að jafnaði einu sinni í mánuði.
Verð: kr. 88.000. Kaupa þarf nokkrar námsbækur.
Námið er skipulagt í samstarfi við Félag um heilsuhagfræði og er ætlað stjórnendum og
starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og öðrum sem hafa áhuga á skipulagningu og stjórnun
innan heilbrigðisþjónustunnar.
Meginþættir námsins: Grundvallarhugtök og aðferðir hagfræðinnar, heilsuhagfræði,
hagfræðileg greining sem hjálpartæki við skipulagningu og forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustu, stefnumótun, mælingar og samanburður á heilbrigðiskerfum.
Umsjón: Gísli S. Arason lektor, GuðmundurSverrisson læknirog Ingibjörg Þórhallsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Auk þeirra verða gestafyrirlesarar sem eru fræðimenn og sérfræð-
ingar sem fást við þessi fræði í störfum sínum.
Upplýsingar og ákvarðanataka í læknisfræði „Evidence Based
Medicine" Hvernig lestu klínísk tímarit?
18., 20., 25. og 27. mars og 1. og 3. apríl kl. 16:00-19:00
Verð: kr. 10.500
Einkum ætlað læknum og lyfjafræðingum, en opið öllum heilbrigðishópum.
Upplýsingar og ákvarðanataka í læknisfræði „Evidence based medicine", felur í sér að
geta valið og hafnað og túlkað á viðeigandi máta upplýsingar sem lagðar eru fram í grein
eða tímariti. Á þessu námskeiði verða kenndar aðferðir til þess.
Dr. Þorsteinn Njálsson, MD, Ph.D., C.C.F.P
Dýratilraunir - tilraunadýr
4.-5. mars kl. 09:00-17:00
Verð: kr. 13.000
Ætlað dýralæknum, læknum, lyfjafræðingum, líffræðingum og öðrum sem starfa með
tilraunadýr.
Kynntar verða reglur um notkun tilraunadýra við rannsóknir, deyfing, svæfing og aðgerðir
á dýrum einnig í formi sýnikennslu. Erfðaeinkenni tilraunadýra. Heilsa, ofnæmi og utan-
aðkomandi þættir sem geta haft áhrif á tilraunir. Aðstaða og búnaður. Áætlanagerðir og
dýravernd (siðfræði). Námskeiðið er liður í öflun réttinda til að starfa með tilraunadýr.
Jan Hau (Royal Veterinary College, London), Eggert Gunnarsson dýralæknir og Svein-
björn Gizurarson, dósent.