Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 405 samtök lækna reyni að móta sameiginlega stefnu gagnvart heilbrigðisyfirvöldum. Takist það standa læknar mun betur gagnvart yfirvöldum og geta þá beitt sér af meiri þunga í öðrum hagsmunamálum sínum svo sem i kjarabaráttu. Það verður ekki séð að gerð hafi verið al- varleg tilraun til stefnumótunar af þessu tagi og það er utan verksviðs þessarar nefndar að standa að slíkri umræðu. 2.4 Deilur um tœknileg atriði svo sem hvort rétt hafi verið staðið að boðun mikilvægra funda og hvernig þjónustu skrifstofa LÍ ber að veita (og veitir) aðildar- félögum. Skipulagsbreytingar leysa ekki deilur af þessu tagi og þær verður að leysa án tillits til skipulags félaganna. 3. Skipulagsbreytingar Nefndin setur að sinni ekki fram neina mótaða skoðun á skipulagsbreytingum. Eftirtald- ir möguleikar eru til umræðu. 3.1 Óbreytt skipulag. I starfi nefndar sem starfaði árið 1994 var farið yfir skipulag og lög Læknafélags íslands og lagðar til ýmsar veigamiklar breytingar á lögum þess, en þó ber þess að geta að nefndin klofnaði í af- stöðu sinni. Flestar tillögur meirihluta og formanns urðu síðan að veruleika í lagabreyt- ingum haustið 1994. Ekki var hróflað við skipulagi læknasam- takanna að grunni til, en marg- víslegum tæknilegum atriðum breytt. Aðeins hefur verið hald- inn einn aðalfundur samkvæmt nýrri skipan og því má segja að reynsla sé takmörkuð. Lögin leyfðu meiri sveigjanleika fyrir félaga að kjósa fulltrúa í gegn- um sín undirfélög önnur en svæðafélög og nýttu ungir lækn- ar sér þetta ákvæði í töluverðum mæli en aðrir ekki. Það sjónar- mið er því ekki óeðlilegt að við- halda þessari skipan í nokkurn tíma enn. Það sem helst mælir gegn þessu er að breytingarnar hafa á engan hátt greitt fyrir að lægja þær deilur sem risið hafa. 3.2 Læknafélag íslands verði áfram samband svœðafélaga en að auki eigi önnur stór undir- félög beina, formlega aðild með rétti til kjörs á fulltrúum á aðal- fund. Með þessu yrði stigið til fulls skrefið sem hafið var með síðustu lagabreytingum sem heimiluðu sérfélögum að senda fulltrúa ef einstaklingar innan þeirra hefðu áður kynnt LÍ að þeir kysu fulltrúa í gegnum þau. Samkvæmt núgildandi lögum eiga þessi félög hins vegar ekki beina aðild að LI. Um er að ræða Félag íslenskra heimilis- lækna, Félag ungra lækna og Sérfræðingafélag íslenskra lækna. Þetta fyrirkomulag er við lýði í Svíþjóð og í Noregi en þar hefur einnig einum fulltrúa læknanema verið fengin aðild að aðalfundum. Ef þetta skipu- lag yrði valið kæmu upp ákveð- in tæknileg vandamál sem fæl- ust í því að flestir læknar yrðu félagar í fleiri en einu undirfé- lagi. Móta þyrfti því reglur um fulltrúakjör. 3.3 Læknafélag íslands verði samband þriggja stórra undirfé- laga, heimilislækna, sérfræð- inga og ungra lækna. Skipulag af þessu tagi er við lýði í Dan- mörku, en læknar í Svíþjóð og Noregi hafa hafnað því. Svæða- félög gætu starfað áfram, en á allt öðrum forsendum því þau hefðu ekki lengur formlega að- ild að LI. Þetta leiddi sennilega til þess að sum svæðafélaganna yrðu lögð niður, einkum í Reykjavík og ef til vill á Akur- eyri, en líklega yrðu þau áfram til í hinum dreifðu byggðum og erlendis. Ýmis verkefni sem nú eru í höndum LÍ færðust til und- irfélaganna svo sem rekstur skrifstofu að einhverju leyti, ut- anríkissamskipti og samningar. Þannig má hugsa sér að samn- ingsmál yrðu að mestu í hönd- um undirfélaganna, þótt að forminu til væri samningsréttur áfram hjá LÍ. Útfærsla þessarar tillögu þarf mun meiri vinnu, því hún er fjarst því skipulagi sem nú er. Það skiptir miklu hvert hlutverk undirfélaganna verður. Það má hugsa sér ýmsar útgáfur allt frá því að gera móð- urfélagið (LÍ) nánast valdalaust og það sæi þá einungis um „mjúku“ málin í það að hafa um það bil þau áhrif sem það hefur í dag. Ef sú yrði raunin væri mesta breytingin fólgin í upp- stokkun aðildarfélaga. 3.4 Það er samdóma álit nefndar- manna að hver sem niðurstaðan verður hvað varðar skipulag að- ildarfélaga skipti miklu máli að efla formleg og raunveruleg tengsl þeirra við stjórn LÍ. Það má helst gera með því að for- menn aðildarfélaga sætu sjálf- krafa í stjórn LI. Það hefur einnig verið rætt að finna verði vettvang fyrir lækna frá mis- munandi sviðum til að hittast, helst ekki mjög formlega og við slík tækifæri gætu menn rætt saman og sett niður ágreining. Einnig hefur verið rætt að lækn- ar skuldbindi sig frekar en nú er að leysa deilumál innan lækna- samtakanna en ekki sé farið með þau fyrir alþjóð eða til stjórnvalda án tilrauna til um- ræðu og lausnar. Fyrir hönd nefndar um fram- tíðarskipan læknasamtakanna. Jón Snædal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.