Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 46
394
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
vegna blóð-heila-hemils, sem samanstendur af þétt-
tengdum æðaþelsfrumum sem síðan eru þaktar með
glia frumum. Lyf sem komast frá blóði yfir í heila
hafa því ferðast í gegnum bæði frumulögin, en mörg
lyf hafa ekki þá eiginleika sem til þarf. Lyf sem eiga
að komast yfir í heila- og mænuvökva þurfa jafn-
framt að komast yfir svokallaðan blóð-mænuvökva
þröskuld sem samanstendur af ependyma frumum í
plexus choroideus, en þær virka á svipaðan hátt og
þekjufrumur í nýrnagöngum.
Lyktarsvæðið hefur verið talið til vandræða að
ýmsu leyti, vegna þess að örverur geta komist yfir til
heila frá því. Ymsar örverur er sýkja taugakerfið eða
valda heilahimnubólgu berast með úða á lyktar-
svæðið og komast þaðan með lyktarþráðum til heila.
Einnig er vitað að sníklar geta nýtt sér þessa leið yfir
í heila og valdið lífshættulegum sjúkdómum eins og
ferskvatnssníkillinn Naegleria fowleri sem veldur
dauða um það bil 72 klukkustundum eftir að ein-
kenni smitunar koma fram.
Rannsóknir okkar hafa stutt þá tilgátu að hægt sé
að koma lyfjum frá lyktarsvæði til heila. Það er því
mikilvægt að kanna í hve miklu magni hægt sé að
stjórna lyfjagjöf til heilans með þessari aðferð, tii
dæmis með tilliti til krabbameinslyfjameðferðar. Ef
þessi lyfjaleið reynist raunhæf, er um að ræða nýjar
dyr að heilanum sem ekki hafa verið nýttar áður.
Verkefnið hefur því bæði hagnýtt og fræðilegt gildi.
6. Virkni gelatínasa og
gelatínasahindra (TIMP) í
brjóstakrabbameini
Þórarinn Guðjónsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Mar-
iska Tuinman, Helga M. Ögmundsdóttir
Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam-
einda- og frumulíffrœði
Gelatínasar A og B (metallóprótínasar — MMP2
og MMP9) brjóta niður kollagen IV sem er í grunn-
himnum og eru taldir skipta máli við ífarandi æxlis-
vöxt og myndun meinvarpa. f vefjum finnast einnig
hindrar þessara ensíma, tissue inhibitors ofmetallo-
proteinases, TIMP, og eru af þeim þrjár gerðir. Við
rannsökuðum virkni þessara ensíma og hindra í
sýnapörum úr brjóstakrabbameinsæxlum og eðlileg-
um vef úr sama brjósti frá 49 sjúklingum með
zýmógram og öfugri zýmógramaðferð. Notaður var
duftaður vefur og flot af vefjabitunum; ekki var unnt
að gera allar mælingar á öllum sýnunum. Magn var
ákvarðað sjónrænt og gefin einkunn 0, 1, 2 eða 3.
Gelatínasi A (mólþ. 72 þús.) var algengur í illkynja
og eðlilegum brjóstvef, fannst í 63-88% af sýnum,
mest í floti af illkynja vef og í báðum tilvikum var
minna í duftuðum vef, en munur ekki marktækur.
Virkjaða formið af þessu ensími (mólþ. 62 þús.)
fannst marktækt oftar í duftuðum vef en floti bæði í
eðlilegum vef (48% samanborið við 11%) og æxlis-
vef (82% samanborið við 31%) og munurinn á duft-
uðum æxlisvef og eðilegum vef er marktækur,
p=0,01. Gelatínasi B (mólþ. 92 þús.) fannst sjaldnar
(í 19-37% sýna) og enginn munur milli duftaðra sýna
og flots eða æxlisvefs og illkynja vefs. TIMP virkni
fannst í 81% duftaðra sýna úr æxlisvef en 64% úr
eðlilegum vef og aðeins hærra hlutfalli af flotum.
Við samanburð á sýnapörum úr sama brjósti kom
í ljós að algengast var að virknin væri svipuð nema
fyrir virkjaða formið af gelatínasa A mælt í vefja-
dufti, en þar gaf parað t-próf marktækan mun með
p=0,01. Sama tilhneiging sást fyrir TIMP virkni en
hún var mæld í færri sýnum. Virkni gelatínasa lækk-
aði nokkuð með aldri þannig að fyrir tíðahvörf var
það mikið af virkjaða forminu af gelatínasa A
(mólþ. 62 þús.) í vefjadufti eðlilegra sýna að hún var
að vísu minni, en ekki marktækt minni, en í illkynja
vef úr sama brjósti. Engin tengsl sáust við eitlamein-
vörp en stærri æxli losuðu meira af báðum ensímum í
flot, miðað við sömu vigt. Virkur og endurkominn
sjúkdómur (níu sjúklingar) sýndi marktæka fylgni
við meðal og mikla virkni af virkjuðum gelatínasa A
(mólþ.62 þús.) svo og litla eða enga TIMP virkni í
vefjadufti af æxlissýnum.
7. Breytt tjáning á E-cadherín í
brjóstakrabbameinsæxlum.
Orsakir og afleiðingar
Kristján Skúli Asgeirsson", Jón Gunnlaugur Jónas-
son2>, Kristrún ÓlafsdóttirHelga M. Ögmunds-
dóttir11
"Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam-
einda- og frumulíffrœði, 2)Rannsóknastofa Háskóla
íslands í meinafrœði.
ífarandi vöxtur krabbameinsfrumna er háður
frumusamloðun. In vivo og in vitro tilraunir hafa
sýnt fram á að minnkuð eða trufluð tjáning E-cad-
heríns í frumuhimnu krabbameinsfrumna geti skipt
máli við íferð þeirra, en E-cadherín er Ca2+ háð
bindisameind tjáð á frumuhimnunni. Stökkbreyt-
ingar í E-cadherín geninu hafa fundist í maga-
krabbameini og breytingar hafa sést í catenín-sam-
eindum í ristilkrabbameini, en sameindir þessar
binda E-cadherín við frumugrindina. Slíkar breyt-
ingar valda ífarandi vexti krabbameina og auka líkur
á myndun meinvarpa.
Rannsóknir okkar á brjóstakrabbameinsfrumu-
línum hafa sýnt að interleukin-6 (IL-6) minnkar
frumusamloðun með því að trufla tjáningu á E-cad-
heríni. í þessari rannsókn höfum við skoðað E-cad-
herín tjáningu í 66 brjóstakrabbameinssýnum með
mótefnalitunaraðferð. E-cadherín tjáningin var
metin eftir því hversu stór hluti sýnisins sýndi já-
kvæða litun svo og eftir styrkleika litunar. Jafnframt
þessu notuðum við erfðamark nálægt E-cadherín
geninu (16q22.1) til að skoða úrfellingar á þessu