Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 62
408
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Þið munið hann Balint
Michael Balint - in memoriam
Um þessar mundir eru liðin
100 ár frá fæðingu ungverska
geðlæknisins, Michaels Balint,
og mun þess verða minnzt með-
al annars með hátíðarfundi Int-
ernational Balint Federation í
Búdapest, 2.-5. maí næstkom-
andi.
Nafni Balints er víða um lönd
haldið á lofti með því að lækna-
nemar fá að kynnast því að
starfa í Balint hópi í námi sínu,
og á mörgum stöðum eru Balint
hópar hluti af framhaldsnámi í
heimilislækningum, sérstaklega
í Bretlandi, Þýzkalandi og fleiri
Evrópulöndum, en einnig vest-
anhafs, þar sem starfar öflugt
Balint félag. Þá eru ótalin þau
lönd sem hafa tekið inn í lækna-
nám eða heimilislæknanám um-
ræðuhópa af ýmsum toga, sem
beint og óbeint má rekja til Bal-
int fyrirmyndar, þótt þeim séu
valin önnur heiti. Til eru al-
þjóðasamtök Balint félaga, og
brezka félagið gefur út the
Journal of the Balint Society.
í>á hafa fjölmargar bækur verið
gefnar út um Balint vinnu.
En hvað er þá Balint hópur?
Það er hópur lækna, sem byggir
á því að skoða samskipti læknis
og sjúklings. Efniviðurinn er
vandamál sem verða á vegi
hvers heimilislæknis. í hópnum
eru átta til 10 heimilislæknar og
einn til tveir sem stýra ferðinni.
Hópurinn hittist reglulega, segj-
um vikulega eða hálfsmánaðar-
lega. Það sem fjallað er um eru
sjúkratilfelli, sjúklingar sem
læknarnir hafa til meðferðar á
stofu og sem valda þeim hugar-
angri eða þeir komast ekkert
áfram með, og hjá flestum lækn-
um er af nægu efni að taka, ef
menn hafa sæmilega sjálfsgagn-
rýni. Notuð eru dulnöfn, svo að
sjúklingurinn þekkist ekki og
ekki eru gefnar upplýsingar,
sem leitt geta til þess. Aðal-
atriðið er samskipti sjúklingsins
og læknisins. Það er alls ekki
þrýstingur á einstaka lækna að
kynna einhverja sérstaka teg-
und af sjúkratilfellum. I upphafi
var talsvert einblínt á sálræn
vandamál, en með tímanum átt-
aði Balint sig á því að sálræn
meðferð (psychotherapia) var í
augum margra heimilislækna
framandi (corpus alienum) í
stofuvinnu og ekki viðeigandi
undir venjulegum formerkjum.
Hvernig tilfelli á að ræða um? í
stuttu máli sagt eru það þau mál
þar sem læknirinn situr fastur.
Það nær yfir erfiðu sjúklingana,
en líka þá sem eru lækninum
ráðgáta eða valda honum hug-
arangri og allt þarna á milli. Svo
eru auðvitað bæði til erfiðir
sjúklingar og erfiðir læknar, og
sjúklingar og læknar sem ekki
eiga skap saman. Það hafa þó
verið óskrifuð lög í Balint vinnu
að álasa ekki lækninum eða
gagnrýna hann harkalega fyrir
það hvernig hann hefur tekið á
málum, jafnvel þótt full ástæða
getið verið til og það er að sjálf-
sögðu verkefni fyrir handleið-
ara hópsins að verja einstaka
lækna í hópnum, að halda hlífi-
skildi yfir hverjum og einum en
reyna jafnframt að halda hópn-
um við efnið sem er samband
læknisins og sjúklingsins.
Á Balint fundum er setið á
stólum sem raðað hefur verið í
hring. Sá sem stýrir umræðum
spyr hver sé með sjúkling að tala
um (Who’s got a case?). Gengið
er út frá því að allir hafi vanda-
mál á reiðum höndum, þótt svo
sé að sjálfsögðu ekki alltaf, og
oft er þá byrjað á því sem heitast
brennur. Tímatakmörk eru yfir-
leitt allskörp, eða einn og hálfur
til tveir tímar í allt, og ekki er
óalgengt að ein sjúkrasaga og
umræður sem út frá henni
spinnast fylli þann tíma. Ella má
nota afgangstíma fyrir fram-
haldsumræður um tilvik, sem
rætt hefur áður (follow-up) en
slíkt er yfirleitt hægt þegar sam-
band læknis við sjúkling varir
árum saman. Yfirleitt er ekki
stuðzt við „journalinn", heldur
byggt á minni læknisins. Þetta
skiptir máli, því að það sem
lækninum er minnistætt úr sam-
talinu er oft kjarni málsins, og
sömuleiðis það sem síðar kann
að koma í ljós að hann hefur
gleymt eða sleppt að tala um
(positive and negative find-
ings).
Umræður geta farið út um
víðan völl, en stjórnandanum er
gert að taka í taumana ef með
þarf. Það er leyft að koma með
klínískar skýringar og athuga-
semdir, þótt þær séu sjaldnast
eins gagnlegar og það, að koma
auga á hvað er að gerast milli
læknis og sjúklings. Minna
hjálpar að spyrja lækninn hvers
vegna hann hafi sagt eða gert
eitthvað, heldur en að velta því
fyrir sér hvað það hafi verið í
fasi eða tali sjúklingsins sem
fékk lækninn til að bregðast við
á ákveðinn hátt. í hópi sem
þessum, með kollegum sem
treysta hver öðrum og eru að
vinna að svipuðum verkefnum,
er næsta víst að umræður verða
frjóar og að hugmyndaflug
manna virkjast. Þannig er svo til
útilokað að umræðuefni þrjóti
eða samtalið strandi.
Þótt ferill Balint hafi hafizt í
heimalandinu, þá bjó hann
lengst af og starfaði í Bretlandi
og er kunnastur af námskeiðum
um samskipti læknis og sjúk-
lings (the doctor - patient rela-