Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1996: 82
367
var ríkjandi sú skoðun að bakterían væri mein-
laus hluti eðlilegrar örveruflóru og ekki sjúk-
dómsvaldandi, en nú er ljóst að hún er megin-
orsök um 95% skeifugarnarsára og 75% maga-
sára og í þeim tilfellum þar sem bakteríunni er
eytt úr magaslímhúðinni, læknast þessir sjúk-
dómar (4,5). Jafnframt hefur verið sýnt fram á
tengsl bakteríunnar við magakrabbamein
(6,7). Þáttur H. pylori í óskilgreindum melt-
ingarónotum (non-ulcer dyspepsia) er ekki
eins skýr, en einkenni sumra sjúklinga má
áreiðanlega rekja til hennar (3). Flestir sem
sýkjast af H. pylori eru einkennalausir.
H. pylori sýkingu er hægt að greina á vefja-
sýni sem tekið hefur verið úr magaslímhúð,
með ræktun, vefjaskoðun og úreasaprófi. Þær
rannsóknir sem fram að þessu hafa birst á ís-
landi um H. pylori sýkingar byggja á þessum
aðferðum (2,3). Ennfremur er hægt að greina
H. pylori með blástursprófi sem byggir á niður-
broti hvarfefnis með úreasa bakteríunnar eins
og úreasaprófið (8). Mælingar á mótefnum
gegn H. pylori hafa verið að þróast á undan-
förnum árum, en þær gefa möguleika á að
greina sýkingar á einfaldan hátt með blóðprófi
og henta því einkar vel til faraldsfræðilegra
rannsókna.
Rannsóknir á H. pylori sýkingum í íslend-
ingum hafa til þessa byggst á rannsóknum á
magaslímhúð, að einni undanskilinni þar sem
H. pylori mótefni voru mæld í 206 einstakling-
um (7). Sú rannsókn var fjölþjóðleg á tengslum
magakrabbameins við fyrri H. pylori sýkingar
(mótefni), og kom þar fram að algengi mótefn-
anna í íslendingum var hærra en í löndum
Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Þar sem
þessar niðurstöður benda til hærri tíðni H. pyl-
ori sýkinga hér er mikilvægt að kanna nánar
algengi sýkinganna hjá íslendingum. Þýðing
slíkrar rannsóknar er einnig mikilvæg með
hliðsjón af hærri tíðni magakrabbameins á ís-
landi en í nágrannalöndunum og mögulegum
tengslum þess við H. pylori sýkingar.
Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna
aldurstengt algengi mótefna gegn H. pylori hjá
Islendingum og um leið að staðla og aðlaga
hvatatengt mótefnapróf (ELISA) að íslensk-
um aðstæðum.
Efniviður og aðferðir
a) Sýnataka: Blóðsýnum var safnað frá mis-
munandi einstaklingshópum til að fá fullnægj-
andi fjölda einstaklinga í alla aldurshópa. Flest
blóðsýnanna voru tekin úr heilbrigðum blóð-
gjöfum, en einnig voru tekin sýni frá vanfærum
konum í mæðravernd, einstaklingum á dvalar-
heimili fyrir aldraða, fullorðnum einstakling-
um sem komu á göngudeild Landspítalans til
blóðtöku, börnurn á göngudeild og barnadeild
Landspítalans (vegna annarra ástæðna en
meltingarfærasjúkdóma) og heilbrigðum
menntaskólanemum. Blóðvatn var skilið frá
blóði samdægurs og geymt við -20°C þar til
mótefni voru mæld. Reynt var að fá að minnsta
kosti 20 einstaklinga í hvern 10 ára aldurshóp,
helst um 30.
b) Mótefnapróf (ELISA): Mótefni gegn H.
pylori voru ýmist mæld með prófi sem var út-
búið á staðnum (heimatilbúið próf), aðkeyptu
prófi, Helico-G™ (frá Porton Cambridge, PC,
Maidenhead, UK) eða með báðum.
(i) Helico-G™: Mælingar voru framkvæmd-
ar eftir fyrirmælum framleiðanda. Mótefna-
vakinn í því prófi er glýsínseyði bakteríunnar
H. pylori (acid glycine extract). Aflestur (opt-
ical density) sýnis var borinn saman við aflest-
ur staðalsýna og niðurstöður gefnar upp í ein-
ingum/ml. Aflestur ^10 einingar/ml taldist já-
kvæður (mótefni til staðar).
(ii) Heimatilbúið próf: Mótefnavakinn var
glýsínseyði af H. pylori NCTC 11637, og var
hann útbúinn á sýkladeild háskólans í Lundi.
Aðferðinni við mælinguna hefur áður verið lýst
(9), en hún var í stuttu máli eftirfarandi: Styrk-
ur mótefnavakans var stilltur á 5pg prótín/ml
með þynningu í buffer (phosphate buffered
saline, PBS) og míkrótíter bakkar húðaðir með
lOOul lausnar við 4°C yfir nótt. Bakkarnir voru
þá þvegnir þrisvar með PBS og síðan húðaðir
með 4% nautablóðvatnslausn (bovine serum
albumin) í PBS í eina klukkustund við 20°C.
Þannig voru bakkarnir tilbúnir til mælinga eða
geymslu í -20°C. Eftir þvott var þynntu blóð-
vatni (1/800 í PBS) bætt í bakkana (lOOpl) og
látið standa við 37°C í 90 mínútur. Öll blóð-
vatnssýni voru prófuð í tvígang, um leið og
neikvæðir og jákvæðir staðlar. Eftir þvotta var
bætt í hvatatengdu mótefni (með alkalískum
fosfata) gegn manna ónæmisglóbúlíni G (IgG)
(1/2000 í PBS) og látið standa í 60 mínútur við
37°C. Eftir þvotta var p-nítrófenýl fosfat hvarf-
efni bætt í og hvarfið síðar stöðvað með nat-
ríum hýdroxíði. Ljósgleypni var þá mæld við
405 nm í ljósgleypnimæli. Ónæmisglóbúlín G
var notað sem staðall (KABIAB, Stokkhólmi)
og einingar gefnar upp sem hlutfallsleg mót-