Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 56
404 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Framtíðarskipulag læknasamtakanna 1. Inngangur Hinn 29. desember síðastlið- inn skipaði stjórn Læknafélags íslands nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða lög læknasamtakanna almennt með sérstöku tilliti til aukins sjálf- stæðis einstakra hópa lækna innan heildarsamtakanna. I nefndina voru skipaðir Jón Snædal formaður hennar, frá stjórn Læknafélags íslands Finnbogi Jakobsson og Sveinn Magnússon, frá svæðafélögum Gestur Þorgeirsson Læknafé- lagi Reykjavíkur og Magnús Ólafsson Læknafélagi Akureyr- ar, frá Félagi íslenskra heimilis- lækna Katrín Fjeldsted, frá Fé- lagi ungra lækna Páll Matthías- son og frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna Páll Torfi Ön- undarson. Stefnt hefur verið að því að kynna tillögur nefndar- innar í vor á formannaráð- stefnu, en rétt þótti að gefa læknum innsýn í þær hugmyndir sem til umfjöllunar hafa verið. í apríl 1994 skilaði nefnd und- ir forystu Magnúsar Jónassonar skýrslu um skipulag LÍ, starfs- tilhögun og umsvif. Sú nefnd komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu, en þó urðu tillögur meirihluta nefndarinnar og for- manns að veruleika í stórum dráttum á næsta aðalfundi. Þá var meðal annars opnað fyrir þann möguleika að læknar gætu kosið fulltrúa á aðalfund LÍ í gegnum annað félag en svæða- félag, þótt ekki væri gengið svo langt að breyta því grunnskipu- lagi að LÍ sé samband svæðafé- laga. Þessar breytingar hafa ekki komið í veg fyrir áfram- haldandi óánægju með skipulag og starfshætti læknasamtak- anna og jafnvel hafa sum félög lækna kannað hver réttarstaða þeirra væri, stæðu félagar þeirra utan LI. Nefndin hefur haft það að leiðarljósi að læknar verði áfram í einum heildarsamtök- um að því gefnu að hagsmunir þeirra sem heildar og sem ein- stakra hópa séu best tryggðir með því móti. Fyrst verður því að skoða nánar í hverju ágrein- ingur lækna er fólginn og hvaða leiðir eru best færar til að leysa hann. 2. Deilur meðal lækna Þær deilur sem uppi hafa verið milli lækna hafa í eðli sínu verið ferns konar. 2.1 Deilur um fagleg atriði. Læknar hafa fundið faglegum áhuga og metnaði farveg með stofnun félaga sem að miklu leyti tengjast ákveðnum sér- sviðum, en í sumum tilvikum er um sameiginleg svið að ræða. LI hefur verið öflugur bakhjarl með útgáfu Læknablaðsins og námskeiðahaldi. Faglegir árekstrar tengjast tíðum hags- munum. Þetta hefur einkum gerst milli heimilislækna og sér- greinalækna. Það virðist hafa haldist í hendur við annars veg- ar aukna sérmenntun á heilsu- gæslusviði og auknum faglegum metnaði sem af því hefur hlotist og hins vegar auknum fjölda starfandi sérfræðinga. 2.2 Deilur um hagsmuni. Hags- munir lækna eru misjafnir og þeir skarast oft á tíðum. Hópur lækna getur þannig gengið á hagsmuni annars hóps. Þetta er ljósast innan stærsta svæðafé- lagsins, LR. Þessar deilur má að einhverju leyti leysa með breyt- ingu á skipulagi læknasamtak- anna þannig að þeir læknar sem hafa sameiginlega hagsmuni séu í sama undirfélagi. Eftir stendur að stjórnvöld geta með ákvörð- unum sínum breytt jafnvægi milli læknahópa og það hefur reynst læknum erfiðast að kyngja því þegar þeir finna að stjórnvöld draga taum gagn- stæðs hóps lækna. 2.3 Deilur um stefnumótun. Læknar vinna samkvæmt Heil- brigðislöggjöf og hafa líkt og ýmsar aðrar heilbrigðisstéttir haft nokkur áhrif á mótun henn- ar. Þeir hafa hins vegar ekki orðið sammála um það hvernig stunda beri lækningar á Islandi. Erfiðustu deilur lækna má rekja til mismunandi skoðana á heil- brigðisstefnu, einkum þann þátt hennar sem snýr að því hvers konar læknar eigi að sjá um til- tekin verkefni. Einnig hefur verið tekist á um það hvar eigi að stunda lækningar til dæmis þátt göngudeilda sjúkrahúsa annars vegar og sjálfstæðs rekst- urs hins vegar. Þessar deilur milli lækna verða ekki leystar eingöngu með skipulagsbreyt- ingum læknasamtakanna. Það er mat nefndarinnar að mjög knýjandi sé fyrir lækna landsins að þeir hafi með sér ábyrga og málefnalega umræðu um það hvernig læknisþjónustu á að veita. Nefndin telur brýnt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.