Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 56

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 56
404 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Framtíðarskipulag læknasamtakanna 1. Inngangur Hinn 29. desember síðastlið- inn skipaði stjórn Læknafélags íslands nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða lög læknasamtakanna almennt með sérstöku tilliti til aukins sjálf- stæðis einstakra hópa lækna innan heildarsamtakanna. I nefndina voru skipaðir Jón Snædal formaður hennar, frá stjórn Læknafélags íslands Finnbogi Jakobsson og Sveinn Magnússon, frá svæðafélögum Gestur Þorgeirsson Læknafé- lagi Reykjavíkur og Magnús Ólafsson Læknafélagi Akureyr- ar, frá Félagi íslenskra heimilis- lækna Katrín Fjeldsted, frá Fé- lagi ungra lækna Páll Matthías- son og frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna Páll Torfi Ön- undarson. Stefnt hefur verið að því að kynna tillögur nefndar- innar í vor á formannaráð- stefnu, en rétt þótti að gefa læknum innsýn í þær hugmyndir sem til umfjöllunar hafa verið. í apríl 1994 skilaði nefnd und- ir forystu Magnúsar Jónassonar skýrslu um skipulag LÍ, starfs- tilhögun og umsvif. Sú nefnd komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu, en þó urðu tillögur meirihluta nefndarinnar og for- manns að veruleika í stórum dráttum á næsta aðalfundi. Þá var meðal annars opnað fyrir þann möguleika að læknar gætu kosið fulltrúa á aðalfund LÍ í gegnum annað félag en svæða- félag, þótt ekki væri gengið svo langt að breyta því grunnskipu- lagi að LÍ sé samband svæðafé- laga. Þessar breytingar hafa ekki komið í veg fyrir áfram- haldandi óánægju með skipulag og starfshætti læknasamtak- anna og jafnvel hafa sum félög lækna kannað hver réttarstaða þeirra væri, stæðu félagar þeirra utan LI. Nefndin hefur haft það að leiðarljósi að læknar verði áfram í einum heildarsamtök- um að því gefnu að hagsmunir þeirra sem heildar og sem ein- stakra hópa séu best tryggðir með því móti. Fyrst verður því að skoða nánar í hverju ágrein- ingur lækna er fólginn og hvaða leiðir eru best færar til að leysa hann. 2. Deilur meðal lækna Þær deilur sem uppi hafa verið milli lækna hafa í eðli sínu verið ferns konar. 2.1 Deilur um fagleg atriði. Læknar hafa fundið faglegum áhuga og metnaði farveg með stofnun félaga sem að miklu leyti tengjast ákveðnum sér- sviðum, en í sumum tilvikum er um sameiginleg svið að ræða. LI hefur verið öflugur bakhjarl með útgáfu Læknablaðsins og námskeiðahaldi. Faglegir árekstrar tengjast tíðum hags- munum. Þetta hefur einkum gerst milli heimilislækna og sér- greinalækna. Það virðist hafa haldist í hendur við annars veg- ar aukna sérmenntun á heilsu- gæslusviði og auknum faglegum metnaði sem af því hefur hlotist og hins vegar auknum fjölda starfandi sérfræðinga. 2.2 Deilur um hagsmuni. Hags- munir lækna eru misjafnir og þeir skarast oft á tíðum. Hópur lækna getur þannig gengið á hagsmuni annars hóps. Þetta er ljósast innan stærsta svæðafé- lagsins, LR. Þessar deilur má að einhverju leyti leysa með breyt- ingu á skipulagi læknasamtak- anna þannig að þeir læknar sem hafa sameiginlega hagsmuni séu í sama undirfélagi. Eftir stendur að stjórnvöld geta með ákvörð- unum sínum breytt jafnvægi milli læknahópa og það hefur reynst læknum erfiðast að kyngja því þegar þeir finna að stjórnvöld draga taum gagn- stæðs hóps lækna. 2.3 Deilur um stefnumótun. Læknar vinna samkvæmt Heil- brigðislöggjöf og hafa líkt og ýmsar aðrar heilbrigðisstéttir haft nokkur áhrif á mótun henn- ar. Þeir hafa hins vegar ekki orðið sammála um það hvernig stunda beri lækningar á Islandi. Erfiðustu deilur lækna má rekja til mismunandi skoðana á heil- brigðisstefnu, einkum þann þátt hennar sem snýr að því hvers konar læknar eigi að sjá um til- tekin verkefni. Einnig hefur verið tekist á um það hvar eigi að stunda lækningar til dæmis þátt göngudeilda sjúkrahúsa annars vegar og sjálfstæðs rekst- urs hins vegar. Þessar deilur milli lækna verða ekki leystar eingöngu með skipulagsbreyt- ingum læknasamtakanna. Það er mat nefndarinnar að mjög knýjandi sé fyrir lækna landsins að þeir hafi með sér ábyrga og málefnalega umræðu um það hvernig læknisþjónustu á að veita. Nefndin telur brýnt að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.