Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 50
398
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Leit var gerð í gögnum Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélags fslands að pörum systra sem
greinst höfðu með brjóstakrabbamein 60 ára eða
yngri. Fjörutíu og fjögur pör voru tekin til rannsókn-
ar, þar sem unnt var að bera saman erfðaefni í
heilbrigðum vef og æxlisvef. Rannsökuð voru tvö
litningasvæði: Fimm erfðamörk í eða nálægt geninu
BRCAl á litningi 17q21 og fimm erfðamörk kringum
genið BRCA2 á litningi 13ql2.3. Bæði genin eru
þekkt að því að hefta frumufjölgun en geta í stökk-
breyttri mynd valdið ættlægu krabbameini í brjóst-
um og fleiri líffærum. Þá erfist meðfædda stökk-
breytingin til allra líkamsfrumna, frá öðru foreldri
sjúklingsins, og við það að heilbrigða genið frá hinu
foreldrinu skemmist í einhverri frumunni myndast
vísir að æxli. Oftast verður þessi síðari breyting með
þeim hætti að „heilbrigði“ litningurinn tapar geninu
í heilu lagi ásamt nærliggjandi erfðamörkum á stóru
svæði. Með samanburði arfgerða í æxli og heilbrigð-
um vef er því hægt að lesa setraðir (haplotypes) og
gera tengslagreiningu án þess að bera saman stóran
hóp fjölskyldumeðlima.
Fyrri rannsóknir hafa miðað við fjölskyldur með
háa tíðni brjóstakrabbameins, og sýnt fram á um-
talsverða áhættu arfbera á að fá krabbamein. I þess-
ari rannsókn voru systrapörin valin úr tilviljana-
kenndu úrtaki án tillits til frekari ættarsögu krabba-
meina. Því er unnt að meta krabbameinsáhættuna
nákvæmar, með því að athuga fjölskyldusögu systra-
paranna.
Sextán pör sýna tengsl við BRCA2 genið og hafa
að líkindum erft breytinguna frá sameiginlegum áa.
í fjölskyldum þessara systrapara ber meira á krabba-
meinum, bæði í brjóstum og öðrum líffærum heldur
en í fjölskyldum annarra systrapara. Aðeins eitt
systrapar sýnir BRCAl-tengsl og hefur erft stökk-
breytingu sem fundist hefur áður í einni stórri
brjóstakrabbameinsætt á Islandi.
15. Brjóstakrabbamein í
körlum. Erfðafræðileg athugun
Steinunn Thorlaciusl>, Guðríður Ólafsdóttir2>, Lauf-
ey Tryggvadóttir', Jón Gunnlaugur Jónasson3',
Helga M. Ögmundsdóttir", Hrafn Tulinius2), Jórunn
E. Eyfjörð"
"Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam-
einda- og frumulíffrœði, 2> Krabbameinsskrá
Krabbmeinsfélags íslands, "Rannsóknastofa Há-
skóla íslands í meinafrœði
Brjóstakrabbamein í körlum er sjaldgæfur sjúk-
dómur og er aldursstaðlað nýgengi um 0,9/100.000 á
fimm ára tímabili. Höfundar athuguðu breytingar í
erfðaefni brjóstakrabbameinsæxla úr öllum körlum
sem greindust með sjúkdóminn á Islandi á árunum
1955-1995. Markmið rannsóknarinnar er að kanna
áhrif erfða á tilurð sjúkdómsins. Orsakir brjósta-
krabbameins í körlum eru óþekktar en rannsóknir
hafa sýnt aukna tíðni á brjóstakrabbameini í körlum
í fjölskyldum þar sem bijóstakrabbamein í konum er
algengt. Einnig hefur verið sýnt fram á að ættingjar
karla með brjóstakrabbamein eru í aukinni hættu að
fá illkynja æxli í brjóst.
Breytingar í BRCA2 geninu á litningi 13 eru taldar
auka líkur á brjóstakrabbameini í konum og körlum.
Tengsl við þetta genasvæði hafa fundist í íslenskum
fjölskyldum þar sem brjóstakrabbamein er algengt,
þar á meðal í körlum. Sama erfðamynstur finnst í
mörgum íslenskum ættum sem bendir til sameigin-
legs uppruna breytingarinnar. Breyting í BRCA2
geninu hefur verið staðfest í einni íslenskri fjöl-
skyldu þar sem fjórir karlar eru með meinið.
Um þriðjungur þeirra karla sem skoðaðir voru
hefur erfðamynstrið (haplotype) sem tengist galla í
BRCA2 geni í íslenskum fjölskyldum. Ahugavert er
að sumir þessara karla hafa litla eða enga fjölskyldu-
sögu um krabbamein. Það bendir til að fleiri gen
skipti máli við myndun meinsins.
16. BRCA2 genið í ísienskum
fjölskyldum með brjósta-
krabbamein, mögulegur
sameiginlegur uppruni
stökkbreytingar og
fjölbreytileiki í æxlisgerðum
Júlíus Guðmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón
Þór Bergþórsson, Aðalgeir Arason, Sigurður Ingv-
arsson, Valgarður Egilsson, Rósa Björk Barkardótt-
ir
Frumulíjfrœðideild Rannsóknastofu Háskóla ís-
lands í meinafrœði
Talið er að 5-10% allra brjóstakrabbameinstilfella
megi rekja til kímlínugalla í genum, sem leiði til
aukinnar áhættu á að fá meinið. Sýnt hefur verið
fram á að í um það bil 90% allra brjóstakrabba-
meinsætta er sjúkdómurinn tengdur við annað
hvort, BRCAl- eða BRCA2 genið en galli í þessum
genum er einnig talinn valda aukinni hættu á ristil-,
blöðruháls- og eggjastokkakrabbameini.
Á frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskóla Is-
lands í meinafræði hafa átta brjóstakrabbameinsætt-
ir verið rannsakaðar með tilliti til tengsla við annað
hvort áðurnefndra gena. Sex ættir sýndu tengsl við
BRCA2 og ein við BRCAl (það er, sjö af átta (88%)
brjóstakrabbameinsættum eru tengdar við annað
hvort BRCAl eða BRCA2). Ein ættanna virðist
hvorki tengd BRCAl né BRCA2 geninu./
Ættirnar sex, sem tengdar eru við BRCA2 genið,
hafa allar einhverjar sameiginlegar samsætur (allele)
úr sjúkdómssetröðinni sem bendir til að stökkbreyt-
ingin í ættunum sé af sameiginlegum uppruna og þar
með sú sama í þeim öllum. Þrátt fyrir þetta er munur