Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 6

Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 6
554 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Ritstjómargrein Mannréttindi og iækningar Nokkrar fjölþjóðlegar samþykktir er varða réttindi sjúklinga í þessu tölublaði er birt uppkast að Samningi um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði (1). Verður samþykkt samningsins mikilvægur áfangi á ferli, sem hófst fyrir rétt- um fimmtíu árum. í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar komu upp ýmis ný vandamál, sem læknastéttin þurfti að takast á við. Eitt var það, að innan Þriðja ríkisins höfðu nasistar gert tilraunir á fólki, er höfðu lítið sem ekkert vísindagildi og beitt það ýmsum ómannúðlegum aðgerðum, allt án sam- þykkis þess. Síðar kom í ljós, að ekki hafði heldur allt verið með felldu innan lýðræðisríkjanna vestan hafs og austan (2). Umræðan leiddi til þess að hugtakið vitneskjusamþykki var skilgreint og Alþjóðafélag lækna gaf út fyrstu Helsinkiyfir- lýsinguna (3). Endurlífgun og líffæraflutningar komu í kjölfar nýrrar þekkingar og tækni. Dauðinn og dauðastundin urðu þar með afstæð og engar reglur voru til um það, hvenær ætti að endurlífga og hvenær að hafast ekki að. Þar kom, að svæfingalæknar héldu heims- þing sitt í Rómaborg haustið 1957 og leituðu þeir svara hjá Píusi páfa tólfta um skyldur lækna í þessu tilliti. Páfi komst meðal annars að þeirri niður- stöðu, að staðfesting dauðastundarinnar í ein- stökum tilvikum verði ekki ráðin af neinum trúarlegum eða heimspekilegum meginregl- um. Þess vegna falli spurningin ekki innan um- ráðasviðs kirkjunnar og þekking lækna geri þeim fært að skilgreina dauðastundina (4). Hins vegar opnaði hann leiðina til nýrrar skil- greiningar dauðans og hann lagði til hugtökin venjuleg og óvenjuleg ráð til viðhalds lífs, þegar hann ræddi um þá, sem eru í djúpu með- vitundarleysi. — í dái. Áður var gengið út frá því, að öndun og hjartsláttur væru hin endanlegu merki lífsins og í bandarískum dómi frá 1958 var svo kveðið á, að sá sem andar sé ekki dauður. Áratug síðar kom svo skilgreiningin á heiladauða (5). Hún byggir á óafturkallanlegu dái, það er að segja að heilinn geti ekki tekið til starfa á ný. Hefir þessi skilgreining hlotið alþjóðaviðurkenningu og eru það Japanir einir þjóða, sem telja sig ekki geta fallist á hana. Á öðrum sviðum en endurlífgun og líffæra- flutningum fæddi hröð og samfelld þróun lækn- isfræðinnar af sér ný vandamál og margir sáu í þessari þróun mikla ógnun við mannréttindi og ástand sjúklinga. Þetta varð til þess að Ráð- herranefnd og Ráðgjafarþing Evrópuráðsins hófu afskipti af málinu og fyrsta yfirlýsingin af mörgum var gefin út árið 1976 og fjallaði hún um réttindi sjúkra manna og þeirra sem eru deyjandi (6). Fimm árum síðar sendi Heims- þing lækna í Lissabon frá sér yfirlýsingu um réttindi sjúklingsins og hún var endurskoðuð á þinginu á Balí á síðastliðnu hausti (7). Styrkur þessarar yfirlýsingar, sem verður birt í íslenzkri útgáfu innan skamms, felst í því, að gefa læknasamtökunum færi á nota hana í rök- semdafærslunni fyrir nauðsynlegum breyting- um á frumvarpi því til laga um réttindi sjúk- linga, sem lagt var fyrir Alþingi á 120. löggjaf- arþinginu 1995-96. Ástríður Stefánsdóttir læknir kynnir það frumvarp á öðrum stað í þessu tölublaði. Hún fjallar þar einnig um álit sérfræðinga um efl- ingu réttinda sjúklinga, sem Evrópuskrifstofa Heilbrigðisstofnunar þjóðanna gaf út fyrir tveimur árum (8). Á undanförnum tíu til fimmtán árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á opinberri heil- brigðisþjónustu í Evrópu. Þar að baki hafa leg- ið óskir um að gera heilbrigðiskerfin skilvirkari og reynt hefir verið að hemja kostnaðinn. Ekki

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.