Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 18

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 18
CÍFLOX ( cíprófloxacín ) -breiðvirkt sýklalyf Cíflox (cíprófloxacín) Framleiöandi: Omega Farma ehf. Töflur; J 01 M A 02 R S Hver tafla inniheldur: Ciprofloxacinum INN, klóríö, mónóhýdrat, samsvarandi Ciprofloxacinum INN 250 mg eða 500 mg. Eiginleikar: Lyfið er breiðvirkt sýklalyf af kínólónflokki. Verkunarmáti er að nokkru óþekktur, en lyfið blokkar DNA-gýrasa, sem er sýklum nauðsynlegur til frumuskiptingar. Lyfið frásogast um 70-80% frá meltingarvegi. Hámarks blóðþéttni næst eftir 2 klst. og helmingun- artími í blóði er um 4 klst. Um það bil helmingur lyfsins útskilst óbreytt í þvagi, en afgangurinn sem niðurbrotsefni í þvagi, galli og saur. Lyfið verkar á margar sýklategundir, þar á meðal Gram-neikvæða stafi (einnig Pseudomonas aeruginosa, Branhamella catarrhalis); einnig á Gram-jákvæða sýkla. Óviss verkun er á loftfælna sýkla. Mjög virkt gegn Neisseria gonorrhoea. Ábendingar: Sýkingar af völdum næmra sýkla, t.d. þvagfærasýkingar, iðrasýkingar (salmonella o.fl.), sýkingar í blöðruhálskirtli. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf. Varúð: Lyfið á ekki að gefa börnum á vaxtarskeiði vegna möguleika á brjóskskemmdum af völdum lyfsins. Einnig ber að gæta varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með tilhneigingu til krampa. Aukaverkanir: Ógleði, uppköst og óljós magaóþægindi. Stöku sinnum niðurgangur. Svimi, höfuðverkur og þreytutilfinning. Stöku sinnum sjóntruflanir og einstaka tilvik ofskynjana. Húðútbrot. Tímabundin hækkun lifrarenzýma hefur sést. Kristallamyndun i þvagi kemur fyrir, ef þvag er basískt, en virðist þó ekki valda nýrnaskemmdum. Milliverkanir: Lyfið hindrar niðurbrot teófýllíns og skyldra lyfja og hækkar því blóðþéttni þeirra. Ef nauðsynlegt er að gefa lyfin saman, þarf að fylgjast vel með blóðþéttni teófýllíns. Sýrubindandi lyf, sem innihalda magnesíum- eða alúminíumhýdroxíð, geta hindrað frásog lyfsins. Athuglð: Ónæmi getur myndast meðan á lyfjagjöf stendur, t.d. við beinasýkingar. Skammtastærðir handa fullorðnum: Þvagfærasýkingar: 100-250 mg tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Lekandi: 250 mg gefið í einum skammti einu sinni. Iðrasýkingar: 500 mg tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Beinasýkingar: 750 mg tvisvar til þrisvar sinnum á dag. - Skammta verður að minnka, ef kreatínínclearance er undir 30 ml/mínútu. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og verð 1. sept. 1995: Töflur 250 mg: 10 stk. - 1403 kr.; 20 stk. - 2474 kr.; 100 stk. - 12097 kr. Töflur 500 mg: 10 stk. — 2682 kr.; 20 stk. — 4777 kr. o OMEGA FARMA íslenskt almenningshlutafelag um lyfjaframleiðslu, stofnað 1990

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.