Læknablaðið - 15.08.1996, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
567
Umræða
Samkvæmt þessari rannsókn virðist um
helmingur elstu kvenna á íslandi hafa þvag-
leka. Algengi þvagleka var meira en í öðrum
rannsóknum (18-43%), en flestar þeirra
byggðu hinsvegar á póstlögðum spurningalist-
um til heldur yngri kvenna (3,10-12). Viðtal
getur dregið fram fleiri jákvæð svör þar sem
auðveldara er að útskýra, einfalda og endur-
taka spurningar og fleiri konur ljá máls á þátt-
töku. Hellström og félagar sem athuguðu 85
ára gamlar konur bæði heima og á elliheimil-
um, lýstu 43% algengi þvagleka (12) og Diok-
no og félagar sem tóku viðtöl í heimahúsum,
lýstu 34-39% algengi óháð aldri hjá konum 60
ára og eldri (13). Islensk rannsókn á þvagleka
meðal aldraðra á stofnunum sýndi að 53%
kvenna voru með þvagleka (2) og athugun á
þvagleka meðal kvenna í Öxarfjarðarhéraði
sýndi að 55% kvenna yfir sextugt voru með
þvagleka (9). Niðurstöður þessara rannsókna
meðal elstu kvenna eru svipaðar og benda til
að algengi þvagleka aukist aðeins lítillega eftir
sextugt.
Ýmsar aðgerðir við kvensjúkdómum eru
taldar auka líkur á þvagleka og hefur brottnám
legs verið kannað sérstaklega þó niðurstöðum
beri ekki saman (3,10). Þessi rannsókn sýndi
ekki marktækan mun á algengi þvagleka hvort
heldur miðað var við allar kvensjúkdómaað-
gerðir eða einungis brottnám legs. Ekki var
munur á fjölda barneigna og tíðni þvagleka þó
aðrar rannsóknir hafi sýnt að líkur á þvagleka
aukist með fleiri fæðingum einkum eftir þá
fyrstu (3,10). Reykingar tengdust ekki tilvist
eða tegund þvagleka en nýlega hefur verið sýnt
að konur sem reykja eða hafa reykt eru helm-
ingi líklegri til að fá þvagleka og að hætta á
áreynsluleka eykst með fjölda pakkára. Skýr-
ingin er meðal annars talin vera tíðari og verri
hóstaköst, bein áhrif frá efnum í reyknum, og
andöstrógen hormónaáhrif reykinga (14).
Athyglisvert var að 20% kvenna sem þver-
tóku fyrir að vera með þvagleka notuðu bleiur
eða bindi að staðaldri. Allflestar sögðu þetta
vera af öryggisástæðum og þykir því mörgum
hætta á þvagleka vera yfirvofandi. Tíð þvaglát
að nóttu trufla mjög svefn. Tíðni þvagláta og
magn þvags sem skilað er að næturlagi vex með
aldri og þegar komið er á áttræðisaldur er
meira þvagmagni skilað á kvöldin og næturna
en yfir daginn (15).
Algengi hinna ýmsu tegunda þvagleka var
svipað og fundist hefur í öðrum rannsóknum
(3,5,12). Áreynsluleki virðist vera algengastur
hjá yngri konum, blandleki er algengastur um
tíðahvörf, en bráðaleki hjá háöldruðum kon-
um (3,12-14,17).
Þriðjungur kvennanna hafði fengið þvag-
færasýkingu undanfarin tvö ár og 11% fimm
eða fleiri sýkingar. í Vestur-Svíþjóð sögðust
16-22% kvenna á aldrinum 70-86 ára hafa
fengið sýklalyf við þvagfærasýkingu undanfar-
in tvö ár (3) og í rannsókn á 61 árs gömlum
konum sögðust 13% fá endurteknar þvagfæra-
sýkingar (19). Að fenginni reynslu úr viðtölum
er hugsanlegt að gamlar konur muni illa eftir
þvagfærasýkingum nema ef um endurteknar
sýkingar er að ræða. í þessari rannsókn var
stuðst við sjúkraskrár í stað minnis kvennanna,
sem gæti skýrt hærri tíðni sýkinga.
Tæplega fjórðungur kvennanna á östrógen-
meðferð, einkum konur sem lýstu hvað mest-
um óþægindum frá þvag- og kynfærum. Rann-
sókn frá Gautaborg sýndi að aðeins 9%
kvenna 60 ára og eldri voru á östrógenmeðferð
(3). Þetta bendir til að læknar grípi til östró-
genmeðferðar þegar þvag- og kynfæravanda-
mál eru orðin mikil. Þar sem flestar af þessum
konum höfðu verið lengur en þrjá mánuði á
östrógenmeðferð er hugsanlegt að sú meðferð
ein og sér sé ekki nægjanleg eða rétt gefin elstu
konunum. Aðeins 7,5% kvennanna voru með
staðbundin einkenni frá kynfærum sem bentu
til hormónaskorts, sem er sambærilegt við
sænska rannsókn sem sýndi að 11% kvenna yfir
70 ára aldri og 8% yfir áttræðu höfðu slíkar
kvartanir (3). Athugun á 61 árs gömlum kon-
um sýndi að 15% fundu fyrir stingverk, útferð
og kláða, en 38% fundu fyrir þurrk í leggöng-
um og sársauka við samfarir (19). Konur á
níræðisaldri eru mikið til hættar hjónalífi og
eru því hugsanlega minna meðvitaðar um
óþægindi vegna húðrýrnunar í fæðingarvegi.
Þó tæpur helmingur kvennanna hafi gefið
sögu um þvagleka eða óþægindi frá þvag- og
kynfærum hafði aðeins þriðjungur þeirra allra
rætt við lækni eða hjúkrunarfræðing. Stór hóp-
ur kvenna með þvagleka og þá sérstaklega
eldri konur, tala ekki um vandann við lækni,
jafnvel þótt lekinn sé mikill og daglegur (16-
18,20). Konur með mestan vanda leita helst til
læknis og ræður mestu hve vandamálið er mik-
ið í augum þeirra sjálfra (10,16,20). Fleiri inni á
þjónusturýmum elliheimilanna höfðu rætt við