Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1996, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.08.1996, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 581 varða eigin læknismeðferð. Það hjálpar sjúk- lingnum til að halda virðingu sinni. Auk þess er viðurkennt að sérhver einstaklingur viti al- mennt best sjálfur hvað sé honum fyrir bestu. Ekki er lengur til siðs að læknar taki allar ákvarðanir varðandi meðferð sjúklings án sam- ráðs við hann. Þrátt fyrir að læknirinn hafi hina faglegu þekkingu og reynslu af sjúklingum með samsvarandi sjúkdóm þá hefur sjúklingurinn sjálfur persónulega upplifun af veikindum sín- um. Einnig hefur hann eigið gildismat og markmið í lífinu sem meðferðin gæti haft áhrif á. Góð heilsa er fyrir einstaklinginn aðeins ein þeirra gæða sem skipta hann máli í lífinu. Það eru því hugsanlegar aðstæður þar sem þessi tiltekni einstaklingur væri tilbúinn að fórna heilsunni (og jafnvel lífinu) fyrir önnur gæði sem eru honum meira virði til dæmis trú. Dæmi um slíkar aðstæður væri þegar einstaklingur sem tilheyrir söfnuði Votta Jehova og neitar blóðgjöf vegna trúarsannfæringar sinnar jafn- vel þótt sú ákvörðun gæti kostað hann heilsuna eða lífið. Með því að virða vilja sjúklingsins sjálfs þá virðir fagmaðurinn rétt hans til að ráða sér sjálfur. Við það að viðurkenna sjálfræðið sem grundvallargildi og þar með mikilvægi þess að sjúklingur taki þátt í ákvörðunum um eigin meðferð verður viðhorfsbreyting í samskiptum sjúklings og heilbrigðisstétta. Hippókrates taldi að best væri að leyna sjúklinginn öllu er varðaði ástand hans og þá meðferð er beita skyldi. Þetta var gert með velferð sjúklingsins í huga. Segja má að þessi viðhorf hafi verið ríkj- andi allt fram á okkar daga. Það er einungis nýverið að sú hugmynd er almennt viðurkennd að sjúklingurinn skuli hafður með í ráðum. í stað forræðis yfir sjúklingnum er komið sam- ráð við sjúklinginn. Þessi viðhorfsbreyting eða bylting kallar á breytt og betri samskipti á milli heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings. í þessu ljósi er orðið grundvallaratriði að þeir skilji hvor annan. Þessari kröfu sjúklinga um bætt samskipti og auknar upplýsingar um ástand þeirra, horfur og meðferð verður að svara með breyttum vinnubrögðum heilbrigðisstarfs- fólks. Ef sjúklingur á rétt á að sjálfræði hans sé virt þá er það orðin skylda starfsfólksins að upplýsa sjúklinginn. Hann á með öðrum orð- um rétt á að fá upplýsingar til að geta verið sjálfráða þátttakandi í þeirri meðferð sem hann gengst undir. Það er á ábyrgð starfsfólksins og hluti af fagmennsku þeirra að koma upplýsing- unum til skila á þann hátt að sjúklingurinn eigi möguleika á að skilja þær. Ef það er ekki gert er gengið á rétt hans. Þessi aukna áhersla á sjálfræði sjúklingsins gerir líka auknar kröfur til hans. Gerð er sú krafa að hann taki þátt í ábyrgðinni á eigin meðferð. Jafnframt er á hans ábyrgð að leggja sig fram um að vera virkur þátttakandi í því samtali sem á sér stað. Þetta mætti hugsanlega kalla skyldu sjúklingsins til að vera sjálfráða og þá um leið rétt starfsfólksins til að eiga viðræð- ur við einstakling sem tekur þátt í samtalinu á ábyrgan hátt og eftir bestu getu. Lítum nú nánar á þau réttindi sjúklingsins sem ég hef þegar fjallað um: Lögbinding réttinda: Stefnuyfirlýsing Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar um réttindi sjúklinga var sam- þykkt vorið 1994. Yfirlýsingin sem venjulega er kölluð Amsterdamyfirlýsingin er ein af þeim erlendu gögnum sem stuðst var við við samn- ingu frumvarps til laga um réttindi sjúklinga sem lagt var fyrir Alþingi á 120. löggjafarþing- inu 1995-1996. Er þar meðal annars lögð áhersla á eftirtalda þætti: 1. Virðingu fyrir mannhelgi, einkalífi og sjálfsákvörðunarrétti sjúklings. 2. Að sjúklingur eigi rétt á upplýsingum um þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er, eigin sjúkdóm, meðferð og batahorfur. 3. Að sjúklingur verði að samþykkja þá með- ferð sem framkvæmd er. 4. Að sjúklingur eigi rétt á að farið sé með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál. 5. Sjúklingur á einnig rétt á viðeigandi (“app- ropriate to his or her health needs“) læknis- meðferð og umönnun og ekki er réttlætan- legt að mismuna fólki með tilliti til þessa. Of langt mál yrði að telja upp einstakar greinar yfirlýsingarinnar en ég get þó sagt að mestmegnis er um að ræða nánari útfærslu á ofangreindum fimm þáttum. í umfjöllun með yfirlýsingunni er gerður greinarmunur á tvenns konar réttindum, ann- ars vegar er talað um einstaklingsbundin rétt- indi og hins vegar um samfélagsleg réttindi. Þau fyrrnefndu hafa nokkra hliðstæðu við það sem nefnt hefur verið á íslensku griðaréttur en hin síðari líkjast gæðarétti. Einstaklingsbundni rétturinn miðar að vernd á mannhelgi og frelsi persónunnar. Hann er bundinn við einstak- linginn sem mann og er sagður neikvæður rétt- ur þar sem kveðið er á um við ríki og einstak-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.