Læknablaðið - 15.08.1996, Page 36
582
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
linga að ganga ekki á mannhelgi persónunnar.
Samfélagsleg réttindi eru á hinn bóginn talin
jákvæð réttindi þar sem ætlast er til af yfir-
völdum að þau tryggi jafnan aðgang einstak-
linga að tilteknum gæðum og þau eiga að
tryggja réttláta dreifingu þeirra. I Amsterdam-
yfirlýsingunni er gengið út frá því að hin ein-
staklingsbundnu réttindi séu þröskuldarrétt-
indi í þeim skilningi að annað hvort eru þau virt
eða ekki, til dæmis annað hvort virðum við
þagnarskylduna og friðhelgi einkalífsins eða
ekki. Þar sem réttindin eru neikvæð, það er
ganga út á „að láta fólk í friði“, þá eru þau ekki
beinlínis háð efnahag þjóðarinnar. Samfélags-
legu réttindin eru hins vegar jákvæð og ganga
út á dreifingu gæða. Þau eru háð fjármagni og
eru ekki þröskuldarréttindi vegna þess að hægt
er að uppfylla þau í mismiklum mæli. Gæðin
sem úr er að spila eru mismikil allt eftir efna-
hagslegri getu. Þau réttindi sem aðaláhersla
hefur verið lögð á að tryggja í þeim lagasetn-
ingum um réttindi sjúklinga sem settar hafa
verið í nágrannalöndum okkar ganga fyrst og
fremst út á að tryggja hinn einstaklingsbundna
rétt. Á það einnig við um það lagafrumvarp um
réttindi sjúklinga sem nú liggur fyrir Alþingi.
Sú aðgreining sem hér er gerð á annars vegar
samfélagslegum rétti og hins vegar einstak-
lingsbundnum rétti þar sem gefið er í skyn að
annar gangi út á að láta einstaklinginn í friði
(griðaréttur) og hinn gangi út á að veita sjúk-
lingi aðgang að þjónustu (gæðaréttur) er nokk-
ur einföldun. Við getum litið nánar á þátt eins
og upplýst samþykki. Það sem liggur því til
grundvallar eru hugmyndir um sjálfræði og það
að sjúklingur eigi að ráða sjálfur hvað gert er
við hann, með öðrum orðum verið er að gefa
honum tækifæri til að velja á upplýstan hátt úr
þeim valkostum sem í boði eru. Hann fær að
hafna þeirri meðferð sem hann vill ekki. Það
má því segja að þetta falli undir griðarétt. Þetta
segir þó ekki alla söguna því til þess að koma
nauðsynlegum upplýsingum til skila til sjúk-
lings þarf að gefa honum tíma og sá tími innan
heilbrigðisþjónustunnar kostar fé. í sumurn til-
vikum þarf að nota sérstök ráð til að geta átt
greið samskipti við sjúklinginn eins og til dæm-
is þjónustu túlka og þar með er gjöf upplýsing-
anna orðin enn dýrari. Ef við hins vegar viður-
kennum gildi sjálfræðisins og göngumst inn á
það viðhorf að allir sjúklingar séu gerendur en
ekki bara þolendur, þá verðum við líka að
viðurkenna þátt þeirra og mikilvægi í öllum
ákvörðunum og meðferðinni sjálfri. Þessi atr-
iði varða því mannréttindi sjúklingsins. Það að
sjá ekki til þess að hann geti haft greið sam-
skipti við heilbrigðisstarfsmanninn og komið
skoðunum sínum á framfæri verða því mann-
réttindabrot. í þessu ljósi yrði því þáttur eins
og til dæmis túlkaþjónusta forgangsverkefni til
þess að hægt væri að virða þá sem hana þurfa
sem persónur og gerendur á sama hátt og reynt
væri að gera varðandi aðra sjúklinga. Þetta
sýnir að ríkið getur þurft að leggja fram fé til að
tryggja hinn einstaklingsbundna rétt. Að virða
þann rétt sem sjúklingurinn á til upplýsinga um
eigið ástand, meðferð og batahorfur er því erf-
iðara en kannski virðist í fyrstu. Með því að
viðurkenna þátt sjúklingsins í meðferðinni
hlýtur að verða keppikefli þeirra sem starfa
með sjúklingum að sjá til þess að öll samskipti
verði sem greiðust og hluti af þeirra fag-
mennsku eins og ég gat um áðan. Til starfs-
fólksins er þó ekki hægt að gera ofurmannlegar
kröfur því til þess að upplýsingarnar komist
sem best til skila og að þátttaka sjúklingsins
byggist á réttum forsendum er líka nauðsynlegt
að sjúklingurinn sjálfur hafi ákveðna grunn-
þekkingu á eigin líkama og starfsemi hans. Mig
langar til að undirstrika þetta atriði. Til þess að
hafa forsendur til að verða „sjálfráða sjúkling-
ur“ þá verður einstaklingurinn að vera vel upp-
lýstur um eigin líkama. Hér endurspeglast mik-
ilvægi góðrar almennrar menntunar. Það er
ekki nóg að tileinka sér vitneskjuna um eigin
líkama eftir að maður verður veikur, heldur
þarf hún að vera liður í uppeldi sérhvers ein-
staklings til þess að hann geti þegar á þarf að
halda axlað þá ábyrgð að vera „sjálfráða sjúk-
lingur".
Réttindi og skyldur
Það má segja að réttindi sjúklinga og skyldur
heilbrigðisstarfsfólks séu tvær hliðar á sama
peningi. Það er skylda starfsmannsins að haga
sér á ákveðinn hátt til að réttur sjúklingsins sé
tryggður. Þessar skyldur eru tilgreindar í lög-
um og siðareglum heilbrigðisstétta. En einmitt
með því að velta peningnum við og ræða um
þann flöt sem kalla má rétt sjúklinga í stað þess
að tala einvörðungu um skyldur starfsfólks á
sér stað ákveðin viðhorfsbreyting. Það er ein-
mitt í þessari viðhorfsbreytingu sem mikilvægi
umræðunnar liggur. Það er gerð tilraun til að
líta á samskipti heilbrigðisstarfsfólks og sjúk-