Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 40
586
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
samnings þessa og annarra lögskipaðra
ákvæða, sem tryggja vernd mannsins.
Sextánda grein (Verndun einstaklings sem
gengst undir rannsókn)
Rannsókn á manni má aðeins gera ef öllum
eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
i. að enginn annar jafn virkur kostur rann-
sóknar á mönnum sé fyrir hendi,
ii. að áhættan, sem viðkomandi mannvera
kallar yfir sig, sé ekki í röngu hlutfalli við hugs-
anlegar hagsbætur af rannsókninni,
iii. að rannsóknaráætlunin hafi verið sam-
þykkt af lögbærum hópi, að lokinni óháðri
könnun á vísindagildi hennar, þar með talin
markmið rannsóknarinnar og siðfræðilegur að-
gengileiki hennar,
iv. að þeir, sem gangast undir rannsóknina,
hafi verið fræddir um réttindi sín og um örygg-
isráðstafanir til verndar þeim, sem lög mæla
fyrir um,
v. að nauðsynlegt samþykki, sem mælt er
fyrir í fimmtu grein, hafi verið gefið skýlaust,
sértækt og að það sé skjalfest. Slíkt samþykki
má draga til baka hvenær sem er.
Sautjánda grein (Vernd mannvera sem ekki eru
hæfar til að veita samþykki fyrir rannsókn)
1. Því aðeins má gera rannsókn á mannveru,
sem ekki er hæf til að veita samþykki það, sem
mælt er fyrir um í fimmtu grein, að öllum eftir-
farandi skilyrðum sé fullnægt:
i. að fullnægt sé skilyrðunum sem mælt er
fyrir um stafliðum i til iv í sextándu grein,
ii. að niðurstöður rannsóknarinnar geti
mögulega orðið heilbrigði viðkomandi beint til
góðs,
iii. að engar jafn virkar rannsóknir verði
gerðar á einstaklingum, sem eru hæfir til að
veita samþykki,
iv. að nauðsynlegt samþykki, sem mælt er
fyrir í sjöttu grein, hafi verið gefið skýlaust,
sértækt og skriflega og
v. að viðkomandi mannvera mótmælir ekki.
2. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar geta
mögulega ekki orðið heilbrigði viðkomandi
mannveru beint til góðs, má leyfa slíka rann-
sókn í undantekningartilvikum og háð vernd-
arskilyrðum, sem mælt er fyrir um í lögum, að
því tilskildu að fullnægt sé skilyrðunum í fyrstu
málsgrein, stafliðunum i, iii, iv og v hér að ofan
og háð eftirfarandi viðbótarskilyrðum:
i. að rannsóknin hafi að markmiði að bæta
marktækt vísindalegan skilning á ástandi, sjúk-
dómi eða röskun einstaklingsins, í því skyni
endanlega að afla niðurstaðna, sem gætu orðið
til hagsbóta fyrir viðkomandi mannveru eða
aðrar í sama aldursflokki eða eru haldnar sama
sjúkdómi eða röskun eða búa við sama ástand,
ii. að rannsóknin feli aðeins í sér minniháttar
áhættu og minniháttar álag fyrir viðkomandi
einstakling.
Atjánda grein (Rannsóknir á fósturvísum í
glasi)
1. Þar sem rannsóknir á fósturvísum í glasi eru
leyfðar með lögum, skulu í þeim tryggja nægj-
anlega vernd fyrir fósturvísinn.
2. Bönnuð er myndun fósturvísa í vísindaskyni.
VI. Brottnám líffæra og vefja úr
lifandi gjöfum í því skyni að flytja
þau í aðra
Nítjánda grein (Almenn regla)
1. Brottnám líffæra eða vefja úr lifandi manni, í
því skyni að flytja þau í aðra, má einvörðungu
gera vegna lækningar á þeganum og þegar ekki
er í boði neitt heppilegt líffæri eða vefur úr
látnum manni og að engin jafn virk valmeðferð
við lækningar er til.
2. Nauðsynlegt samþykki, sem mælt er fyrir
um í fimmtu grein, verður að gefa skýlaust og
sértækt, annað hvort skriflega eða fyrir opin-
berum aðilum.
Tuttugasta grein (Verndun þeirra sem ekki eru
hæfir til að samþykkja brottnám líffæris)
1. Engin líffæri eða vefi má nema brott úr
þeim, sem ekki er hæfur til að veita samþykki í
samræmi við fimmtu grein.
2. Hægt er að leyfa að vefur sem endurnýjar
sig, sé numinn brott úr mannveru sem er ekki
hæf til að veita samþykki, í undantekningar-
tilvikum og háð verndarskilyrðum sem mælt er
fyrir um í lögum, að því tilskildu að eftirfarandi
skilyrðum sé fullnægt:
i. að enginn samrýmanlegur gjafi er tiltækur,
sem er hæfur til þess að veita samþykki,
ii. þeginn er bróðir eða systir gjafans,
iii. í gjöfinni verður að felast möguleiki á að
lífi þegans verði bjargað,
iv. leyfið sem tiltekið er í annarri og þriðju
málsgrein sjöttu greinar hafi verið gefin sér-
tækt og skriflega, eins og mælt er fyrir um í
lögum, v. mögulegur gjafi mótmæli ekki.
VII. Bann við fjárhagslegum ágóða
og eyðing brottnumins líkamshluta
Tuttugsta og fyrsta grein (Bann við fjárhagsleg-
um ágóða)