Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 42

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 42
588 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 ari grein og í tuttugustu og níundu grein, skal Fastanefndin um lífsiðfræði (CDBI) annast eða hver sú nefnd önnur sem ráðherranefndin tilnefnir. 2. An þess að skert séu sértæku ákvæðin í tuttugustu og níundu grein, getur hvert aðild- arríki Evrópuráðsins, svo og hver aðili þessa samnings, sem ekki er aðili að Evrópuráðinu, átt fulltrúa og farið með eitt atkvæði í nefnd- inni, þegar hún annast um verkefni þau, sem henni eru falin með þessum samningi. 3. Sérhvert ríki, sem vísað er til í þrítugustu og þriðju grein eða ríki, sem ekki er aðili að samn- ingnum og boðið er að gerast aðili að samn- ingnum í samræmi við ákvæði þrítugustu og fjórðu greinar, getur átt aðild að nefndinni, með því að eiga þar áheyrnarfulltrúa. Ef Evrópusambandið er ekki aðili að samningn- um, getur það átt aðild að nefndinni, með því að eiga þar áheyrnarfulltrúa. 4. í því skyni að fylgjast með vísindaþróun skal nefndin endurskoða þennan samning eigi síðar en fimm árum eftir að hann tekur gildi og síðan á því bili, sem nefndin kann að ákveða. 5. Sérhverja tillögu um breytingu á samningi þessum og sérhverja tillögu um viðbótarsamn- ing eða um breytingu á viðbótarsamningi, sem borin er fram af samningsaðila, nefndinni eða ráðherranefndinni, skal senda aðalfram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins og skal hann senda þær áfram, að minnsta kosti tveimur mánuðum fyrir fund í nefndinni sem vísað er til í annarri málsgrein, til aðildarríkja Evrópu- ráðsins, Evrópusambandsins, til hvers þess að- ila, sem undirritað hefir samninginn, til allra samningsaðila og til hvers þess ríkis, sem boðið hefir verið að undirrita samning þennan í sam- ræmi við þrítugustu og þriðju grein og til hvers þess ríkis, sem boðið hefir verið að gerast aðili að honum í samræmi við ákvæði þrítugustu og fjórðu greinar. 6. Nefndin skal fjalla um tillöguna eigi fyrri en tveimur mánuðum eftir að hún hefir verið send áfram af aðalframkvæmdastjóranum í sam- ræmi við fimmtu málsgrein. Skal hún hljóta tvo þriðju hluta greiddra atkvæða eða meira og skal þá senda textann til ráðherranefndarinnar til samþykktar. Þegar hún hefir samþykkt hann, skal senda texta þennan til aðildarríkj- anna til fullgildingar, viðurkenningar eða sam- þykktar. 7. Sérhver breyting tekur gildi, að þvíervarðar þá samningsaðila, sem hafa viðurkennt hana, á fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að fimm aðilar hið minnsta, þar með talin að minnsta kosti fjögur aðildarríki Evrópuráðsins, hafa tilkynnt aðalframkvæmdastjóranum um viðurkenningu sína. Að því er varðar hvern þann samnings- aðila annan, sem síðar viðurkennir breytingu, skal hún taka gildi á fyrsta degi þess mánaðar, sem hefst eftir að liðinn er einn mánuður frá þeim degi, að samningsaðilinn hefir tilkynnt um viðurkenningu sína til aðalframkvæmda- stjóra Evrópuráðsins. XIV. Lokaákvæði Þrítugasta og þriðja grein (Undirritun, fullgild- ing og gildistaka) 1. Samningur þessi skal liggja frammi til undir- ritunar fyrir aðildarríki Evrópuráðsins, þau ríki sem ekki eru aðildarríki Evrópuráðsins er hafa tekið þátt í að semja hann og Evrópusam- bandið. 2. Samning þennan skal fullgilda, viðurkenna eða samþykkja. Fullgildingar-, viðurkenning- ar- eða samþykktarskjöl skulu vera í vörslu aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. 3. Samningur þessi skal taka gildi á fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að fimm ríki, þar með talin að minnsta kosti fjögur aðildarríki Evrópuráðsins, hafa lýst samþykki sínu við að vera bundin af samningnum í samræmi við ákvæði annarrar málsgreinar þessarar greinar. 4. Að því er varðar hvern annan aðila, sem síðar lætur í ljósi samþykki sitt við að vera bundinn af honum, skal samningurinn gilda frá fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að fullgilding- ar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjölum hefir verið komið í vörslu. Þrítugasta og fjórða grein (Ríki utan Evrópu- ráðsins) 1. Eftir að samningur þessi hefir tekið gildi, getur Ráðherranefnd Evrópuráðsins, eftir samráð við samningsaðilana, boðið hvaða ríki sem er, sem ekki er aðili að Evrópuráðinu, að gerast aðili að samningi þessum, samkvæmt ákvörðun er tekin er með þeim meirihluta, sem tilskilinn er í d-lið tuttugustu greinar Stofnskrár Evrópuráðsins og með samhljóða atkvæðum fulltrúa samningsríkjanna sem rétt eiga til setu í ráðherranefndinni. 2. Að því er varðar hvert það ríki sem gerist aðili, skal samningurinn taka gildi á fyrsta degi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.