Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1996, Side 54

Læknablaðið - 15.08.1996, Side 54
598 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Lyfjamál 51 Frá Heilbrigðis- og tryggmgamálaráðuneytinu og landlækni Tillaga flutt af land- lækni á aðalfundi WHO í Genf í maí 1996 Nkótín gegnir sambærilegu hlutverki og morfín og kókaín og ætti að vera flokkað með eit- urlyfjum í lögum. ísrael og ír- land gerðust samflutningsaðilar að tillögunni. Samþykkt var að stofnunin gæfi út yfirlýsingu varðandi þetta mál. Er það í fyrsta sinn sem stofnun gerir slíkt varðandi tóbak. Tóbaksreykingar eru helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í iðnvæddum ríkjum. Samstillt átak til að draga úr reykingum er mikilvægasta skrefið í átt til betra heilsufars. I Evrópu er stefnt að því að 80% Evrópubúa reyki ekki árið 2000. Þetta markmið var ítrekað árið 1991 þegar aukin áhersla var lögð á vernd gegn óbeinum reyking- um. Staðir sem eru vinsælir hjá börnum og ungu fólki eiga að vera reyklausir til að hlífa þess- um hópum við skaðlegum áhrif- um og breyta þarf því viðhorfi að reykingar séu eðlilegt atferli. f fjölmörgum greinum frá NIDA (National Institute of Drug Abuse) frá áttunda ára- tugnum er bent á að fólk geti orðið háð tóbaki. Árið 1984 kom skýrsla frá NIDA þar sem nikótín var kallað eiturlyf sem fólk gæti orðið háð og talið var að nikótín gegndi sambærilegu hlutverki í tóbaki og morfín og kókaín í ópíumi. Það skiptir mjög miklu máli að aðildarríki Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar, bæði þróuð lönd og þróunar- lönd, móti heildarstefnu til að koma í veg fyrir að tóbaksfíkn hafi skaðleg áhrif. Fólk á rétt á að fá vernd fyrir áhrifum þessar- ar fíknar. Þau lyfjafræðilegu og atferlisfræðilegu ferli sem skil- greina nikótínfíkn eru svipuð þeim sem skilgreina heróín- og kókaínfíkn og því ætti að setja þetta undir sama hatt. Rétt er að benda á að tóbaksreykjendur reykja ekki frá sér ráð og rænu líkt og vímuefnafíklar gera. Ólafur Ólafsson landlæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.