Læknablaðið - 15.08.1996, Qupperneq 58
602
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
er að gott samstarf ríki á milli
þessara ráða og við siðaráð
landlæknis. Leiðbeiningar
um mál á borð við meðferð
við lok lífs, upplýst sam-
þykki til vísindarannsókna
og aðgerða, og fleira séu
samræmdar í öllu heilbrigð-
iskerfinu. Ljóst er að sam-
vinna verður einnig milli vís-
indasiðanefndar og siðaráðs,
auk þess sem starf tölvun-
efndar mun áfram tengjast
starfi vísindasiðanefndar.
Þörf á vísindasiðanefndum og
siðaráðum á vegum stofnana,
fagfélaga og fleiri mun verða
ljósari á næstu árum. Mikilvægt
er að sú þróun falli að því grund-
vallarmynstri sem hér er lagt
fram. Siðaráð landlæknis lítur
enda svo á, að með tilkomu
þeirra tveggja nefnda sem hér
eru gerðar tillögur um, sé mikil-
vægt skref stigið í þróun þessara
mála hérlendis. Með þessu gæti
tölvunefnd einnig einbeitt sér
meira að því hlutverki, sem lög
kveða á um, en vegna skipulags-
leysis í þessum málum hefur
hún í æ ríkara mæli þurft að
starfa sem dæmigerð vísinda-
siðanefnd.
Landlæknir
Aðgangur að sjúkraskrám
og persónulegum upplýsingum
Nýlega hafa verið til umsagn-
ar hjá landlækni óskir trygg-
ingafélaga um aðgang að
sjúkraskrám og áform Trygg-
ingastofnunar ríkisins um ítar-
legri skráningu persónulegra
upplýsinga um þá einstaklinga
sem leggjast inn á sjúkrastofn-
anir.
Það er skoðun landlæknis að
trúnaðarlæknir tryggingafélaga
eigi að geta fengið afrit af
sjúkraskrá sjúklings hafi sjúk-
lingur gefið samþykki sitt fyrir
því. Sá aðgangur á að takmark-
ast við þann hluta sjúkraskrár-
innar sem getur varðað viðkom-
andi slys eða tjón. Þannig ber
trúnaðarlækni ekki að fá upp-
lýsingar um svo sem fósturlát,
lyfjanotkun eða botnlangaupp-
skurð, ef af slysinu hlaust háls-
áverki eða fótbrot. Það er því
viðkomandi læknis sem hefur
sjúkraskýrsluna undir höndum
að ákveða hvaða hluta sjúkra-
skrárinnar trúnaðarlæknir getur
fengið.
Landlæknir telur rétt að trún-
aðarlæknir leiti eftir skriflegu
samþykki sjúklingsins fyrir því
að tiltekinna sjúkragagna sé afl-
að. Það sé ekki gert með stöðl-
uðu eyðublaði heldur með sér-
stakri yfirlýsingu þar sem skýrt
kemur fram hvaða upplýsinga
er verið að óska. Það skal árétt-
að að þær upplýsingar sem trún-
aðarlæknir fær á þennan hátt
eiga ekki undir nokkrum kring-
umstæðum að vera aðgengileg-
ar öðrum starfsmönnum við-
komandi fyrirtækis.
Varðandi óskir Trygginga-
stofnunar ríkisins um ítarlegri
upplýsingar um sjúklinga á
sjúkrastofnunum og áform
stofnunarinnar er lúta að því að
halda skrár um sjúklinga á
sjúkrastofnunum sem eru á föst-
um fjárlögum svo unnt sé að
tryggja að lífeyrisgreiðslur
þeirra komi til greiðslu vistun-
arkostnaðar eftir þeim reglum
sem þar um gilda, vill landlækn-
ir taka fram að hann telur að
þegar sé gengið of langt í söfnun
á persónulegum upplýsingum
um sjúklinga og vistmenn á
sjúkrastofnunum og öðrum
heilbrigðisstofnunum. Víðast í
þeim löndum sem við miðum
okkur við fá stofnanir sem eru
sambærilegar við Trygginga-
stofnun ríkisins aðeins upplýs-
ingar um aldur, kyn, meðferð,
legu, lyfjanotkun og svo fram-
vegis. En þess er gætt mjög
stranglega að ekki sé unnt að
rekja þær upplýsingar sem um
ræðir til viðkomandi einstakl-
inga.
Áform Tryggingastofnunar
ríkisins um frekari söfnun upp-
lýsinga eru ekki aðeins varhuga-
verð úr frá sjónarmiðum um
persónuvernd, heldur skal jafn-
framt bent á að á flestum sjúkra-
húsum, öldrunar- og langlegu-
stofnunum er til dæmis hlutur
lífeyristrygginga í greiðslu vist-
unarkostnaðar sáralítill eða
langt innan við 2% af heildar-
rekstrarkostnaði stofnananna.
Landlæknir leyfir sér að efast
um að sú mikla vinna sem lögð
er í að finna greiðsluskyldu
hvers sjúklings og innheimtu
standi undir sér. Nær væri því að
leita annarra leiða til þess að
tryggja þátttöku lífeyrisþega í
greiðslu vistunarkostnaðar. í
slíkum tilvikum getur ekki verið
um að ræða aðstæður þar sem
hagsmunir þjóðfélagsins verði
settir ofar rétti einstaklingsins.
Þá er einfaldlega verið að fórna
of miklu fyrir lítið. Þetta getur
landlæknir ekki samþykkt.
Landlæknir vill vekja athygli
á að í nýlegri lagasetningu um
réttindi sjúklinga í nágranna-
löndum okkar er aðaláherslan
lögð á að tryggja einstaklings-
bundinn rétt. Svör við fyrir-
spurnum embættisins um
hvernig brugðist yrði við óskum
frá aðilum sambærilegum við