Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 21

Læknablaðið - 15.11.1997, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 733 Fig. 1. In methionine metabolism, homocysteine constitutes the juncture between the transmethylation cycle, by which homocyst- eine is remethylated to form methionine, and the transsulfuration pathway, by which homocysteine is irreversibly catabolized to sulfate. (Modified from Brattström (thesis). University of Lund, 1989). Erfðir: Systaþíónín-(3-synþasi erfist á víkj- andi hátt. Arfhreinn skortur á systaþíónín-þ- synþasa liggur langoftast að baki heilkennisins hómósystínmigu. Algengi hómósystínmigu af völdum skorts á systaþíónín-þ-synþasa er um það bil 1:200.000 (3,19). Á íslandi virðist hómósystínmiga vera heldur algengari eða 1:50.000 samkvæmt rannsókn sem birtist 1985 (20). Arfblendni fyrir systaþíónín-þ-synþasa- skorti er álitin koma fyrir hjá 0,3-1% almenns þýðis (3,19). Arfblendnir einstaklingar hafa að meðaltali þriðjung eðlilegrar hvatavirkni en munur milli einstaklinga er mikill (21). í rann- sóknum hafa arfblendnir annað hvort ekki haft marktæka hækkun eða tiltölulega væga hækk- un á tHcy og yfirleitt hafa tHcy arfblendinna og samanburðarhópa skarast talsvert (21). Þannig er mæling á tHcy eftir föstu ekki góð aðferð til að greina arfblendna einstaklinga frá heilbrigðum. Betur gefst að nota svokallað meþíónín-hleðslupróf (21). Gefinn er stór skammtur af meþíóníni sem hækkar tHcy vegna aukins álags á transsulfuration leiðina. Á þeirri leið ræður systaþíónín-p-synþasi hraðan- um þannig að meþíónínhleðslan leiðir til meiri hækkunar á tHcy ef skert hvatavirkni er fyrir hendi. Sú niðurstaða meþíónín-hleðsluprófs er þó ekki sértæk fyrir systaþíónín-þ-synþasa- skort. Heilkennið hómósystínmiga getur stafað af arfhreinum skorti á hvötum endurmeþýlering- ar (3). Slík tilfelli eru þó það sjaldgæf að margir líta svo á að hómósystínmiga sé samheiti systa- þíónín-þ-synþasaskorts (3). Aftur á móti er erfðabreytileiki á hvötum endurmeþýleringar ekki óalgeng orsök vægrar hækkunar á tHcy, einkum hvað varðar meþýlentetrahýdrófólat redúktasa. Mörgum stökkbreytingum í geni hvatans hefur verið lýst (22). Nýlega fundu Kang og samstarfsmenn algengt afbrigði af me-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.