Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 26
114 LÆKNABLAÐIÐ 1998: 84 nægir þar ekki til skýringar að þeir standi hátt í þjóðfélagsstiganum (10-12). Sýnt hefur verið fram á að heilbrigðir lifnaðarhættir hafa mikla þýðingu (11,12) og bæði hérlendis og erlendis hefur komið fram að læknar reykja minna en aðrir (21,27,33-36). Lág dánartíðni vegna heilablóðfalls meðal lækna, einkum sérfræð- inga, gæti skýrst af því að læknar njóti fag- þekkingar sinnar á áhættu af háum blóðþrýst- ingi og séu því öðrum fremur á meðferð (10). Nýgengi allra krabbameina er lágt meðal ís- lenskra lækna, sérstaklega sérfræðilækna, eins og sést hefur í erlendum rannsóknum sem not- að hafa krabbameinsskrár til að telja krabba- meinin í hóprannsóknum (21-23). Þetta á sér- staklega við um lungnakrabbamein og það hef- ur verið talið skýrast af því að læknar reyki minna en aðrir (21-23). í þessari rannsókn var lagt mat á þátt reykinga í muninum á nýgengi lungnakrabbameins. Nýgengi lungnakrabba- meins var á hinn bóginn hærra meðal lögfræð- inga en annarra íslenskra karla, staðlað nýgengi var 1,40 (reyndar með 95% öryggismörkum sem innihalda einn) en samkvæmt reykinga- venjum 20 árurn fyrr hefðu þeir átt að hafa svipað nýgengi lungnakrabbameins og aðrir þar sem áhættuhlutfallið sem fékkst af saman- burðinunr á reykingavenjum var 0,90. Meðal lækna er útkoman öfug, lungnakrabbamein var fátíðara meðal þeirra en búast mætti við, þegar litið er á reykingavenjurnar, staðlað nýgengi var 0,45 í stað 0,78. Samanburður á nýgengi krabbameina hjá læknum og lögfræðingum gaf hlutfallahlutfallið 0,32 en samkvæmt reyking- um lækna og lögfræðinga hefði mátt ætla að hlutfallið væri 0,87. Mismunur á reykingavenj- um, eins og hann er hér athugaður, skýrir því ekki nema að hluta þann mun á nýgengi lungnakrabbameins sem fram kemur milli lækna og lögfræðinga. Að nýgengi krabbameins í ristli sé hærra meðal lækna en annarra karla er í samræmi við vísbendingar í rannsókn á finnskum læknum (22) og danskir heimilislæknar voru greinilega með hærra nýgengi ristilkrabbameins en aðrir danskir karlar (23). Nýgengi krabbameins í ristli er hærra í starfsstéttum sem hafa litla hreyfingu í vinnunni (54-56) en það gæti átt við suma íslenska lækna. Vísbendingar um að heilakrabbamein sé tíð- ara meðal lækna en annarra eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar meðal danskra lækna (23) . Hér skal einnig minnt á hærri dánartíðni vegna krabbameins í heila meðal meinafræð- inga (24-26). Veikleiki þessarar rannsóknar er smæð hópanna sem verið er að fjalla um þannig að þegar litið er til sjaldgæfra krabbameina og fá- tíðra dánarmeina verður tölfræðileg óvissa á stundum mikil. Hefðbundið er að læknar fari utan til fram- haldsnáms og dveljist erlendis um árabil en það gæti orðið til þess að krabbamein sem greind- ust á námstíma þeirra erlendis væru ekki skráð í krabbameinsskránni á Islandi. Lögfræðingar fara ef til vill ekki í sama mæli og læknar utan til starfa og náms. Ef um vanskráningu krabba- meina meðal lækna er að ræða gæti það skekkt niðurstöðurnar og ranglega leitt til lægri ný- gengihlutfalla krabbameina. Ekki er hætta á slíkri skekkju hvað varðar dánarmeinin, þar er engri hugsanlegri vanskráningu til að dreifa. Því er áhugavert að líta á dánarhlutföllin og ný- gengihlutföllin fyrir lungnakrabbamein, en þau eru nánast af sömu stærð og verður því að álykta að þessi hugsanlega skekkja sé lítil ef nokkur að því er varðar lungnakrabbamein. Styrkleiki rannsóknarinnar liggur í notkun áreiðanlegra skráa til að fylgja hópunum eftir þar sem notaðar voru dánarmeinaskrá og krabbameinsskrá. Samanburðurinn við aðra há- skólamenntaða stétt og upplýsingar um reyk- ingavenjur hópanna treysta niðurstöðumar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til þeirrar ályktunar að læknar séu langlífir og heilsusamlegir lifnaðarhættir þeirra stuðli að lágri tíðni flestra krabbameina í þeirra hópi. HEIMILDIR 1. Dickinson FG, Martin LW. Physician mortality, 1949- 1951. JAMA 1956; 162: 1462-8. 2. Register General. Decennial Supplement. England and Wales 1961. Occupational mortality tables. London: HMSO, 1971. 3. Williams SV, Munford RS, Colton T, Murphy DA, Poskanzer DC. Mortality among physicians: a cohort stu- dy. J Chron Dis 1971; 24: 393-401. 4. Asp S, Hernberg S, Collan Y. Mortality among Finnish doctors, 1953-1972. Scand J Soc Med 1979; 7: 55-62. 5. Andersen O. Dödelighed og erhverv 1970-80. Statistiska Undersögelser nr. 41. Köbenhavn: Danmarks Statistik, 1985. 6. Borgan J-K, Kristofersen LB. Dödelighet i yrker og sosi- oökonomiske grupper 1970-1980. Statistiske analyser 56. Oslo: Statistisk Sentralbyrá, 1986. 7. Goodman LJ. The longevity and mortality of American physicians, 1969-1973. Milbank Mem Fund Q 1975; 53: 353-75. 8. De Hart C. Suicide by physicians. J Maine Med Assoc 1974;65:32-3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.