Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 44
130 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 13-4 Sjúkratilfelli mánaðarins Upphringuð líkamshár Þorsteinn Skúlason, Björn Guðbjörnsson Sjúkratilfelli Áttatíu og sjö ára gamall karlmaður var lagð- ur inn á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri vegna vaxandi þreytu og slapp- leika. Matarlyst hans hafði einnig minnkað síð- ustu misserin. Dagana fyrir innlögn hafði sjúk- lingur hósta án uppgangs, en var hitalaus. Sjúk- lingur var án allra einkenna frá innri líffærum. Hann hafði áður verið hraustur, lifað reglu- sömu lífi og var lyfjalaus við komu á sjúkra- húsið. Við skoðun var tekið eftir upphringuðum lík- amshárum í opi hársekkja, mest áberandi á baki, lærum og upphandleggjum (mynd 1). Engin útbrot eða blæðingar voru í húð eða slímhúðum. Sjúklingur hafði augasteinsbauga í báðum augum. Engar eitlastækkanir var að finna. Lungna- og hjartahlustun var eðlileg, blóðþrýstingu 160/90, púls var reglulegur, 88 slög á mínútu. Kviður var mjúkur, eymslalaus og án líffærastækkana, endaþarmsskoðun var eðlileg. Skoðun á taugakerfi með tilliti til snerti- og sársaukaskyns, vöðvakrafts og sina- viðbragða var eðlileg. Hins vegar var sjúkling- ur ekki fyllilega áttaður á tíma og skammtíma- minni var skert og hann átti í erfiðleikum með einfaldan reikning. Blóðhagur var innan eðlilegra marka svo og fastandi blóðsykur, blóðsölt, lifrarpróf og skjaldkirtilspróf. Kreatínín var vægt hækkað, 118 mmól/L. Gildi fyrir fólat (7 nmól/L. við- miðunarmörk 7-28,1) og Bl2 (203 pmól/L, 165-835) voru innan neðri viðmiðunarmarka, en prótín í sermi voru lækkuð 34,2 g/L (38-51). Þvagskimun var eðlileg og einnig Frá lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þorsteinn Skúlason lyflækninga- deild FSA, pósthólf 380, 602 Akureyri. Mynd 1. Upphringað líkamshár í opi hársekks. lungnamynd. Vegna hækkunar á kreatíníni var framkvæmd ómskoðun af nýrum og sýndi hún merki um trefjafituíferð í nýrum. Hver er líklegasta skýringin á upphringuðum lfkamshárum? Umræða Sjúklingurinn sem hér er greint frá hafði ver- ið lystarlaus um lengri tíma og hafði lágt prótín-, fólat- og B12-gildi í sermi. Vaknaði því grunur um næringarskort. Upphringuð líkams- hár í opi hársekkja getur verið fyrsta einkenni um C-vítamínskort (1). í kjölfarið getur fylgt slappleiki og slen, auk þess sem sjúklingar kvarta oft um beinverk sem orsakast af blæð- ingum undir beinhimnu útlimabeina. Þessi ein- kenni geta birst löngu áður en önnur sígild ein- kenni C-vítamínskorts gera vart við sig, svo sem blæðingar undir húð eða í slímhúðir. C- vítamín var mælt í blóði sjúklings hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og reyndist það vera ómælanlegt (skynjunarmörk 8 pmól/L, viðmiðunargildi 17-94 pmól/L). Næringarráð- gjafi staðfesti sérviskulegt mataræði sem sam- anstóð af grautum, skyri og kaffidrykkju. Eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.