Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 95 vinnuveitandann, það er ríkisvaldið um að greiða heilsugæslulæknum fyrir öll skyldustörf þeirra utan dagvinnutíma með sama hætti og læknum á sjúkrahúsum. Barátta ungra lækna um síðastliðin áramót snerist einnig að miklu leyti um greiðslur vegna yfirvinnu. Vaktaálagið Þjóðfélagið hefur tekið örum breytingum á síðustu áratugum. Næturnar eru ekki lengur al- mennur svefntími þorra fólks heldur er stór hluti þess við ýmsa iðju eða skemmtan á nótt- unni. Almenningur gerir einnig meiri og meiri kröfur um fullkomna heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Þetta hefur leitt til þess að það er meira að gera á vöktum sjúkrahús- og heilsu- gæslulækna en áður þekktist bæði hérlendis sem erlendis (3-5). í Bretlandi hafa til dæmis kröfur um læknisþjónustu utan venjulegs dag- vinnutíma fimmfaldast á síðastliðnum 25 árum (6). Eins og að ofan greinir hafa samningar um sérstakar greiðslur fyrir vaktir tekið langan tíma. Umræða og samningar lækna um lág- markshvíld og fjölda vakta á mánuði, líkt og í fyrrnefndum vökulögum sjómanna, eru hins vegar á algjörum byrjunarreit hér á landi. Árið 1990 náðu Sænska læknafélagið og heilbrigð- isyfirvöld (Landstingsförbundet) samkomulagi um viðmiðanir fyrir vaktavinnu (7). Þar stend- ur meðal annars að sjúkrahúslæknar standi ekki gæsluvakt (bundna vakt) oftar en sjöunda hvern sólarhring og fái þá frí að minnsta kosti helming dagsins eftir vakt. Einnig eiga þeir að- eins að taka bakvaktir þriðja til fimmta hvern dag, eftir því hversu ábyrgðamikil vaktin er. Danskir heimilislæknar náðu fram róttækum vinnuverndarákvæðum árið 1992 (8,9). Þar þurfa heimilislæknar ekki að vera á næturvakt oftar en einu sinni á 35 daga fresti og ekki oft- ar en 15 sinnum á kvöldvöktum (frá kl. 16.00 til 22.00) á sama tímabili. Fjöldi lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna hafa mikla vaktabyrði hér á landi (3) en fáir geta stært sig af því að þetta séu uppgrip og margir hafa alls ekkert val um það hvort þeir geti fækkað vöktum, nema þá aðeins með því að flýja úr starfi. Sem dæmi má nefna að í fá- mennum læknishéruðum hér á landi (innan við 2000 íbúar) þurftu 27 af 32 heilsugæslulæknum (84%) að vera á vakt í 14 sólarhringa eða meir í hverjum mánuði (3). Menn una því ekki leng- ur glaðir við sitt. „Vaktahetjur" eru ekki lengur hetjur, heldur nefndar vakthundar. Hetjudýrk- unin var kannski bara „plat“ sem meðal annars Fjölnismenn notuðu sem áróður í sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Ef til vill verða tilskipanir Evrópusambands- ins frá 1993 helsta haldreipi íslenskrar lækna- stéttar í vaktamálum en þar eru ákvæði um lág- markshvíldartíma, daglega - vikulega og ár- lega - og viðunandi hlé (10). Félagsmálaráðu- neytið (það íslenska vel að merkja) auglýsti á síðasta ári (Stjtíð. B nr. 285/1997) að í tengsl- um við EES samninga hefði verið ákveðið að hrinda í framkvæmd tilskipunum Evrópusam- bandsins (93/104/EB) (10) um skipulag vinnu- tíma í tengslum við kjarasamninga. Þessi ákvæði ganga heldur lengra en fyrri lög frá 1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (lög nr. 46/1980). Þessi ákvæði ná að vísu ekki til lækna en vonandi líður ekki á löngu þar til röðin kemur að þeim. Vaktaskylda og vaktabyrði ýmissa lækna í dag tilheyrir fortíðinni. Breytingar til nútíma vinnuálags eru forsenda eðlilegrar þróunar og mönnunar í læknastétt um land allt á næstu árum. Jóhann Ág. Sigurðsson HEIMILDIR 1. Júlíusdóttir LV. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. 2 útg. Reykjavík: Alþýðusamband íslands, 1997. 2. Amórsson V. Kjaramál íslenskra sjúkrahúslækna síðastlið- in 25 ár. Læknablaðið 1970; 56: 57-63. 3. Ólafsson G, Sigurðsson JA. Vaktir í heilsugæslunni. Læknablaðið 1997; 83: 294-301. 4. Heath I. General practice at night. The public must decide what sort of service it wants. BMJ 1995; 311: 466. 5. Beecham L. Night calls should be limited to genuine em- ergencies say GPs. BMJ 1994; 308: 1387-8. 6. Salisbury C. Visiting through the night. BMJ 1993; 306: 762—4. 7. Lakarinformation 96/97. Jour och beredskap. Stockholm: Sveriges lakarförbund, 1997: 42. 8. Olesen F, Jolleys JV. Out of hours service: the Danish solution examined. BMJ 1994; 309: 1624-6. 9. Christensen MB, Olesen F. Vaktlægeordninger i Norge, Sverige, Finland og Danmark. Nord Med 1995; 110: 127-31 10. Tilskipun Evrópusambandsins 93/104/EB 1993. Stjórnar- tíðindi EB Nr. 1. 307/1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.