Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 72
156 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Einar Hjaltason Á vegum Rauða kross íslands í Kenýa Mér fannst ég gera talsvert gagn Einar Hjaltason skurðlæknir starfaði í tvo mánuði á vegum Rauða kross Islands í Kenýa. Ljósm.: -bþ- Árið 1986 hóf Alþjóða Rauði krossinn hjálparstarf við íbúa í Suður-Súdan en þar hefur ríkt styrjaldarástand í rúman ára- tug. Ýmissa hluta vegna, svo sem samgönguerfiðleika, ör- yggisástæðna og staðhátta, var starfseminni valinn staður í Lokichokio í Norður-Kenýa, skammt frá landamærum Súd- an. Ári seinna hóf Alþjóða Rauði krossinn byggingu sjúkrahúss á staðnum, Lopi- ding sjúkrahússins, enda þörf- in brýn. Starfsemin hefur stöðugt aukist, til dæmis voru framkvæmdar 223 skurðað- gerðir árið 1987 en 1995 voru aðgerðirnar 5259. Á þessu tímabili, 1987-1995, var tekið á móti 10.215 sjúklingum sam- kvæmt upplýsingum frá Al- þjóða Rauða krossinum. Hjálparstarf við Súdan á veg- um Sameinuðu þjóðanna er einn- ig skipulagt frá þessum sama stað. Landsvæðið þar sem spítal- inn var reistur er eign AMREF, African Medical Research Foundation, sem rekur lækning- ar- og rannsóknarstarfsemi á staðnum. Eitt mikilvægasta heil- brigðisatriðið er aðgengi að hreinu vatni, enda var eitt af fyrstu verkefnum Rauða krossins að bora eftir vatni á svæðinu og er þar nú mjög gott vatn, en á þessum slóðum eru yfirborðs- vatnsból oftast menguð. Þetta ásamt mörgum öðru kom fram í spjalli við Einar Hjaltason skurðlækni, sem fyrir stuttu er kominn heim eftir rúmlega tveggja mánaða starf á Lopiding sjúkrahúsinu þar sem hann starf- aði á vegum Rauða kross Islands. Fleiri Islendingar hafa starfað á sjúkrahúsinu, og er Pálína Ásgeirsdóttir starfandi þar núna sem yfirhjúkrunarfræð- ingur. Á undan henni var Björg Pálsdóttir í sömu stöðu. Þetta er í fyrsta skipti sem Ein- ar hefur unnið að hjálpastarfi á þennan hátt og hann vildi ekki hafa misst af þessari reynslu. Einar skýrði frá skipulagi lækn- isstarfsins í Lokichokio. „Langflestir sjúklingar koma með flugvélum Sameinuðu þjóð- anna, sem annast flutning á hjálpargögnum og matvælum til Súdan. Alþjóða Rauði krossinn sá áður um sjúkraflutninga, en hætti því þegar Súdanir kyrrsettu eina vél þeirra og héldu áhöfn- inni í gíslingu í talsverðan tíma. Fjöldi sjúklinga er misjafn, en að jafnaði koma fimm til sex sjúklingar á dag á sjúkrahúsið og eru því um 2000 innlagnir á ári. Á sjúkrahúsinu er pláss fyrir 500-600 sjúklinga. Þessi mikli fjöldi sjúklinga á sjúkrahúsinu stafar mikið af því að ekki er unnt að útskrifa þá á sama hátt og hér tíðkast. Sjúklingar koma víða að og þeir þurfa að komast aftur til síns heima að lokinni meðferð. Það getur hins vegar verið erfiðleikum bundið. Súdan er geysilega víðlent, enda stærsta land Afríku. Það er um það bil fimm sinnum stærra en Frakk- land svo eitthvert kunnuglegt diemi sé tekið. Sjúklingar geta þurft að bíða allt upp í mánuð eftir því að flugvél frá Samein- uðu þjóðunum fari til þeirra heimabyggða og þann tíma verða þeir að dvelja á vegum sjúkrahússins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.