Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 44

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 44
130 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 13-4 Sjúkratilfelli mánaðarins Upphringuð líkamshár Þorsteinn Skúlason, Björn Guðbjörnsson Sjúkratilfelli Áttatíu og sjö ára gamall karlmaður var lagð- ur inn á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri vegna vaxandi þreytu og slapp- leika. Matarlyst hans hafði einnig minnkað síð- ustu misserin. Dagana fyrir innlögn hafði sjúk- lingur hósta án uppgangs, en var hitalaus. Sjúk- lingur var án allra einkenna frá innri líffærum. Hann hafði áður verið hraustur, lifað reglu- sömu lífi og var lyfjalaus við komu á sjúkra- húsið. Við skoðun var tekið eftir upphringuðum lík- amshárum í opi hársekkja, mest áberandi á baki, lærum og upphandleggjum (mynd 1). Engin útbrot eða blæðingar voru í húð eða slímhúðum. Sjúklingur hafði augasteinsbauga í báðum augum. Engar eitlastækkanir var að finna. Lungna- og hjartahlustun var eðlileg, blóðþrýstingu 160/90, púls var reglulegur, 88 slög á mínútu. Kviður var mjúkur, eymslalaus og án líffærastækkana, endaþarmsskoðun var eðlileg. Skoðun á taugakerfi með tilliti til snerti- og sársaukaskyns, vöðvakrafts og sina- viðbragða var eðlileg. Hins vegar var sjúkling- ur ekki fyllilega áttaður á tíma og skammtíma- minni var skert og hann átti í erfiðleikum með einfaldan reikning. Blóðhagur var innan eðlilegra marka svo og fastandi blóðsykur, blóðsölt, lifrarpróf og skjaldkirtilspróf. Kreatínín var vægt hækkað, 118 mmól/L. Gildi fyrir fólat (7 nmól/L. við- miðunarmörk 7-28,1) og Bl2 (203 pmól/L, 165-835) voru innan neðri viðmiðunarmarka, en prótín í sermi voru lækkuð 34,2 g/L (38-51). Þvagskimun var eðlileg og einnig Frá lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þorsteinn Skúlason lyflækninga- deild FSA, pósthólf 380, 602 Akureyri. Mynd 1. Upphringað líkamshár í opi hársekks. lungnamynd. Vegna hækkunar á kreatíníni var framkvæmd ómskoðun af nýrum og sýndi hún merki um trefjafituíferð í nýrum. Hver er líklegasta skýringin á upphringuðum lfkamshárum? Umræða Sjúklingurinn sem hér er greint frá hafði ver- ið lystarlaus um lengri tíma og hafði lágt prótín-, fólat- og B12-gildi í sermi. Vaknaði því grunur um næringarskort. Upphringuð líkams- hár í opi hársekkja getur verið fyrsta einkenni um C-vítamínskort (1). í kjölfarið getur fylgt slappleiki og slen, auk þess sem sjúklingar kvarta oft um beinverk sem orsakast af blæð- ingum undir beinhimnu útlimabeina. Þessi ein- kenni geta birst löngu áður en önnur sígild ein- kenni C-vítamínskorts gera vart við sig, svo sem blæðingar undir húð eða í slímhúðir. C- vítamín var mælt í blóði sjúklings hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og reyndist það vera ómælanlegt (skynjunarmörk 8 pmól/L, viðmiðunargildi 17-94 pmól/L). Næringarráð- gjafi staðfesti sérviskulegt mataræði sem sam- anstóð af grautum, skyri og kaffidrykkju. Eng-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.