Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 6
190 Ritstjórnargrein LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 190-3 Um rannsóknarferlið Kapp er best meö forsjá Læknablaðið hefur hvatt til framsækinnar rannsóknarstefnu á sviði læknisfræði og ann- arra heilbrigðisvísinda. Tæpt ár er síðan blaðið fjallaði um nýjungar í lífvísindum og áhuga lyfjafyrirtækja á fjárfestingum í erfðarannsókn- um. Nú hefur sú stund runnið upp að mikið fjármagn mun streyma á stuttum tíma í íslensk- ar rannsóknir. Þegar þessi mál eru skoðuð er mikilvægt að velta fyrir sér upp úr hvaða um- hverfi hinir hröðu atburðir á sviði erfðavísinda hafa sprottið. Ljóst er að margir meðvirkandi þættir hafa stuðlað að þessari þróun. Rannsóknir íslenskra vísindamanna innan Háskóla Islands og sam- starfsstofnana hans á sviði faralds- og erfða- fræði hafa á undanförnun árum vakið athygli á erlendum vísindaþingum og er sá faglegi grundvöllur sem sýnir að íslenskt þjóðfélag er áhugavert til rannsókna á þessu sviði. Án þess- ara faglegu röksemda hefði sá árangur sem nú sést í að laða að erlent fjármagn ekki tekist. Má þar til dæmis nefna árangur á sviði krabba- meinserfðarannsókna, sem leiddi til uppgötv- unar á brjóstakrabbameinsgeni en þar voru ís- lenskir vísindamenn í fremstu víglínu. Ekki má heldur gleyma hinu mikla trúnaðartrausti sem ríkt hefur á milli íslenskra vísindamanna og þjóðarinnar. Fjölskyldur einstaklinga sem eiga við veikindi að stríða eiga miklar þakkir skild- ar fyrir samstarfsvilja og hjálpsemi við rann- sóknir á sjúkdómum sem hrjá ættingja þeirra. Frumhlaup og óðagot mega ekki verða til þess að rýra þetta einstæða samband sem hefur þró- ast á milli lækna sem stunda vísindastörf, sjúk- linga þeirra og fjölskyldna og hefur tekið ára- lugi að byggja upp með vönduðum vinnu- brö^ðum og nærgætni í samskiptum. Á svipstundu hafa grunnvísindi orðið að einni hagnýtustu auðlind þjóðarinnar. Ef kenn- arar Háskóla íslands, með prófessor Guðmund Eggertsson í fararbroddi, hefðu ekki haft þá framsýni að taka upp kennslu við í sameinda- erfðafræði við líffræðiskor HÍ við þröngar og erfiðar aðstæður, ættum við ekki þann mann- auð og mannafla sem til þarf til að koma af stað nýju afli í íslensku atvinnulífi. Þetta sannar enn á ný að fjárfestingar í kennslu og grunnrann- sóknum við Háskóla íslands eru hornsteinn að framtíðarhagsæld þjóðarinnar. Fáa hefði grun- að að með upphafi kennslu á sviði sameinda- erfðafræði hefðu skapast forsendur fyrir nýrri atvinnugrein og atvinnustarfsemi. Það er engin tilviljun að stærstu iðnþjóðir heims, hinn svo- kallaði G7 hópur, með Bandaríkin, Japan og Þýskaland í fararbroddi hefur á undanförnum árum markvisst aukið fjárframlög til grunn- rannsókna. Fyrirfram er ekki vitað hvar tækifærin eiga eftir að ligga, né hverjir eiga eftir að nýta þau. Því er grátlegt til þess að vita að íslendingar leggja lang minnst hlutfall af þjóðartekjum til rannsókna og þróunar allra nágrannaþjóða sinna. Nýlegir atburðir ættu að ýta við stjórn- völdum til þess að framlög til erfðavísinda inn- an Háskólans verði ekki lægri í framtíðinni en til rannsókna í öðrum mikilvægum atvinnu- greinum, svo sem sjávarútvegi. Nýlega var gengið frá samningi um nýtt hafrannsóknaskip upp á 1,5 milljarð króna. Getum við vænst slíkra framlaga til nýsköpunar í kennslu og fræðastörfum? Hversu miklum fjármunum hef- ur verið varið til kynningarstarfsemi og rann- sókna tengdum stóriðju? Jafnast fyrirtæki Kára Stefánssonar og samstarfsmanna, sem grund- vallast á aðgangi að áratugagömlum gagna- bönkum landsmanna, ekki á við tvö til þrjú ál- ver? Læknablaðið gleðst yfir því að nýtt skeið skuli hafið í sögu íslenskra vísinda. En að mörgu er að hyggja. Ekki einungis háskólasam- félagið heldur allt íslenskt þjóðfélag þarf að að- lagast breyttum tímum. Því er mikilvægt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.