Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 52
230 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Réttindi sjúklinga Sigurður Guðmundsson formaður Vísindasiðanefndar Heilbrigðisráðuneytisins Upplýsa þarf sjúkling um ávinning og áhættu af öllum rannsóknum Sjö nianna Vísindasiða- nefnd, skipuð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók til starfa seint á síðasta ári. Nefndin starfar á grundvelli reglugerðar um rannsóknir á heilbrigðissviði sem sett var á miðju ári samkvæmt ákvæðum laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Formaður nefndar- innar er Sigurður Guðmunds- son, yfirlæknir á Landspítal- anum, og greinir hann hér á eftir frá tilurð nefndarinnar og helstu þáttunum í starfi henn- ar. Jafnframt eru birt drög að leiðbeiningum fyrir frágang umsókna en lokaútgáfa þeirra verður kynnt á næstunni. „Það var orðið löngu tímabært að nefnd sem þessi tæki til starfa hérlendis en þær hafa verið við lýði árum saman víða í nálægum löndum," segir Sigurður. „Segja má að umræða um nauðsyn þess að setja reglur um vísindarann- sóknir hafi farið hægt af stað hérlendis og raunar á hinum Norðurlöndunum líka. Hornsteinn þessarar umræðu hefur verið það sem við nefnum upplýst samþykki sjúklings og á því atriði verða vísindarannsókn- ir í læknisfræði að grundvallast. Flestir eru' sammála um að gæta verður hagsmuna sjúklings, þeir verða alltaf að vera ofar hags- munum rannsóknanna. Við verð- um að vera viss um að við séum ekki tekin til rannsókna nema að vita af því sjálf, hafa upplýsing- ar um hver sé ávinningur og hver áhætta við slíkar rannsóknir. Þá fyrst getur sjúklingur gert upp hug sinn og það á að gerast án þess að lagður sé á hann þrýst- ingur og þó að hann hafni rann- sókn verður hann að vera viss um að hann fái sömu meðhöndl- un og sá sem kann að samþykkja rannsókn." Siðaráð starfar áfrani Þessi sjónarmið segir Sigurður liggja til grundvallar þeim regl- um sem settar hafa verið um starf Vísindasiðanefndar. Siða- ráð landlæknis mat áður vísinda- rannsóknir á þennan hátt. Það er ráðgjafarnefnd landlæknis og starfar áfram og mun einkum fjalla um siðferðileg álitamál, svo sem meðferð við lok lífs, tæknifrjóvgun, rannsóknir á fóst- urvísum og slíkum málum. Reglugerðin um vísindarann- sóknir á heilbrigðissviði, sem áður er minnst á, tekur einnig til starfa siðanefnda sem starfað hafa á stóru sjúkrahúsunum og munu starfa áfram, það er á Landspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er gert ráð fyrir að skipuð verði fimm manna nefnd innan heilsu- gæslunnar sem meta skal rann- sóknaróskir innan heilsugæsl- unnar. Sigurður er beðinn að greina frá verkaskiptingu þessara nefnda og Vísindasiðanefndar- innar nýju: „Allir sem hyggjast gera rann- sóknir á mönnum þurfa að leita álits siðanefnda. Siðanefndirnar þrjár á hverjum stað og á heilsu- gæslusviðinu fjalla um rann- sóknir innan sinna stofnana en ef um er að ræða samstarf við fleiri aðila utan þeirra kemur til kasta Vísindasiðanefndar. Vísinda- siðanefnd Heilbrigðisráðuneytis- ins fjallar með öðrum orðum um rannsóknir sem hinar siðanefnd- irnar ná ekki til og þar sem siða- nefndir eru ekki starfandi. Það á við um rannsóknarsamstarf við erlenda aðila, en læknar eru til dæmis oft beðnir að taka þátt í samanburðarrannsóknum á verk- un lyfja sem fram geta farið í nokkrum löndum, og um sam- starf spítala og annarra stofnana, svo sem Krabbameinsfélagsins, Hjartaverndar, Islenskrar erfða- greiningar, svo dæmi séu tekin. Ef hins vegar er um að ræða samstarf lækna á Landspítalan- um og Sjúkrahúsi Reykjavíkur nægir að siðanefndirnar á þeim stöðum fjalli um málin. en í öll- um tilvikum er gert ráð fyrir því að hinar nefndirnar sendi Vís- indasiðanefnd Heilbrigðisráðu- neytisins niðurstöður sínar. Rísi ágreiningur vegna starfs hinna siðanefndanna er hægt að vísa honum til Vísindasiðanefndar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.