Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 231 er hún því einnig áfrýjunar- nefnd.“ Skriflegt samþykki I reglugerðinni segir að með vísindarannsókn sé átt við rann- sókn sem gerð sé til að auka við þekkingu sem geri meðal annars kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma. Mat nefndanna verður að hafa leitt í ljós að engin vís- indaleg eða siðfræðileg sjónar- mið mæli gegn framkvæmd hennar og í fjórðu grein segir einnig að þátttakandi skuli fyrir- fram samþykkja með formlegum hætti, sem Sigurður segir að merki skriflega, þátttöku sína í vísindarannsókn. Síðan segir í fjórðu grein: „Aður en slíkt samþykki er veitt skal gefa homtm ítarlegar upplýsingar um vísindarann- sóknina, áhœttu sem henni kann að fylgja og hugsanlegan ávinn- ing og í hverju þátttakan er fólg- in. Upplýsingarnar skulu gefnar á þann hátt að þátttakandi geti skilið þœr. Þátttakanda skal gerð grein fyrir því að hann geti liafn- að þátttöku í vísindarannsókn og hann geti hvenœr sem er hœtt þátttöku eftir að hún er haftn. “ „Mikilvægi þessa réttar þátt- takanda í vísindarannsóknum varð mönnum kannski ekki svo ljóst fyrr en eftir Núrnberg-rétt- arhöldin árið 1947 er við blasti hin hroðalega meðferð nasista á stríðsföngum. í framhaldi af því var samþykkt svonefnd Hels- inki-yfirlýsing árið 1963 sem hefur verið mönnum leiðarljós síðan og seinna hafa komið til frekari leiðbeiningar Evrópu- ráðsins í þessum efnum.“ Vísindasiðanefndin var skipuð í nóvember síðastliðnum. er sjö manna eins og fyrr segir og eru sex skipaðir eftir tilnefningu en formaðurinn án tilnefningar. Nefndarmenn eru auk Sigurðar: Tómas Helgason tilnefndur af Læknafélagi Islands, Reynir Tómas Geirsson af læknadeild Háskóla íslands, Auðna Ágústs- dóttir af Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Mikael Karlsson frá Siðfræðistofnun Háskóla Is- lands, Björn Þ. Guðmundsson frá lagadeild Háskóla íslands og Einar Árnason af Líffræðistofn- un Háskóla íslands. Nokkur mál þegar afgreidd Nefndin tók til starfa í desem- ber og hefur þegar fengið all- mörg mál til umfjöllunar og af- greitt nokkur þeirra. Nefndin hefur sett saman drög að leið- beiningum fyrir umsækjendur vegna rannsókna og eru þau einnig birt til íróðleiks en Sig- urður segir að endanlegar leið- beiningar verði gefnar út á næstu vikum. Nærfellt alltaf er unnið með persónulegar upplýsingar við rannsóknir á mönnum. Lang- flestar eða allar rannsóknir af þessu tagi þurfa því umfjöllun tölvunefndar að lokinni umfjöll- un í vísindasiðanefnd. Er hægt að áfrýja niðurstöðu vísindasiðanefndar? „Ekki er gert ráð fyrir sérstakri áfrýjunarleið fyrir úrskurði Vís- indasiðanefndar en rísi ágrein- ingur er unnt að vísa málum til æðri stjórnsýslustigs eða dóm- stóla í samræmi við stjórnsýslu- lög. Eg tel að með núverandi skip- an þessara mála sé kominn far- vegur fyrir meðferð á vísinda- rannsóknum á heilbrigðissviði. Nú vita menn hvert leita skal eft- ir samþykki en áður má segja að heilt kraðak siðanefnda hafi komið að þessum málum, siða- nefndir læknaráða spítalanna, rannsókna- og siðanefndir hjúkr- unarstjórna spítalanna, vísinda- siðanefnd Læknafélagsins, siða- nefnd Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga og siðaráð landlækn- is. Oft var það svo að menn vissu ekki hver þessara nefnda skyldi fjalla um rannsóknarbeiðnir og vfsuðu málum til tveggja eða fleiri nefnda til að vera vissir og því gat komið fyrir að margar nefndir fjölluðu um sömu málin. En nú ætti farvegurinn að vera mönnum ljós og vonandi verður þetta hvatning til áframhaldandi rannsókna á heilbrigðissviðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson að lokum. jt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.