Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 48
226 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 lare). Glomus jugulare æxli eru oftast stakur viðburður (sporadic) þar sem ekki er greinan- legt neitt ákveðið erfðamynstur, þó svo að þeim hafi verið lýst í fjölskyldum. Við rannsókn á einni slíkri fjölskyldu kom þó í ljós að erfðir voru til staðar, þannig að æxlisvöxtur gerður af glomusfrumum er háður tjáningu gens, sem erfist frá föður (genomic imprinting) (3). Greining: Klínísk einkenni fara eftir stað- setningu æxlisins. Glomus jugulare æxli hafa oftast áhrif á þær heilataugar, sem fara um hóstarbláæðargat, það er heilataugar IX, X og XI. Þannig eru kyngingarerfiðleikar, hæsi og slappleiki eða jafnvel rýrnun á sjalvöðva og höfuðvendivöðva algeng einkenni. Einkenni frá eyrum eru vel þekkt og koma fyrir í um 80% tilfella glomus jugulare æxla. Eyrnaein- kennin eru tvíþætt. Annars vegar vegna æxlis- vaxtar í miðeyranu, en hins vegar vegna æxlis- vaxtar í innra eyra og í heyrnar- og jafnvægis- taug. í fyrra tilvikinu er fyrst og fremst um að ræða eyrnasuðu (tinnitus) ofl hamrandi og leiðsluheyrnartap þar sem Webers-próf er já- kvætt í heyrnardaufa eyranu. Við smásjárskoð- un á eyra á þessu stigi má sjá æxlið í miðeyr- anu ‘eins og sólsetur’ við neðri brún hljóð- himnu. I síðara tilvikinu er megineinkennið huglægur svimi og heyrnardeyfan er vegna skyntaugarskemmdar (Webers-próf jákvætt í heilbrigða eyranu). Tungan hliðrast til sömu hliðar og æxlið er ef tungurótartaug (n. hypoglossus) skaddast og andlitslömun sést við æxlisáverka á andlitstaug (n. facialis). Mjög stór glomus jugulare æxli, einkum ef vöxtur er í aftari kúpugróf, geta valdið þrýstingi á hnyk- il (cerebellum) og hækkun þrýstings í heilabúi. Rannsóknir: Greining er oftast staðfest með tölvusneiðmyndun og/eða segulómun og þá má kortleggja æxlið nákvæmar með æðamynda- töku (angiographia). Meðferð: Hornsteinn meðferðar er brottnám æxlisins með skurðaðgerð, hugsanlega með geislun fyrir aðgerð sem valmöguleika. Þar sem blóðnæring til glomus jugulare æxla er mismunandi eftir staðsetningu þeirra, en æxlin hafa oftast margar næringarleiðir frá ytri háls- slagæð (a. carotis externa), innri hálsslagæð (a. carotis interna) og hryggslagæð (a. vertebralis). Þvermál æðakvísla frá innri hálsslagæð og hryggslagæð er svo lítið og hættan á blóðreks- stíflum í heilabúi (intracranial embolia) það mikil, að stíflun fyrir aðgerð (pre-operativ embolization) á slagæðarkvíslum til æxlisins er oft erfið (3). Þakkir Sérstakar þakkir til röntgendeildar og speglunardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. HEIMILDIR 1. Henson RA, et al. Tumours of glomus jugulare. J Neurol Neurosurg Psychial 1953; 16: 127. 2. Fuller AM, et al. Chemodectomas of the glomus jugulare. Laryngoscope 1967; 77: 218. 3. Glasscock ME, Gulya AJ, Jackson CG, Carrasco V. Laryn- goscope 1993; 103; greinar I-V. Sjúkratilfelli mánaðarins er nýjung í Læknablaðinu. Hugmyndin með þessum kafla er að kynna á stuttan og hnit- miðaðan hátt hin ýmsu sjúkratilfelli sem um hendur lækna fara. Þessu hefur verið ætlað rými í hverju tölublaði fyrir sig, ein til tvær blaðsíður í senn. Ætlast er til að fram komi helstu atriði í sjúkrasögu og sjúkdómsgangi ásamt stuttum texta varðandi sjúkdóminn sjálfan, en í lokin má geta heimilda (tveggja til þriggja). Mynd eða myndir verða að fylgja er skýra og styðja textann. Vegna þessarar áherslu á myndir, er nauðsynlegt að þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þetta afli samþykkis sjúklings þar sem persónuleynd viðkom- andi gæti verið í húfi. Hvað varðar ritrýni á þessu efni, þá gerist hún hjá ritstjórn Lækna- blaðsins og er það gert til að stytta megi þann tíma sem líður frá því að efni berst inn og þar til aö birtingu kemur. Ritstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.