Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 197 sjúklingi var sjónskerpa ekki mæld við inn- lögn, annar lést nokkrum dögum eftir aðgerð og hjá þeim þriðja þurfti að fjarlægja augað þremur mánuðum eftir aðgerð af ástæðum sem voru ótengdar hornhimnuígræðslunni. Að auki vantar upplýsingar um sjónskerpu við sex mán- aða skoðun hjá níu sjúklingum og við 18 mán- aða skoðun hjá 19 sjúklingum. Athugað var hvort sjúklingar höfðu lagst inn á augndeild Landakotsspítala frá því að aðgerð var gerð til 1. janúar 1996 vegna höfnunar, sýk- inga eða annarra fylgikvilla ígræðslna. Sjón- skerpa fyrir aðgerð var borin saman við sjón- skerpu sex og 18 mánuðum eftir aðgerð með pöruðu t-prófi en mælingum í formi almennra brota var áður breytt í tugabrot (til dæmis: 6/12=0,5). Sjónskerpa sem mældist fingurtaln- ing í eins metra fjarlægð fékk gildið 1/60 og handarhreyfing gildið 1/120. Þess má geta að full sjón telst 6/6 eða 1,0. Niðurstöður Gerðar voru 99 hornhimnuígræðslur á 94 augum í 76 sjúklingum. Allar aðgerðirnar voru gerðar af öðrum tveggja höfunda (FJ eða ÓBH). Karlar voru 33 (43%) og konur 43 (57%). Aldur sjúklinga við aðgerð var frá fimm til 94 ár. Mynd 1 sýnir aldursdreifinguna. Alls fengu 56 sjúklingar ígræðslu í annað augað en 20 í bæði. Enduraðgerðir voru sex (hornhimnuígræðslur hjá þeim sem áður höfðu gengist undir hornhimnuígræðslu á sama auga). Algengasta ábendingin fyrir aðgerð var arf- geng blettótt hornhimnuveiklun en alls voru 35 ígræðslur gerðar vegna þessa sjúkdóms, 13 að- gerðir voru gerðar vegna innþekjubilunar í tengslum við ísetningu gerviaugasteins og 10 vegna keilulaga hornhimnu. Aðrar ábendingar voru fátíðari. Tafla I sýnir hvernig aðgerðirnar dreifðust milli undirliggjandi sjúkdóma. Gjafahornhimnur voru 72 ferskar, þar af fjórar úr augum sem fjarlægð höfðu verið vegna sjúkdóms, en 68 úr líkum. Frá Norræna hornhimnubankanum í Árósum komu 27 gjafa- hornhimnur. I þeim tilfellum sem hornhimnur komu úr líkum liðu að meðaltali 2,6 klukku- stundir frá andláti þar til augað var fjarlægt (0- 6 klukkustundir) og að meðaltali 10,7 klukku- stundir frá andláti til ígræðslu (5-18 klukku- stundir). Blóðvatnspróf fyrir HIV veiru og lifrar- bólguveirum voru gerð hjá öllum gjöfum frá árinu 1988. Þvermál ígrædds hornhimnuvefs var frá 7-9 mm en eðlileg hornhimna er 10-12 mm í þver- mál. I 76 aðgerðum var eingöngu um hornhimnu- ígræðslur að ræða en í 23 tilfellum var jafn- framt gerð önnur aðgerð á auganu um leið. Al- gengast var að augasteinn væri fjarlægður og settur inn gerviaugasteinn (15 aðgerðir) en mynd 2 sýnir hvernig aðgerðirnar skiptust milli flokka. Allar aðgerðirnar voru gerðar í svæfingu nema þrjár sem gerðar voru í leiðsludeyfingu og vöðvaslökun. Fylgikvillar í aðgerð voru fáir. Hjá einum sjúklingi rifnaði hringvöðvi augans vegna mik- ils bakþrýstings og þurfti að fjarlægja auga- steininn og setja inn gerviaugastein. Skömmu eftir eina aðgerð varð lithimnu- framfall (iris prolapse) sem gera þurfti við og endursauma þurfti hornhimnuna hjá fjórum sjúklingum, oftast vegna loss á saumum. í öllum tilfellum fengu sjúklingar sykurstera og sýklalyf undir augnslímhúð í lok aðgerðar og í dropaformi í nokkra mánuði eftir aðgerð. Sjö sjúklingum þurfti að gefa ónæmisbælandi lyf um munn eftir aðgerð vegna bráðrar höfn- unar eða hættu á henni og 14 sjúklingar voru lagðir inn síðar vegna höfnunar, flestir einu sinni en einn fjórum sinnum. Höfnunin var meðhöndluð með sykursterum í auga og um munn og í tveimur tilfellum einnig með cýkló- sporín-A hylkjum. Alls fundust skráningar um sýkingu hjá 13 sjúklingum. Vefjaflokkun og mátun (matching) milli gjafa og þega var gerð í einu tilfelli og var um að ræða enduraðgerð hjá 42 ára karli með virka hornhimnusýkingu af völdum herpes simplex veiru. Sjónskerpa fyrir aðgerð er þekkt í 98 tilfell- um og er hún að meðaltali 0,15 (staðalfrávik 0,18), sex mánuðum eftir aðgerð í 88 tilfellum, meðaltal 0,46 (staðalfrávik 0,29) og 18 mánuð- um eftir aðgerð í 78 tilfellum, meðaltal 0,53 (staðalfrávik 0,34). Sjónskerpa batnaði mark- tækt frá mælingu fyrir aðgerð borið saman við mælingar sex eða 18 mánuðum eftir aðgerð (p<0,001) en ekki innbyrðis milli mælinga sex og 18 mánuðum eftir aðgerð. Mynd 3 sýnir hlutfallslega dreifingu sjónskerpumælinga fyrir þessar þrjár tímasetningar rkipt í fjóra flokka. Myndir 4 og 5 sýna bætta sjónskerpu hjá flest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.