Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 62
240 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Níels Dungal á efri árum á skrifstofu sinni við Barónsstíg. helstu viðfangsefni Níelsar sem ég tel lýsa honum best. Læknirinn Níels hóf starfsferil sinn sem almennur læknir og alla tíð síðan hafði hann mikinn skilning á þörfum fólks fyrir læknishjálp og heilsuvernd. Hann fékkst í upphafi við bólusetningar og aðrar varnir gegn barnasjúk- dómunum mislingum, kíghósta og barnaveiki. Hann kunni skil á ónæmisfræði eins vel og hægt var í þá daga, skrifaði kennslu- bókina Infection og immunitet árið 1927 og annaðist talsvert umfangsmikla læknisþjónustu fyrir ofnæmissjúklinga. Níels rit- stýrði og skrifaði sjálfur nokkra kafla í bókina Heilsurækt og mannamein sem kom út árið 1943. Hann ritaði fylgirit Árbók- ar Háskóla Islands fyrir árið 1931-1932, Um næringu og næringarsjúkdóma. Sýklafræðingurinn Níels mun hafa verið mjög vel menntaður sem sýklafræðingur. Hann stóð fyrir því, öðrum frem- ur, að taugaveiki og barnaveiki var útrýmt á Islandi og átti mik- inn þátt í að berklaveikin dvín- aði. Sullaveikin var á undanhaldi þegar hann kom til starfa en hvarf á hans tíma. Framan af voru flestar vísindaritgerðir hans um sýklafræði og sýkingar í mönnum. Rannsóknir og störf Níelsar að búfjársjúkdómum breyttu verulega afkomu ís- lenskra bænda sem stunduðu sauðfjárrækt. Hann lét til dæmis gera bóluefni gegn lungnapest, lambablóðsótt og bráðapest, sem enn munu vera unnin að meira eða minna leyti með hans að- ferðum. Við stofnun Tilrauna- stofu Háskólans í meinafræði að Keldum árið 1948 fluttust bú- fjárrannsóknir þangað undir stjórn Björns heitins Sigurðsson- ar og með virkri þátttöku margra annarra, þar á meðal Páls Agnars Pálssonar fyrrverandi yfirdýra- læknis. Bráðapestarbóluefnið hefur verið betra en nokkuð ann- að á alþjóðamarkaði og er notað hérlendis og hefur verið notað í Færeyjum til skamms tíma. Að tilhlutan eftirmanns Níelsar, Ólafs Bjarnasonar fyrrverandi prófessors, var stofnaður sjóður á vegum læknadeildar og Há- skóla íslands árið 1968 með nafninu Sjóður Níelsar Dungals prófessors en í sjóðinn hafa runnið tekjur af sölu bóluefnisins til Færeyja. Á vegum sjóðsins hefur 36 vísindamönnum verið boðið til fyrirlestrahalds til landsins, flestir hafa verið út- lendingar en fjórir íslendingar starfandi erlendis. Líffærameina- fræðingurinn í upphafi hafa vandamál heil- brigðisþjónustunnar á sviði sýk- inga verið höfuðviðfangsefni hins nýskipaða og að hætti þeirra tíma vel menntaða meina- fræðings. Hann var vafalaust einnig vel að sér í meinagrein- ingu við skurðsýni og krufning- ar, þótt þess sjái engin sérleg merki framan af starfsævinni annars staðar en í skjölum stofn- unarinnar og í sjúkraskrám sjúkrahúsanna. Þegar Arinbjöm Kolbeinsson kom til starfa tók hann alfarið við sýklarannsókna- deildinni og mun Níels þá hafa snúið sér meira að meinagrein- ingu og þá sérstaklega að grein- ingu krabbameina sem á seinni hluta starfsævinnar varð að hans höfuðviðfangsefni og eldlegu áhugasviði. Ólafur Bjarnason kom til starfa um líkt leyti og Ar- inbjörn, þá á sama hátt með nýja og góða menntun í líffærameina- fræði og fljótlega mun hann hafa tekið við að hafa veg og vanda af stórum hluta verkefna á því sviði. Réttarlæknirinn Prófessorsembætti Níelsar árið 1932 var í sjúkdómafræði og réttarlæknisfræði og gegndi hann réttarlæknisfræðinni allt frá því til dauðadags. Á hans tíma sner- ust verkefnin að mestu um réttar- krufningar og blóðrannsóknir í barnsfaðernismálum. Blóðrann- sóknir og blóðflokkanir voru hluti af menntun og starfi hans og fyrsta prentaða ritgerðin í er- lendu blaði var um blóðrann- sóknir á göngudeildum og birt í þýsku tímariti árið 1924 eða á námsárunum erlendis. Kennarinn Níels Dungal var kennari af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.