Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 62

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 62
240 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Níels Dungal á efri árum á skrifstofu sinni við Barónsstíg. helstu viðfangsefni Níelsar sem ég tel lýsa honum best. Læknirinn Níels hóf starfsferil sinn sem almennur læknir og alla tíð síðan hafði hann mikinn skilning á þörfum fólks fyrir læknishjálp og heilsuvernd. Hann fékkst í upphafi við bólusetningar og aðrar varnir gegn barnasjúk- dómunum mislingum, kíghósta og barnaveiki. Hann kunni skil á ónæmisfræði eins vel og hægt var í þá daga, skrifaði kennslu- bókina Infection og immunitet árið 1927 og annaðist talsvert umfangsmikla læknisþjónustu fyrir ofnæmissjúklinga. Níels rit- stýrði og skrifaði sjálfur nokkra kafla í bókina Heilsurækt og mannamein sem kom út árið 1943. Hann ritaði fylgirit Árbók- ar Háskóla Islands fyrir árið 1931-1932, Um næringu og næringarsjúkdóma. Sýklafræðingurinn Níels mun hafa verið mjög vel menntaður sem sýklafræðingur. Hann stóð fyrir því, öðrum frem- ur, að taugaveiki og barnaveiki var útrýmt á Islandi og átti mik- inn þátt í að berklaveikin dvín- aði. Sullaveikin var á undanhaldi þegar hann kom til starfa en hvarf á hans tíma. Framan af voru flestar vísindaritgerðir hans um sýklafræði og sýkingar í mönnum. Rannsóknir og störf Níelsar að búfjársjúkdómum breyttu verulega afkomu ís- lenskra bænda sem stunduðu sauðfjárrækt. Hann lét til dæmis gera bóluefni gegn lungnapest, lambablóðsótt og bráðapest, sem enn munu vera unnin að meira eða minna leyti með hans að- ferðum. Við stofnun Tilrauna- stofu Háskólans í meinafræði að Keldum árið 1948 fluttust bú- fjárrannsóknir þangað undir stjórn Björns heitins Sigurðsson- ar og með virkri þátttöku margra annarra, þar á meðal Páls Agnars Pálssonar fyrrverandi yfirdýra- læknis. Bráðapestarbóluefnið hefur verið betra en nokkuð ann- að á alþjóðamarkaði og er notað hérlendis og hefur verið notað í Færeyjum til skamms tíma. Að tilhlutan eftirmanns Níelsar, Ólafs Bjarnasonar fyrrverandi prófessors, var stofnaður sjóður á vegum læknadeildar og Há- skóla íslands árið 1968 með nafninu Sjóður Níelsar Dungals prófessors en í sjóðinn hafa runnið tekjur af sölu bóluefnisins til Færeyja. Á vegum sjóðsins hefur 36 vísindamönnum verið boðið til fyrirlestrahalds til landsins, flestir hafa verið út- lendingar en fjórir íslendingar starfandi erlendis. Líffærameina- fræðingurinn í upphafi hafa vandamál heil- brigðisþjónustunnar á sviði sýk- inga verið höfuðviðfangsefni hins nýskipaða og að hætti þeirra tíma vel menntaða meina- fræðings. Hann var vafalaust einnig vel að sér í meinagrein- ingu við skurðsýni og krufning- ar, þótt þess sjái engin sérleg merki framan af starfsævinni annars staðar en í skjölum stofn- unarinnar og í sjúkraskrám sjúkrahúsanna. Þegar Arinbjöm Kolbeinsson kom til starfa tók hann alfarið við sýklarannsókna- deildinni og mun Níels þá hafa snúið sér meira að meinagrein- ingu og þá sérstaklega að grein- ingu krabbameina sem á seinni hluta starfsævinnar varð að hans höfuðviðfangsefni og eldlegu áhugasviði. Ólafur Bjarnason kom til starfa um líkt leyti og Ar- inbjörn, þá á sama hátt með nýja og góða menntun í líffærameina- fræði og fljótlega mun hann hafa tekið við að hafa veg og vanda af stórum hluta verkefna á því sviði. Réttarlæknirinn Prófessorsembætti Níelsar árið 1932 var í sjúkdómafræði og réttarlæknisfræði og gegndi hann réttarlæknisfræðinni allt frá því til dauðadags. Á hans tíma sner- ust verkefnin að mestu um réttar- krufningar og blóðrannsóknir í barnsfaðernismálum. Blóðrann- sóknir og blóðflokkanir voru hluti af menntun og starfi hans og fyrsta prentaða ritgerðin í er- lendu blaði var um blóðrann- sóknir á göngudeildum og birt í þýsku tímariti árið 1924 eða á námsárunum erlendis. Kennarinn Níels Dungal var kennari af

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.