Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 245 krabbameinsskráningu, 3) fræðslu um krabbamein og for- varnir gegn því og 4) rannsóknir á krabbameini. Enn í dag tæp- lega 50 árum síðar vinna krabba- meinsfélögin ötullega að þessum málum og nánast eingöngu að þeim. Sýnir það og sannar hversu framsýnn hann var. Garðyrkjumaðurinn Lóðirnar í kringum heimilið í Suðurgötunni og Rannsóknastof- una við Barónsstíg með trjám og blómum sögðu sína sögu af yndi prófessorsins af fallegu um- hverfi. Það sem þó gerði hann sérstakan sem gróðurræktar- mann var gróðurhúsið í Suður- götu og orkídeuræktin. Persónu- lega man ég eftir að hafa séð orkídeurnar á landbúnaðarsýn- ingu sem haldin var í gamla Tívolí í Vatnsmýrinni og sérstak- lega að ræktunartími hvers blóms var sjö ár og ævi þess úr því stutt. I annað sinn og ekki síður eftirminnilegt var kvöld- boð sem þau hjónin, Ingibjörg og Níels, héldu okkur og nokkrúm öðrum hjónum, því húsbóndinn stóð í anddyri og nældi orkídeu í barm hverrar frúar. Að ræktun þeirra blóma hafði hann unnið í sjö ár og gaf þau þannig af sinni alkunnu rausn. Eftir Dungal lig- gja þrjár ritgerðir um orkídeu- rækt. Ein þeirra er um geymslu á frjói og fræjum með þurrfryst- ingu (5). Önnur er um ræktunar- möguleika á 64. gráðu norðlægr- ar breiddar (6). í upphaft þeirrar greinar segir hann svo: „Practically all decorative orchids of the world are natives of the tropics and semitropics, a broad belt extending 20 to 30 degrees on either side of the Equator, where frosts are unknown and where the distri- bution of light is even, with small seasonal differences in the length of night and day. To try to cultivate them at a latitude of64 degrees, amid frost and snow and almost complete darkness in winter and in one long day in summer when the nights never get dark, may seem presumptu- ous to most of us. I am reminded of Boswell's question to Dr. Johnson, „ Wltat do you think, Sir, of women as public spea- kers?“ „The same as of bears dancing", replied tlie doctor. „ You don 't expect a bear to dance well, but to be able to dance at all is remarkable. “ And so you would not expect much from orchid growing in Iceland. Being a confirmed optimist, who does not believe much in the word „impossible", I wanted to try orcliid growing after having for several years been a gardening amateur. And after ten years of trying and growing orchids, I must confess that I am neglecting my garden shamefully and giving all my spare time to my orchids, all the year round. “ Heimsmaðurinn Nafn Níelsar Dungals var þekkt alþjóðlega, ekki aðeins vegna læknisfræði heldur einnig vegna orkídeuræktar. Vitnað var í hann í kennslubók þeirri sem við lásum í meinafræði. Hans var getið í bók sem kom út árið 1946, Biographical Encyclopedia of the World, í kaflanum WHO is important in medicine. Hann var mikill tungumálamaður. Bjarki Magn- ússon læknir minnist mikillar veislu sem haldin var í London í lok læknaþings og bauð Níels honum til veislunnar. A aðra hönd Níelsar sat frönsk kona og á hina austurrísk. A meðan á borðhaldinu stóð hélt prófessor- inn uppi samræðum við þær ým- ist á fljúgandi frönsku eða þýsku. Síðan hafði honum verið falið að flytja þakkarávarp fyrir hönd útlendra gesta og hélt Dungal það á reiprennandi ensku með fyndnu ívafi sem hann hlaut fyrir dynjandi lófaklapp. I ritinu sem síðar var gefið út um þingið var sérstaklega getið um færni erlendra gesta á enska tungu og nafn Dungals tekið sem dæmi. Niðurlag Stofnun sú sem í upphafi hóf göngu sína undir stjórn Stefáns Jónssonar varð síðan undir hand- leiðslu Níelsar Dungals að þeim meiði sem flestar rannsóknar- greinar í læknisfræði standa á í dag á Islandi. Stefán starfaði sennilega einn þann tíma sem hann var hér á landi. Guðný Guðnadóttir frænka Níelsar kom til starfa með honum strax í upp- hafi ársins 1926 og var því sann- anlega fyrsti íslenski meinatækn- irinn. Hún hvarf til framhalds- náms til Danmerkur 1934 og næsta ár hóf hún störf við ný- stofnaða Rannsóknastofu Land- spítalans sem hún veitti forstöðu í 32 ár og gekk þar yfirleitt und- ir nafninu Gauja á Rannsókn. Sýkladeild Landspítalans er fyrir löngu orðin sjálfstæð deild. Út frá starfinu á Keldum varð til Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði og síðar varð til Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði. Níels Dungal lét byggja Blóðbankann. Má því segja að sá mæti og atorkusami læknir og vísindamaður sé hinn eiginlegi faðir læknisfræðilegra rannsókna á íslandi. HEIMILDIR 1. Alþýðublaðið 4. nóvember 1965. 2. Morgunblaðið 4. nóvember 1965. 3. Morgunblaðið, 21. desember 1934. 4. Fréttabréf um heilbrigðismál 1949; 1:1 5. Dungal N. Preservation of Orchid Pollen and Seeds by Dry Freezing. Am orchid soc Bull 1953; 22: 863-4. 6. Dungal N. Orchid Culture af High Latitudes. The Report of the Third World Orchid Conference 1960; 234-8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.