Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 60
238 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Jónas Hallgrímsson Níels Haraldur Pálsson Dung- al fæddist á ísafirði 14. júní 1897, sonur hjónanna Þuríðar Níelsdóttur og Páls Halldórsson- ar skipstjóra þar og síðar skóla- stjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1915, las fyrst læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla en settist í læknadeild Háskóla ís- lands árið 1918 og lauk kandídatsprófi 1921. Hann var staðgöngumaður héraðslæknis- ins í Síðuhéraði og sat á Kirkju- bæjarklaustri 1921-1922, síðan við framhaldsnám, væntanlega í klínískri læknisfræði, við Haukeland sjúkrahúsið í Bergen í hálft ár, síðan við Charité Krankenhaus í Berlín í hálft ár og loks við Chirurgische Klinik í Breslau til ársloka 1923. Níels starfaði við lækningar í Reykjavík í eitt ár en fór síðan til framhaldsnáms í meinafræði, að tilhlutan læknadeildar Háskóla íslands, við Meinafræðistofnun Háskólans í Graz í Austurríki til ársloka 1925 og eftir það á Meinafræðistofnunina og Serum Institut í Kaupmannahöfn til ágústloka 1926. Hann var skip- aður dósent við læknadeild og forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meina- og sýkla- fræði frá 1. október 1926 og tók við því embætti af Guðmundi Thoroddsen prófessor í hand- læknisfræði, sem hafði gegnt því Aldarminning sú er hér birtist er byggð á erindi sem höfundur hélt á jólafundi læknaráðs Landspítalans 1997. Níels Dungal Aldarminning Níels Dungal á yngri árum. Myndin sennilega tekin um það leyti sem hann tók við starfi á íslandi nálægt þrítugu. frá árinu 1923 eftir að Stefán Jónsson hafði sagt því lausu. Stefán hafði verið skipaður dós- ent í ársbyrjun 1917 og hafði stofnsett Rannsóknastofu Há- skólans á vordögum sama ár. Ní- els Dungal var síðan skipaður prófessor 1. október 1932 í greinunum sjúkdómafræði og réttarlæknisfræði eins og emb- ættið var nefnt þá og gegndi því þar til hann lést 29. október 1965 eftir tæplega 40 ára gifturíkt brautry ðj andastarf. Samtímis Níelsi var Jón Hjaltalín Sigurðsson skipaður prófessor í lyflæknisfræði. Fastir kennarar læknadeildar voru þar með orðnir fjórir, því Guðmund- ur Hannesson var prófessor í líf- færafræði og Guðmundur Magn- ússon í handlæknisfræði. Níels Dungal var rektor Há- skólans á árunum 1936 til 1939 en gegndi auk þess mörgum öðr- um forystustörfum fyrir íslenska læknastétt og heilbrigðisyfirvöld sem of langt yrði að telja hér. Hann var fyrsti formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem var fyrsta krabbameinsfélag Islendinga og hann var formaður Krabbameinsfélags íslands frá stofnun 1951 til æviloka. Níels Dungal var fjölgáfaður, hugmyndaríkur og fram- kvæmdasamur og lét yfirleitt ekki standa við orðin tóm. Ahugi hans á læknisfræði og sérstak- lega sinni fræðigrein, öðrum vís- indagreinum, bókmenntum og listum var nánast ótakmarkaður. Þórarinn heitinn Guðnason læknir lýsti þessu vel í minning- arorðum (1); „Hann bar ótakmarkaða virð- ingu fyrir vísijidalegri hugsun og vinnubrögðum og fyrirleit af heitu lijarta allt kukl og hindur- vitni. Eg heffáa menn þekkt sem áttu jafn bj'otalausa lífsskoðun, euda var hún honum sá eldstólpi sem vísaði veginn á hverju sem gekk“. Þessi skoðun varð vafalítið til þess að Níels skrifaði umdeilda bók um kirkjuna Blekking og þekking sem kom út árið 1947. Bókin var ekki skrifuð af trúleysi heldur var henni ætlað að varpa ljósi á hvernig kaþólska kirkjan hafði notað sér fáfræði og trú- girni almennings til þess að efla vald sitt og auð. Kirkjan hafði einnig staðið í vegi fyrir framför- um í vísindum og sérstaklega raunvísindum, um aldaraðir. Hér á eftir mun ég fjalla um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.