Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 32
210 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sníkjudýr í mönnum (24). Alls er áætlað að 400-500 milljónir jarðarbúa séu smitaðir af njálgi (22,24). Erlendis eru njálgssýkingar algengastar í börnum upp að 12 ára aldri en sjaldgæfari í eldri einstaklingum (20-23). Njálgur er oft al- gengur þar sem mörg börn koma saman, til dæmis á barnaheimilum og í skólum. Einnig er njálgur oft algengur á heimilum fyrir þroska- hefta. Hann er sjaldgæfari í hitabeltinu heldur en á landsvæðum þar sem loftslag er kalt eða temprað. Skýringin er meðal annars talin stafa af mismunandi þörf fyrir fatanotkun, einkum notkun nærfata, hversu oft föt eru þvegin og hversu oft er farið í bað (20-23). Aðsetur: Fullorðnir njálgar lifa fyrst og fremst í digurgirni og í botnlanga en algengt er að þeir flakki um aðra hluta meltingarvegarins, allt frá maga að endaþarmsopi. Ormarnir halda til í slímhimnu þarmanna þar sem talið er að þeir lifi á þekjufrumum og bakteríum (20-23). Lífsferill: Að mökun lokinni drepast karl- ormarnir en eggin taka að þroskast inn í kven- dýrunum sem fyllast smám saman af eggjum. Þegar eggin hafa þroskast leggja kvendýrin í langferð niður í endaþarm, skríða út um enda- þarmsop og verpa eggjum sínum á hörundið umhverfis opið. Oftast skríða ormarnir út um endaþarmsopið þegar sá smitaði hefur lagt sig til hvílu. Yfirleitt er öllum eggjunum, að með- altali um 11.000, (á bilinu 4600-16.000) verpt í einu. Að því búnu drepast kvendýrin (3,20,21). Inn í hverju eggi þroskast smithæf lirfa á um það bil sex klukkustundum. Berist egg með lif- andi lirfu niður í meltingarveg rofnar egghjúp- urinn, lirfan losnar út og heldur áfram að stækka og þroskast. Eftir að smitun á sér stað tekur yfirleitt fjórar til sex vikur þar til kven- dýrin eru orðin fullþroskuð og farin að verpa eggjum. Skemmst er þó talið að þessi þroskun geti orðið á 15 dögum (3,20). Njálgarnir geta orðið nokkurra mánaða gamlir áður en þeir drepast (20,21). Sá tími sem lirfur njálgsins geta lifað í eggj- unum fer eftir hita- og rakastigi umhverfisins. Þar sem rakt er og kalt geta eggin verið smit- hæf í eina til tvær vikur eftir að þeim var verpt en eftir því sem heitara er og þurrara drepast lirfurnar fyrr inni í eggjunum (20-23). Rann- sóknir hafa sýnt að lirfur í meira en 90% njálgseggja eru þegar dauðar eftir tvo daga í stofuhita þannig að innan við 10% eggjanna eru smithæf (22). Fig. 2. Infective pinworm eggs. Photo: Karl Skímisson. Fig. 1. Piinvorm Enterobius vermicularis. Mature male (A) and female (B) (21). Smitleiðir: Hreyfingar kvendýranna þegar þau skríða út úr endaþarmsopi og síðar þegar þau fara að hreyfa sig á hörundinu þar fyrir utan, valda ertingu og kláða. Börn eru ófeimin við að klóra sér, séu þau með njálg, og ef þau stinga síðan fingrunum upp í sig er smitleiðin greið. Eggin loða auðveldlega við fingur og undir nöglum. Fjöldi njálga í einstaklingi getur skipt þúsundum þegar sýkingar fá að magnast upp óáreittar (20-23). Ef húðfellingar við endaþarm eru óhreinsaðar í langan tíma geta lirfur klakist þar úr eggjum. Lirfurnar geta skriðið inn um endaþarmsop og upp í melting- arveg og valdið endursýkingu (20). Eins og áður hefur komið fram minnka lífslíkur lirfanna inni í eggjum eftir því sem umhverfið er heitara og þurrara. Eggin loða við föt, einkum nærföt og rúmföt, en er annars víða að finna í umhverfinu, til dæmis í handklæðum á baðherbergjum, á hurðarhúnum og á leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.