Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 34
212 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 föngum. Eggin þyrlast auðveldlega upp með ryki og geta borist með innöndunarlofti upp í nefhol eða munnhol og þaðan áfram niður í meltingarveg. Ur nefholi berast eggin iðulega með hori og á fingrum sem stungið er upp í munn (20,21). Þess má geta að njálgsegg drep- ast ekki í klórblönduðu vatni í sundlaugum (21). Njálgur lifir ekki og getur ekki þroskast í neinum öðrum hýslum en í mönnum. Því gegna tegundir eins og til dæmis gæludýr í hýbýlum manna engu hlutverki við að varðveita eða magna upp njálgssmit. Sjúkdómseinkenni: Um þriðjungur þeirra sem eru með njálg eru algjörlega einkennalaus- ir. Margir til viðbótar hafa lítil sem engin óþægindi. Afleiðingar njálgssýkinga, einkum ef ormarnir eru margir, geta þó í stöku tilvikum orðið talsverðar. Njálgur getur orsakað sár og bólgur á slímhimnu þarmanna. Kláði við enda- þarm sem sjúklingar reyna að stilla með því að klóra sér, oft óafvitandi í svefni, getur leitt til myndunar sára og bakteríusýkinga í kjölfarið (20-23). Njálgar valda stundum ertingu og óþægind- um þegar þeir skríða upp í kynfæri og þvagfæri stúlkna og þekkt eru dæmi þess erlendis að njálgar hafi borist úr eggjaleiðurum út í kviðar- hol (20-23). Skyndileg breyting á atferli barns getur ver- ið vísbending um njálgssmit. Einkennin eru margvísleg svo sem taugaóstyrkur, óróleiki, svefntruflanir, martraðir, tannagnístur, skert matarlyst, flökurleiki og uppköst. Stundum taka börn upp á því að væta rúm (20-23). Staðfesting sýkingar: Erfitt getur reynst að greina litlar sýkingar. Eftir því sem njálgarnir eru fleiri er auðveldara að staðfesta sníkjudýr- ið. Foreldrar geta sjálfir athugað hvort njálgur sést við endaþarmsop barns seint að kveldi eða snemma morguns. Best er að nota gott ljós og glampar þá á kvendýrin. Séu sýkingar litlar geta liðið dagar á milli þess að kvendýr skríði út til að verpa. Stundum sjást kvendýr njálgs loða utan á hægðum. Einkum á þetta við um hægðir barna (20-23). Læknar geta látið rannsaka hvort grunur um njálgssmit sé á rökum reistur með því að þrýsta glærum límbandsbút á svæðið umhverf- is endaþarmsop. Límbandið er svo límt á smá- sjárgler en rannsóknin felst í því að leita að njálgseggjum á límbandinu í smásjá (1). Hafa ber í huga að í litlum sýkingum geta verið dagaskipti á því hvort eggjum er verpt. Þar sem egg njálgs blandast ekki saman við saur, finnast njálgsegg yfirleitt ekki við leit með hinni hefðbundnu formalín-etýlacetat botnfellingaraðferð sem oftast er beitt til að leita að þolhjúpum einfrumunga og eggjum og lirfum sníkjuorma sem lifa í meltingarvegi manna (2). Meðhöndlun og varnaraðgerðir: Oftast verður uppi fótur og fit þegar foreldrar komast að því að börn þeirra eru með njálg þar sem menn átta sig almennt ekki á því hversu al- gengur njálgur er í börnum (1). Auðvelt er að drepa njálg með lyfjum. Sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma í nýlegri samantekt eftir Þorkel Jóhannesson (25) eru tvö lyf sem bæði drepa njálg skráð sem manna- lyf hér á landi. Annað er mebendazól (sérlyf skráð sem Vermox®) en notkun þess er háð þeim takmörkunum að það er hvorki ætlað þunguðum konum né börnutn sem ekki hafa náð tveggja ára aldri. Hitt lyfið er pyrvínem- bónat (sérlyf skráð sem Vanquin®). Er það rautt eða dökkrautt á lit og má gefa það börn- um og fullorðnum á öllum aldri (25). Bæði lyf- in eru seld án lyfseðils í lyfjaverslunum. Upp- lýsingar um notkun og skammtastærð fylgja lyfjunum og geta menn fengið þau afhent hvort sem er í töfluformi eða sem mixtúru. Þorkell Jóhannesson nefnir það sérstaklega að Van- quin® sé talið síðra lyf gegn njálg en Vermox® (25). Eins og þegar hefur komið fram geta njálgslirfur lifað inni í eggjuni í allt að tvær vikur við hagstæðustu umhverfisskilyrði (raka, kulda) og valdið endursmiti á þessum tíma. Einnig skal rifjað upp að það er talið taka njálg skemmst 15 daga (20), yfirleitt þó fjórar til sex vikur, að ná fullum þroska eftir að egg hefur borist ofan í meltingarveg (20-23). Ef rjúfa á lífsferil njálgs með lyfjagjöf þarf að endurtaka meðhöndlun eftir 14 daga, það er þegar allar lirfur inni í eggjum í umhverfinu ættu að vera dauðar og áður en fræðilegur möguleiki er á því að fullþroska kvendýr séu farin að verpa eggjum, hafi endursmit orðið eftir fyrri með- höndlun. Komi njálgur upp inni á heimilum er ráðlagt að meðhöndla alla heimilismenn og er þá brýnt að allir taki ormalyfið á sama tíma (20). Verði njálgssýkinga vart í skólum og á barnaheimil- um þarf að tilkynna það forráðamönnum barn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.