Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 233 Iðorðasafn lækna 98 Subacute, subchronic Sum verkefni virðast ekki eiga neina viðunandi lausn og fannst undirrituðum það vel eiga við þegar hann var beðinn að fjalla lítillega um fræðiorðið subchronic. í daglegu læknaslangri eru lýsingarorðin akút og krónísk- ur mikið notuð. Enska lýsingar- orðið acute er komið úr latínu, þar sem acutus merkir skarpur eða beittur, og er gjarnan notað um sjúkdómsástand sem er skyndilegt, skammvinnt og al- varlegt. Iðorðasafn lækna gefur þýðingarnar skarpur, snarpur, bráður, skyndilegur. I klínískum lýsingum og með sjúkdómsheit- um er gjarnan notað lýsingarorð- ið bráður, til dæmis bráðatilvik, bráðainnlögn, bráð lungnabólga og brátt hvítblæði. Enska and- heitið chronic er hins vegar komið úr grísku, þar sem chronos merkir tími, og er notað um ástand sem er ýmist langvar- andi eða hægfara, oft þrálátt og jafnvel ólæknandi. Iðorðasafnið gefur þýðingarnar langvinnur, hægfara. Undirritaður hefur oft átt í erfiðleikum með að velja einhver af þessum íslensku lýs- ingarorðum þegar hann er að lýsa „krónískri" bólgu við smá- sjárskoðun á vefjasneiðum. Aðalástæðurnar eru sennilega þær að gerð bólgufrumna þarf ekki endilega að segja nákvæm- lega til um hegðun eða tíma- lengd sjúkdóms og að hjákátlegt virðist að tala um hægfara, þrá- látar eða langvinnar bólgufrum- ur. Oft hefur þá verið gripið til þess að nota íslensku umritunina krónískur og er þá innifalin merkingin hægfara eða lang- vinnur eins og við á í hvert sinn. Lýsingarorðið subacute er einnig vel þekkt í læknamáli og er til dæmis notað til að lýsa vissri tegund af hjartaþelsbólgu, subacute endocarditis. Læknis- og líffræðiorðabók Wileys telur subacute að eðli á milli akút og krónískur og læknisfræðiorða- bók Stedmans tekur í sama streng, en bætir því við að þetta lýsingarorð sé notað til að lýsa sjúkdómi sem sé í meðallagi hvað varðar lengd eða alvar- leika. Helstu íslensku þýðingarn- ar eru meðalbráður og hægbráð- ur. Subchronic er ekki fletta í Iæknisfræðiorðabók Stedmans, en orðabók Wileys útskýrir svo: nœr krónískur en akút, en ekki alveg krónískur. Iðorðasafnið gefur þýðinguna hálflangvinnur. Þrátt fyrir margra vikna umhugs- un hefur ekkert betra fundist. Autonomic dysreflexia Nýlega var beðið um aðstoð við að íslenska samsetninguna autonomic dysreflexia, en heit- ið vísar til óeðlilegra viðbragða í sjálfvirka taugakerfinu, sem meðal annars geta komið fram eftir skemmd eða sjúkdóm í mænu. Við leit í Iðorðasafninu kemur í ljós að íslenska heitið á reflex er viðbragð, en að reflex- ia kemur ekki öðru vísi fyrir en í samsetningum: areflexia, við- bragðaleysi, hyperreflexia, of- viðbrögð, hyporeflexia, vanvið- brögð og normoreflexia við- bragðahóf. Það síðast talda væri reyndar best nefnt eðlileg við- brögð. Heitið dysreflexia finnst hvorki í íðorðasafni lækna né í orðabók Stedmans, en hugtakinu er lýst í orðabók Wileys þannig að það nái yfir sérhverja truflun viðbragða. í 65. pistli (Lbl. 1995;81:435) var fjallað um fyr- irbærið dyslexia og þá gefið til kynna að forliðinn dys- megi þýða á íslensku sem rang-, og verður dyslexia þá ranglæsi og dysreflexia rangviðbrögð. Autonomic dysreflexia verður þá sjálfvirk rangviðbrögð eða rangviðbrögð í sjálfvirka (tauga)kerfinu. Evidence based medicine Þetta heiti rak á fjörurnar ný- lega og fylgdi með íslenska þýð- ingin kjörlækningar. Það heiti þykir undirrituðum afleitt, sér- staklega þegar tekið er mið af heitunum kjörbúð og kjör- þyngd. Kjörbúð er verslun sem er þannig skipulögð að menn velja og taka sér vörurnar sjálfir. Það á ekki við um lækningarnar. Kjörþyngd er sú líkamsþyngd sem segja má að sé manni af til- tekinni líkamshæð heppilegust til góðrar heilsu. Heitið kjör- lækningar ætti því fremur að vísa í valdar eða sérstaklega heppilegar lækningar, til dæmis bestu lækningar sem finna má við tilteknum sjúkdómi. Heitið evidence based medicine vísar hins vegar til lækninga sem grundvallaðar eru á gögnum (vitnisburði), sem safnað hefur verið með því að rannsaka sjúk- linginn eða sjúkdómsástandið sérstaklega, andstætt við það að grundvalla lækningarnar ein- göngu á sjúkrasögu og hefð- bundinni klínískri skoðun. Fram- hald í næsta blaði. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.