Læknablaðið - 15.07.1999, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 599-600
599
Ritstjórnargrein
Landvinningar smitsjúkdóma
Á síðastliðnum árum og áratugum hafa við-
horf fræðimanna til fræðigreinarinnar smit-
sjúkdómar breyst mikið. Kemur þar margt til
en hæst ber uppgötvanir á orsökum sjúkdóma
eins og ætisárum (peptic ulcer disease), alnæmi
og lifrarbólgu. Auk þess telja að minnsta kosti
sumir vísindamenn sig vera komna á snoðir um
samhengi milli orsaka ýmissa hefðbundinna
menningarsjúkdóma svo sem kransæðastíflu
og örvera, sem eru nýlega uppgötvaðar
(Chlamydia pneumonia) og sumra tegunda
æxla. Nægir að nefna í því sambandi tengsl
Kaposi-sarkmeina og herpes veira af gerð 8,
eitilfrumukrabbameins í slímþekju maga og H.
pylori auk lifrarkrabbameins og lifrarbólgu-
veira af gerð B og C.
Framangreind tengsl svokallaðra menning-
arsjúkdóma eins og ætisárasjúkdóma og sega-
myndunar í kransæðum og örvera eru byggð á
mistraustum, vísindalegum rökum. Segamynd-
un í kransæðum sem leiðir til kransæðastíflu
hefur til að mynda verið talin orsakast, að
minnsta kosti að hluta til, af sýkingu með C.
pneumonia eða cýtómegalóveiru. Á hinn bóg-
inn er orsakasamband milli langvinnrar sýk-
ingar af völdum H. pylori og ætisára í maga og
skeifugörn nú orðið vel stutt vísindalegum rök-
um. Lengi framan af var talið að ætisárasjúk-
dómur stafaði af neyslu asetýlsalicýlsýru eða
skyldra lyfja og í undantekningartilfellum
vegna Zollinger-Ellison heilkennis, Chrons
sjúkdóms eða annarra bólgusjúkdóma í melt-
ingarvegi. Áður var orsök óþekkt í 60-95% til-
fella. Nú er hins vegar talið, að orsakir megin-
hluta tilfella af óþekktum uppruna megi rekja
til H. pylori en skyld baktería, H. heilmanii, sé
orsakavaldur í færri tilvikum.
í þessu hefti Læknablaðsins (1) er athyglis-
verð grein sem fjallar um ætisár á Islandi.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til
þess að tíðni bráðaaðgerða og dánartíðni af
völdum ætisára hafi náð hámarki í aldurshóp-
um fæddum á fyrstu árum aldarinnar, en hún
hafi verið lægri hjá yngri og eldri fæðingarár-
göngum. Tölfræðileg úrvinnsla gagna bendir til
marktækra áhrifa fæðingarárganga, en engra
áhrifa tímabila á tíðni sjúkdómsins. Með hlið-
sjón af rannsókn á útbreiðslu mótefna gegn H.
pylori í Islendingum (2) og þeirrar almennu
vitneskju að fólk sem fæddist á fyrstu áratug-
um aldarinnar bjó við þrengri kost og bágborn-
ara hreinlæti, draga höfundar þá ályktun að
húsnæðisþrengsli og óhreinlæti stuðli að hárri
tíðni H. pylori sýkinga. Þar með varpa þeir
fram þeirri tilgátu að niðurstöður þessarar
rannsóknar skýrist af hærri tíðni H. pylori sýk-
inga ungs fólks á þessum tíma, sem síðar or-
sakaði ætisár.
Ofangreind tilgáta um meint tengsl húsnæð-
isþrengsla íslensku þjóðarinnar á öndverðri
öldinni, hlutfallslega hárrar tíðni mótefna gegn
H. pylori í fólki sem fætt er um svipað leyti og
þeirrar staðreyndar að tíðni bráðaaðgerða og
dánartíðni vegna ætisára er hæst í fólki sem
fæddist snemma á öldinni, er ailrar athygli
verð. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt
að sanna orsakasambandið með þeim aðferðum
sem beitt var í ofangreindri rannsókn. Sam-
bærilegar erlendar rannsóknir benda til að að-
stæður barna á uppvaxtarárum, svo sem hús-
næðisþrengsli og léleg almenn umhirða, leiði
til hærri tíðni jákvæðra mótefnasvara er þau ná
fullorðinsárum. Það er einnig vitað að jákvæð
mótefnasvörun gegn H. pylori hefur tengsl við
tilveru ætisára þó að með tilvist mótefna einna
sé ekki unnt að sjúkdómsgreina ætisár.
Það athyglisverðasta við söguna um H. pyl-
ori og ætisár er sú staðreynd, að margir sjúk-
dómar sem læknar glíma daglega við eru af
óþekktum orsökum. Margir þessara sjúkdóma,
til dæmis æðakölkun, háþrýstingur og sykur-
sýki, eru svokallaðir menningarsjúkdómar.
Hver veit nema óþekktar örverur eða einhverj-
ar sem við þekkjum vel valdi þessum sjúkdóm-
um.
Eg spái því að á nýrri öld verði framhald