Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 20

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 20
Snúum hann niðnr Amló lækkar blóðþrýsting og dregur úr hjartaöng Amló (Omega Farma), 960115 Töflur; C 08 C A 01 R B. Hver tafla inniheldur: Amlodipinum INN, besylat, samsvarandi Amlodipinum INN 2,5 mg, 5 mg eða 10 mg. Eiginleikan Kalsíumblokkari, díhydrópyridínafbrigði með löngum helmingunartíma. Minnkar innflæði kalsíumjóna í frumur hjartavöðvans og sléttra vöðva í æðum. Lækkar blóðþrýsting, vegna beinna slakandi áhrifa á slétta vöðva í æðum. Utvíkkun á slagæðum og kransæðum dregur úr hjartaöng. Mesta blóðþéttni er eftir 6-12 klst. Helmingunartími er 35-50 klst. Fullnægjandi blóðþéttni fæ§t með einni gjöf daglega og jöfn þéttni eftir 7-8 daga. 10% útskiljast óbreytt og 60% sem umbrotsefni í þvagi. Helmingunartími lengist hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Ábendingar Háþrýstingur, hjartaöng. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu og skyldum lyfjum. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið á hvorki að taka á meðgöngu né þegar kona er með barn á brjósti. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkun lyfsins er vægur ökklabjúgur sem er háður skömmtum (3% við 5 mg/dag og 1]% við 10 mg/dag). Algengar t>1%): Almennar: 0kklabjúgur, höfuðverkur, svimi, roði og hiti í andliti, þróttleysi. Hjarta: Þungur hjartsláttur. SfodA:e/f/. Sinadráttur. Meltingarfæri: Ogleði, magaverkir. Öndunarfæri: Andþrengsli. Sjaldgæfar (0,1-1%): Hjarta og blóðrás: Blóðþrýstingsfall, hraðtaktur, brjóstverkir. Húð: Utbrot, kláði. Stoðkerfi: Verkir í liðum og vöðvum. Geðrænar: Svefntruflanir. Mjög sjaldgæfar t<0,1%): Hjarta: Aukaslög. Meltingarfæri: Ofvöxtur í tannholdi. Húð: Ofsakláði, regnbogaroðasótt. Lifur: Hækkun lifrarensíma í blóði. Efnaskipti: Hækkun blóðsykurs. Geðrænar: Rugl. Milliverkanir: Ekki þekktar. Eiturverkanir: Varast skal að hefja meðferð hjá eldra fólki með háum skammti, en viðhaldsskammtur er svipaður í öllum aldurshópum. Helmingunartíminn lengist hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Ofskömmtun getur valdið of lágum blóðþrýstingi. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur upphafsskammtur er 5 mg einu sinni á dag, sem má auka í 10 mg á dag. Hjá smávöxnum, öldruðum einstaklingum eða sjúklingum með lifrarbilun ætti upphafsskammtur að vera 2,5 mg. á dag. Þegar Amló er notað sem viðbótarlyf í háþrýstingsmeðferð ætti upphafsskammtur að vera 2,5 mg á dag. Skammtastærðir handa bömum: Lyfið er ekki ætlað börnum. lltlit Töflur 2,5 mg: Hvítar, kringlóttar, flatar, 6 mm. Töflur 5 mg: Hvítar, kringlóttar, flatar, með deilistriki, 8 mm. Töflur 10 mg: Hvítar, kringlóttar, flatar, með deilistriki, 10 mm. Pakkningar Töflur 2,5 mg: 30 stk. 2.348 kr., 100 stk. 4.480 kr. Töflur 5 mg: 30 stk. 3.000 kr., 100 stk. 7.577 kr. Töflur 10 mg: 30 stk. 4277 kr., 100 stk. 11.945 kr. AIX/ILÓ - nýtt, áhrifaríkt íslenskt lyf gegn háþrýstingi (amlódipín) 2,5 mg,5 mg, 10 mg Q Omega Farma V!S / IIN1 l)H

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.