Læknablaðið - 15.07.1999, Page 30
618
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Ár
Mynd 1. Fjöldi samskipta viö heimilislœkni á Akureyri á átta og hálfs árs tímabili, 1. september 1989 til 13.febrúar 1998.
un. Ekkert samkomulag var gert við sérfræð-
inga varðandi útlit þessa tilvísunareyðublaðs
eða hvemig þeir kysu að svara tilvísuninni.
Reynslan varð sú að oftast notuðu þeir ekki afrit
eyðublaðsins til svars heldur sitt eigið bréfsefni
eða læknabréf sjúkrahússins og fylgdi þá oft
með afrit af upprunalegu tilvísuninni. Ekki var
valið kerfisbundið til hvaða sérfræðings var
vísað ef um tvo eða fleiri sérfræðinga í sömu
sérgrein var um að velja. Að jafnaði notuðu ekki
aðrir heilsugæslulæknar á Akureyri þetta tilvís-
unareyðublað. Ekki var athugað hversu margir
fóru beint til sérfræðings á þessu tímabili án
milligöngu og tilvísunar frá HÞS. Samskipti
læknis og sjúklinga á kvöld-, nætur- og helgi-
dagavöktum eru ekki talin með hér.
Tilvísanatíðnin var skoðuð samkvæmt að-
ferðum Roland og félaga (10), þar sem bent er
á nauðsyn þess að athuga langt tímabil (meira
en eitt ár) og að nefnarinn sé fjöldi sjúklinga á
stofu. Tilvísun taldist bráð ef sjúklingi var vís-
að samdægurs til skoðunar og meðferðar á
bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri eða til sérfræðilæknis á stofu.
Tölfrœði: Notað var kí-kvaðratspróf á flokk-
aðar breytur. Marktækni miðaðist við p-gildi
<0,05.
Niðurstöður
Heildarfjöldi samskipta: A átta og hálfu ári
voru alls skráð 40.634 samskipti við HÞS
(mynd 1), þar af voru viðtöl við sjúkling á stofu
24.952 (61%). Heildarfjöldi einstaklinga var
8643 (4,7 heildarsamskipti á einstakling á ári),