Læknablaðið - 15.07.1999, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
621
16
14,1
14 A
12 10,6 in/ \
10 \
8 5 7 6’1 6’2 y V,4
6 —1 3,9 S *
4
2 0 6.1.Tilvísanir til meltingariækna
1989 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98
Mynd 6. Sveiflur í tíðni tilvísana milli ára til einstakra sérfrceðigreina. Fjöldi á 1000 viðtöl á stofu.
móttökum ef fyrir liggur mat heimilislæknis á
þörf sjúklings að leita þangað og sjúklingi fylgir
skrifleg tilvísun um tilefni og aðrar heilsufars-
upplýsingar sem að gagni koma við mat og
meðferð veikindanna. Athugun Haikio og fé-
laga (6) sýndi að bráðatilvísanir voru 35,6% af
öllum tilvísunum. I erlendri samanburðarrann-
sókn (8) kemur fram að í Englandi koma um
60-84% allra sjúklinga sem skoðaðir eru á bráða-
móttökunni án tilvísana frá heimilislækni.
Sambærilegar tölur frá ísrael eru um 30% (8).
Helstu veikleikar rannsóknar okkar eru þeir
að aðeins er um einn heilsugæslulækni að ræða
og því ekki hægt er að draga ályktanir um sam-
bærilegt vinnulag annarra heilsugæslulækna á
staðnum. Styrkur rannsóknarinnar er hins veg-
ar sá að áreiðanleiki rannsóknar af þessu tagi
eykst þegar athugað er langt tímabil menntaðs
sérfræðings í heimilislækningum með fastan
hóp skjólstæðinga þar sem hægt er að skoða
samskiptin með mikilli nákvæmni (10) og
óvenju hátt svarhlutfall sérfræðilækna. Þannig
fæst góð lýsing á vinnulagi og vísbending um
gæði þjónustunnar (audit) hjá þeim sem athug-
aður er með þessum hætti.
Niðurstöður okkar benda til að gagnkvæm
samskipti í formi tilvísana geti leitt til mark-
vissrar og hagkvæmrar nýtingar þjónustu. Þær
gefa til kynna hvaða sérfræðiaðstoð nýtist
skjólstæðingum heimilislækna vel. Einnig geta
góð svör sérfræðinga orðið heilsugæslulækn-
um að gagni til viðhaldsmenntunar, gert þá bet-
ur meðvitaða um getu sína og beint augum
þeirra að atriðum sem heilsugæslan gæti betur
sinnt. Markmiðið er ekki að heimilislæknirinn
geti leyst öll þau vandamál sem til hans er leit-