Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 637 Helstu viðfangsefni Rannsóknar- stofnunar Landspítalans Rannsóknarstofnun Landspítalans annast alhliða rannsókn- arstarfsemi og kennslu í blóðsjúkdóma-/blóðmeina-, mein- efna-, ónæmis-, sýkla- og veirufræði og fleiri fræðasviðum ef til kemur. Helstu viðfangsefni Rannsóknarstofnunar Landspítalans eru: • Þjónusturannsóknir og ráðgjöf fyrir lækna og heilbrigðis- stofnanir á landsvísu. • Eftirlit með og rannsóknir á faraldsfræði ýmissa sjúkdóma svo sem erfða-, blóð-, ónæmis- og smitsjúkdóma. • Ráðgjafarþjónusta og gæðamál fyrir aðrar rannsóknar- deildir í landinu. • Ráðgjafarþjónusta fyrir heilbrigðisstofnanir og stjórnendur heilbrigðismáls eftir því sem þörf krefur. • Rannsóknarþjónusta fyrir heilbrigðisyfirvöld. • Fræðsla, sérmenntun og viðhaldsmenntun lækna, líffræð- inga, meinatækna og annarra heilbrigðisstétta. • Fræðileg og verkleg kennsla læknanema, meinatækninema og annarra heilbrigðisstétta í samráði við viðkomandi menntastofnun. • Vísindarannsóknir, fræðastörf og þróunarstarfsemi. • Upplýsingamiðlun. en hún mun framvegis greiða spítalanum húsaleigu fyrir það húsnæði sem hún þarfnast til starfseminnar. Ráð er fyrir því gert að stofnunin skili arði til spítalans.“ Kostnaðarvitund allra eykst - Hvað telja menn sig vinna við þessa breytingu? „Með þessu er rannsóknar- starfseminni veitt meira sjálf- stæði sem ætti að leiða til sparnaðar og aukinnar hag- kvæmni í rekstri. Aukin sam- vinna rannsóknarstofa mun einnig auka hagræðingu. Þetta eykur kostnaðarvitund allra, bæði starfsmanna stofnunar- innar og klínísku deildanna sem kaupa þjónustu af henni. Reynslan erlendis frá hefur sýnt að breyting af þessu tagi dregur heldur úr rannsóknum. Þess eru einnig dæmi að svona stofnanir hafa skilað húsnæði til spítalans. Það leiðir af sjálf- stæði stofnunarinnar því stjómendur hennar geta valið hvort þeir bæti við sig tækja- búnaði, fjölgi starfsfólki eða auki við sig húsnæðið. Ætlunin er að hafa bókhald þessarar stofnunar opið og að- gengilegt fyrir Trygginga- stofnun og aðra viðskiptavini svo þeir geti séð hver er raun- verulegur kostnaður við rann- sóknimar. Þetta er nauðsyn- legt ef farið verður út á sam- keppnismarkað með rann- sóknir. Reyndar er töluverður hluti þeirra rannsókna sem gerðar eru á spítalanum unnar fyrir aðra en deildir hans. Sumar em unnar fyrir einstak- linga, aðrar fyrir heilsugæslu- stöðvar eða önnur sjúkrahús. Það hefur verið unnin mikil undirbúningsvinna við gerð gjaldskrár, þar á meðal fyrir svið þar sem gjaldskrár eru ófullkomnar, svo sem veiru- og sýklafræði. Við viljum hafa þann möguleika að geta farið út á markaðinn, þó ekki í stómm stíl. Við teljum það ekki hollt fyrir spítalann að ná einokun á markaðnum. Þvert á móti teljum við að rannsókn- arstofur úti í bæ muni veita okkur aðhald og samanburður á milli þeirra og okkar sé af hinu góða.“ - Hvað olli því að Blóð- bankanum og rannsóknarstofu í vefjameinafræði var haldið utan við þessa sameiningu? „Menn voru á því að þetta væri góð byrjun. Svona breyt- ingum fylgja alltaf einhverjir byrjunarörðugleikar og þeir hefðu eflaust orðið meiri því stærri sem sameiningin yrði. Reyndar hefur verið rætt um að auka sjálfstæði Blóðbank- ans og gera hann jafnvel að sjálfstæðri stofnun en við sjá- um fram á að rannsóknarstofa í vefjameinafræði geti sam- einast þessari nýju stofnun í framtíðinni.“ Sameiningin styrkir - Þær raddir hafa heyrst að það sé ekkert sjálfgefið að sameina stofnanir sem eiga ekkert endilega margt sameig- inlegt og séu auk þess dreifðar um allan bæ. „Ef ég byrja á þessu með húsnæðið þá er það rétt að rannsóknarstofurnar eru dreifðar um allan bæ sem er mjög slæmt fyrir spítalann. Þannig verður þetta til að byrja með en við höldum að sameiningin muni þrýsta á það að byggt verði yfir alla starfsemina á einum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.