Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 59

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 643 Skráning aukaverkana lyfja á Islandi er að hefjast Uppspretta þekkingarinnar um aukaverkanir lyfja er per- sónuleg reynsla einstakra sjúk- linga og lækna þeirra. Ef þess- ari reynslu er safnað saman og hún notuð á skynsamlegan hátt, má nota hana til góðs fyrir verðandi sjúklinga og samfé- lagið allt. Þetta eru sterk rök fyrir því að eðlilegur hluti af starfi sérhvers læknis eigi að vera að tilkynna aukaverkanir lyfja. Það er til lítils gagns að hver haldi þessum upplýsing- um fyrir sig, það er fyrst þegar þeim er safnað saman sem þær fara að gera virkilegt gagn. Þessar upplýsingar og úr- vinnsla‘þeirra verða einnig að vera aðgengilegar fyrir alla. Upplýsingar um aukaverk- anir lyfja koma einkum úr tveimur áttum, úr skipulögð- um klínískum rannsóknum þar sem aukaverkanir eru yfir- leitt skráðar nákvæmlega og frá aukaverkanatilkynningum lækna. Þetta eru tveir talsvert ólíkir hlutir, annar getur aldrei komið í staðinn fyrir hinn. Klínískar rannsóknir og auka- verkanatilkynningar hafa hvor um sig sína veikleika og styrkleika og þeir bæta hvor annan upp. I grófum dráttum má segja að klínískar rann- sóknir gefi góðar upplýsingar um algengar aukaverkanir en til að finna sjaldgæfar auka- verkanir þarf faraldsfræðileg- ar rannsóknir og aukaverkana- skráningu lækna. Framkvæmd auka- verkanaskráningar á Islandi Aukaverkanaskráning á veg- um Alþjóðheilbrigðisstofnun- arinnar hófst árið 1968 með samvinnu 10 þjóða. Þessi starf- semi hefur vaxið jafnt og þétt og nú taka um 50 þjóðir þátt í henni, tilkynningar á ári eru yfir 200 þúsund og í gagna- bankanum eru yfir 2 milljónir tilkynninga. Evrópusambandið er að fara í gang með auka- verkanaskráningu og er það gert í góðri samvinnu við Al- þjóðaheilbrigðisstofnunina til að reyna að forðast tvíverknað. Ekki er þó alveg ljóst ennþá hvemig verkaskipting verður milli Alþjóðheilbrigðisstofnun- arinnar með sínar 50 þjóðir og Evrópusambandsins með sínar 17 (Evrópska efnahagssvæðið eða EES). í íslenskum lögum hefur lengi verið ákvæði um auka- verkanaskráningu en slík skráning hefur aldrei komist alveg í framkvæmd. Nú er meiningin að bæta úr því, hefja aukaverkanaskráningu með glæsibrag og verða til- kynningarnar metnar hér en síðan sendar til frekari úr- vinnslu hjá Alþjóðheilbrigðis- stofnuninni og Evrópusam- bandinu. Hannað hefur verið nýtt eyðublað (sjá hér að aft- an) ásamt leiðbeiningum og niðurstöður þessarar skrán- ingar verða síðan birtar reglu- lega og settar í alþjóðlegt samhengi. Að aukaverkanaskráningu hér á landi standa landlæknis- embættið og Lyfjanefnd ríkis- ins. Eyðublöðum og leiðbein- ingum verður dreift til lækna og sjúkrastofnana. Eyðublaðið verður birt í Fréttabréfi Lyfja- nefndar ríkisins og það verður hægt að nálgast hjá landlækni, Lyfjanefnd ríkisins og á vef- sfðu landlæknis. Læknar eru hér með hvattir til að taka þátt í þessu starfi og gera það að eðlilegum hluta þeirra verka sem læknar vinna. Gera aukaverkana- tilkynningar gagn? Tengsl lyfs og aukaverkunar er staðfest í klínískum rann- sóknum eða með aukaverkana- tilkynningum lækna. Klínískar rannsóknir geta verið öflugar til að staðfesta algengar aukaverk- anir og gefa upplýsingar um al- gengi þeirra. Klínískar rann- sóknir eru oftast of litlar til að finna aukaverkanir sem koma fyrir hjá til dæmis einum af hveijum 2000 eða sjaldnar. Aukaverkanatilkynningar lækna eru hins vegar öflugasta og oft eina aðferðin sem við höfum til að finna sjaldgæfar aukaverk- anir. Einstakar aukaverkanatil- kynningar geta aldrei sýnt fram á neitt, en þegar þær safnast saman verða þær að öflugu tæki eins og fjölmörg dæmi sanna. Erfðamengi þjóða er mis- munandi og iðulega tengjast aukaverkanir lyfja erfðafræði- legum breytileika varðandi lyfjahvörf. Þetta má nota sem rök fyrir því að sérhver þjóð, hversu fámenn sem hún kann að vera, ætti að skrá aukaverk- anir lyfja. Eru aukaverkanir lyfja vandamál? Ymsar athuganir eru til á umfangi þessa vandamáls. í einni slfkri rannsókn kom í ljós að eftirfarandi mátti rekja til aukaverkana lyfja: 2-3% heim- sókna í heilsugæslu, 1-3%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.