Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 66

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 66
650 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Gullain-Barré heilkenni sem einkennist af lömunum og Reiters heilkenni með asept- ískum liðbólgum sem geta orðið viðvarandi. Fyrirbyggjandi aðgerðir. Neytendum skal bent bent á að forðast að láta hrátt kjöt eða blóðvökva úr því menga önnur matvceli. Einnig skal varast neyslu á illa steiktu eða soðnu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og yfirborðsvatni þar sem hœtta er á mengun og við- hafa ítrasta hreinlœti við mat- argerð. Inflúensutímabilið 1998-1999 Frá áramótum til 29. mars síðastliðin bárust sýni frá 313 sjúklingum til rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði vegna öndunarfærasýkinga. Þar af greindist inflúensa A hjá 104 og inflúensa B hjá fimm. Rúmlega 95% inflú- ensutilfella reyndist því vera af A stofni. Miðað við 17. mars hafði RS-veirusýking greinst hjá 22 og adenóveirusýking hjá 33 en veiruleit og/ eða ræktun höfðu á þessum tíma ekki borið árangur hjá 154. Þannig fékkst ekki greining hjá yfír helmingi þeirra sem rannsakaðir voru. Dreifing fjölda þeirra sem greindust eftir vikum á tímabilinu er sýnd á mynd 2. Inflúensu á tímabilinu varð fyrst vart hér á landi upp úr miðjum janúar og virðist hún hafa náð hámarki í febrúarlok en síðan fór að draga úr fjölda greindra tilfella. Þær niður- stöður sem fengust á rann- sóknastofunni benda til þess að aðrar orsakir fyrir öndunar- færasýkingum en inflúensa hafi einnig farið vaxandi í jan- úar og febrúar og fór ekki að draga úr þeim fyrr en eftir miðjan mars mánuð. Nokkrir stofnar af inflúensu A hafa verið greindir til undirtegunda og hafa þeir allir reynst vera af A(H3N2). Þetta er í samræmi við upplýsingar frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni en þessi veirustofn var megin- orsök inflúensu, bæði austan- hafs og vestan á tímabilinu. Mótefnavaki sá, sem var í bóluefnum sem notuð voru hér á landi og annars staðar, sam- svarar þessum inflúensustofni. Sóttvarnayfirvöld mæla með því að allir sem eldri eru en 60 ára og allir með lang- vinna sjúkdóma og skerðingu á ónæmiskerfinu láti bólusetja sig gegn inflúensu á hverju hausti. Um mánaðamótin nóv- ember/desember 1998 höfðu um það bil 50 þúsund Islend- ingar látið bólusetja sig. Nokk- uð var í umræðunni að þeir, sem bólusettir voru, hefðu þrátt fyrir það fengið inllúensu. Við það er eftirfarandi að athuga: Mynd 2. Vikulegur fjöldi staðfestra inflúensu A og B veirusýkinga með veiruleit og/eða rœktun veturinn 1998-1999 á rannsóknarstofa Landspítalans í veirufrœði.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.