Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 72

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 72
656 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 „Farið heilar fornar dyggðiru Hvatinn að þessum greinar- stúf var að ungur kollega, sem var að halda erindi á þunn- skipaðri ráðstefnu L.í. um vís- indasiðfræði, spurði mig, „ex officio“, hvort ég teldi að læknisfræðilegri siðfræði væri að hraka frá því sem var á mínum uppvaxtarárum og ég svaraði, reyndar hugsunarlít- ið, að ég teldi svo vera. Svo fór ég að hugsa málið betur og úr því spruttu þessar vanga- veltur. I tímaritinu Iðunni birtist árið 1933 grein, með sömu fyrirsögn og hér er notuð, eftir séra Sigurð Einarsson síðar prest í Holti undir Eyjafjöll- um. Grein þessi var uppgjör nýútskrifaðs guðfræðings við trú sína, kirkju og samtíð og því kom hún upp í huga minn að mér finnst læknisfræðin og læknastéttin standa á tíma- mótum bæði fræðilega og sið- ferðilega og að það sé tíma- bært að einhver, ekki endilega ungur læknakandídat heldur læknir sem lifað hefur og starfað heila starfsævi, geri upp reynslu sína af starfmu, fræðunum og samstarfsmönn- unum. Iðkun læknislistarinnar byggist á dyggðum og hefur svo verið allt frá dögum Hippókratesar. En hvað eru þá dyggðir? Eru dyggðir tíma- eða staðbundnar? Gilda sér- stakar dyggðir innan sérstakra þjóðfélaga eða þjóðfélags- hópa? Eru dyggðir algildar eða einstaklings- eða tíma- bundnar? Er siðfræði iðkun dyggða? Eða er siðfræði um- ræða um dyggðir? Samnefnari Tæpitungu- laust * Arni Björnsson skrifar allra dyggða er traust og lækn- isfræðilegar dyggðir tengjast trausti á einn eða annan hátt. Frá upphafi hafa þær dyggðir, sem læknum ber að ástunda, verið bundnar í læknaeiðnum sem rakinn er til Hippókratesar frá Kos. Þessi eiðstafur er ekki starfsreglur f venjulegum skilningi og því gerir hann læknisstarfið frá- brugðið öðrum störfum í sið- ferðilegu tilliti. Það að brjóta eiðstaf er miklu alvarlegra en að bregða útaf siðareglum. Umhyggja er grundvallar- dyggð í mannlegu samfélagi. A henni byggist sú skylda móður að gæta barna sinna og skyldan að gæta bróður síns. Umhyggjan er líka ein þýð- ingarmesta dyggð læknisins og umhyggjan byggist á trausti. Læknir sem ekki ber umhyggju fyrir meðbræðrum sínum, skyldum sem óskyld- um, verður aldrei traustur læknir. Trúnaður er önnur höfuð- dyggð í mannlegu samfélagi en fyrir lækni er hún grund- vallardyggð, sem ekki aðeins tengist skjólstæðingum hans, heldur einnig lærifeðrum og starfsfélögum. Og trúnaður- inn byggist á trausti. Það að bregðast trúnaði er af hálfu læknis afbrot í starfi. I læknislistinni er þekking- arleit ein dyggðanna. Þekking sem slík telst ekki til dyggða heldur er hún hluti af læknis- starfinu, sem byggir á þekk- ingu. Læknir sem ekki er í stöðugri leit að þekkingu get- ur ekki talist heill í starfi, þó ekki sé hægt að álasa honum fyrr en afleiðingar af þekking- arskorti koma í ljós. Loks ætla ég að nefna virð- ingu. Læknir á að bera virð- ingu fyrir sjúklingum sínum og öllum meðbræðum, fyrst og fremst sem einstaklingum en einnig fyrir starfi þeirra og umhverfi og hann á að líta á þessa aðila sem jafningja og koma fram við þá af fullri virðingu. Svo ég reyni loks að svara hinum unga kollega mínum, þá er augljóst að viðhorfið til hinna fomu dyggða læknislist- arinnar er að breytast. Sú breyt- ing á að mínu viti ekki rætur sínar að rekja til breytinga á eðli læknavísindanna vegna stórstígra framfara, heldur vegna breytinga á gildismati dyggðanna í þjóðfélaginu. I þjóðfélagi sem ekki bygg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.