Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 82

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 82
664 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 LANDSPÍTALINN ...íþágu mannúðar og vísinda... Sérfræðingur í nýrnasjúkdómum Staða sérfræðings í nýrnasjúkdómum við lyflækningadeild Landspítalans er laus til um- sóknar. Umsækjanda er jafnframt ætlað að gegna starfi kennslustjóra (50%). Lögð er áhersla á kennslureynslu og kennslufærni. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu og rannsóknum, sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Páls Ásmundssonar yfirlæknis sem jafnframt veitir frekari upplýsingar í síma 560 1000. Umsóknarfrestur er til 17. júlí næstkomandi. Mat stöðu- nefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Sérfræðingur í smitsjúkdómum Staða sérfræðings í smitsjúkdómum á smitsjúkdómaskor lyflækningasviðs Landspítalans er laus til umsóknar. Jafnframt klínískum störfum er umsækjanda ætlað að hafa eftirlit með notkun sýklalyfja á spítalanum og taka þátt í kennslu og rannsóknarstörfum. Gert er ráð fyrir að umsækjandinn fái rannsóknaraðstöðu á rannsóknastofu í veirufræði og hann verði sér- stakur tengiliður við þá deild (hlutastarf). Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindavinnu send- ist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Sigurðar B. Þorsteinssonar yfirlæknis sem veitir nánari upplýsingar. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Umsóknar- fresturertil 17. júlí næstkomandi. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðu- blöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítalanum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Heilsustofnun NLFÍ Læknir óskast til starfa frá 1. september næstkomandi við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérfræðimenntun og/eða reynslu í meðferð stoðkerfissjúk- dóma. Starfið gæti verið tilvalið fyrir heimilislækni sem vill breyta til um tíma og kynnast virku forvarnar- og endurhæfingarstarfi. Stofnunin er staðsett í fallegu og friðsælu umhverfi og starfsandi er eins og best verður á kosið. Upplýsingar veitir Guðmundur Björnsson yfirlæknir í síma 483 0300 eða 581 1821.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.