Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 kenndi líffærafræði, yfirsetufræði og heilbrigðis- fræði, aukakennari Jón Hjaltalín Sigurðsson lyf- læknisfræði, aukakennari Sæmundur Bjarnhéð- insson lyfjafræði og hélt fyrirlestra einu sinni í viku um holdsveiki, aukakennari Þórður Sveins- son kenndi réttarlæknisfræði og hélt vikulega fyrirlestra um geðveiki, aukakennararnir Andrjes Fjeldsted, Ólafur Þorsteinsson og Vilhelm Bern- höft kenndu hver sína sérgrein, augnlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar og tannlækningar. Aukakennari Asgeir Torfason, efnafræðingur, kenndi fjóra daga í viku, þrjá til fjóra tíma á dag efnafræði á fyrsta ári og Guðmundur Björnsson landlæknir, prívatdósent, hélt fyrirlestra um heil- brigðislöggjöf (11). I árbók Háskóla íslands frá 1912 (12) er ítarleg lestrar- og kennsluáætlun fyrir læknadeild. Náminu var skipt í þrjá hluta eftir prófum: 1) Undirbúningspróf í efnafræði, 2) fyrri hluta og 3) síðari hluta embættisprófs. í fyrri hluta voru kenndar líffærafræði, lífeðlisfræði, almenn sjúkdómafræði og heilbrigðisfræði. Miðað við fimm ára námstíma var talið æskilegt að ljúka fyrri hluta í lok fimmta misseris. Þegar eftir tvö fyrstu misserin var ætlast til að stúdentar færu að vera við ókeypis lækningar háskólans og ganga í sjúkrahúsið. I síðari hluta voru, auk prófgrein- anna fimm, handlæknisfræði, lyflæknisfræði, lyfjafræði, yfirsetufræði og réttarlæknisfræði kenndar sérstaklega fimrn sérfræðigreinar, augn- sjúkdómar, háls- nef- og eyrnasjúkdómar, tann- lækningar, geðsjúkdómar og holdsveiki og hör- undskvillar. Verklega kennslan fór fram við ókeypis lækningar háskólans á sjúkrahúsinu og handlæknisaðgerðaræfingar á líkum eða dýrum eftir atvikum. Ennfremur áttu stúdentar að starfa einn mánuð á Vífilsstaðahæli. Þá skyldu þeir rannsaka sjúklinga á geðveikraspítalanum á Kleppi og holdsveikraspítalanum í Lauganesi. Auk nákvæmrar lýsingar á kennslunni og skipt- ingu námsins á 10 misseri eru í áætluninni almenn- ar leiðbeiningar fyrir stúdenta og lýsing á því, hvernig haga eigi daglegu starfi. „Stúdentar, sem Itafa í hyggju að nema lœknis- frœði, œttu að gera sjer það Ijóst að lœknisstarf er þeim einum hent, sem eru andlega og líkamlega hraustir. Ferðalög lœkna eru oft erfið og það þarf íþróttamanns œfingu og stœlingu til þess að veita þau Ijett. Pað er því hyggilegt fyrir lœknisfrœðis- nemendur að vera eigi eingöngu reglumenn í hví- vetna heldur temja sjer einnig íþróttir eftir föngum (göngur, skíðaferðir o.s.frv.), eða á annan hátt leitast við að verða líkamlega hraustir og œfðir. Sjálft lœknisfrœðisnámið er erfitt. Ef því skal lokið á 5 árum, svo sem tíðkast hefur undanfarið, er óhjákvœmilegt ad nota öll árin vcl. Þetta er bein afleiðing þess að námið er hjer litlu Ijettara en við aðra skóla sem gera ráðfyrir 7 ára námstíma... Telja má að engar greinar lœknisfrœðinnar verði lærðar til hlýtar af bókum. Það er því mjög áríðandi að munnlega og verklega kenslan sje not- uð vel og samviskusamlega. Þó stúdentum sje að öllu frjálst hvernig þeir sœkja kenslustundir og œfingar, verða þeir þess fljótlega varir að í raun og veru mega þeir naumlega vanrœkja nokkra kenslu- stund efþeir eiga ekki að bíða baga afeða dragast aftur úr. Ekki síst tekurþetta til verklegu kenslunn- ar ígreiningu og meðferð sjúkdóma, þvísjúklinga- fjöldinn er hjer af skornum skamti og tœkifœrin eru oftfá tilþess að sjá sjaldgœfa kvilla. Alla jafna fer þekking stúdentanna eftir því hversu þeir hafa sótt kenslustundir og œfingar. . . Að öllu samtöldu þurfa lœknisfrœðisnemendur að vera hraustir, ötulir og reglusamir. Ef eitthvað þessa skortir tilfinnanlega, án þess að úr sje bœtt, er stúdentinn ekki hœfur til að nema lœknisfrœði og þaðan af síður til að verða lœknir.“ Um daglega starfið segir: „Daglegi vinnutíminn er ekki minni en 9 tímar flesta virka daga. . . Þetta er að sjálfsögðu œrinn vinnutími fyrir hvern námsmann, og þó er óhjá- kvœmilegt að starfa tnargt annað en lesa skyldu- námsgreinar. Stúdentar þurfa nauðsynlega að afla sjer sœmilegrar almennrar mentunar, en hún verð- ur einltliða og ófullkomin, ef sjóndeildarhringur- inn nœr ekki út yfir lœknisfrœði — þó víðtœk sje. Úr tímaskortinum má nokkuð bœta hvað þetta snertir, ef aldrei er annað lesið en ágœtis bœkur. Það er nóg til af þeim. Alt bókmentarusl eyðir tíma, spillir smekk og gerir flesta að verri mönn- um. Þá er og hyggilegt að gera sjer glögglega Ijóst, hvaðfyrirmanni vakirað nema afbókunum, hverju maður vill kynnast. Allur handahófslestur á ein- hverjum skruddum, sem maður nœr íafhendingu, er oftast ill óregla, sem eyðir tíma og gerir meira ógagn en gagn.... „Landsbókasafnið er helsta bókauppsprettan, sem stúdentar hafa aðgang að. Auk bóka og tíma- rita almenns efnis eru þar mörg lœknatímarit og bókasafn lœknadeildarinnar. Eldri stúdentar œttu að venja sigsemfyrst áað lesa að staðaldri eitthvað af læknatímaritunum. Þó erfitt gangi í fyrstu að hafa þeirrafull not, breytist það fljótlega er œfing- in vex. Læknar þurfa að geta lesið umsvifalaust ensku, þýzku og frakknesku. Hyggilegt er að leggja sjer- staka rœkt við að tala og skrifa eitt af þessum málum. kynnast mönnum sem tala það o.s. frv. “ Gengið hefur verið út frá því sem gefnu að menn læsu, töluðu og skrifuðu dönsku. Fyrsti kandídatinn, sem stundaði allt lækna-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.