Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 55 Henrik R. Wulff Forgangsröðunin í heilbrigðisþj ónustunni: Læknisfræðileg forgangsröðun Inngangur Mér er ætlað að tala um læknisfræðilega for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustunni og ég hef val- ið, að leggja út af umræðu í danska sjónvarpinu fyrir tæpum hálfum mánuði. Þar komu tveir lög- fræðingar og mælti annar með forgangsröðun, en hinn á móti. Þá var þar umræðuhópur, sem í voru stjórnmálamenn, læknar, hagfræðingur og svo áheyrendur, sem áttu að vera fulltrúar almenn- ings. Fram komu margar ágætar röksemdir, svo sem: *Allir menn eru jafn mikils virði. *Við verðum að hafa „heilbrigðispakka“ fyrir alla. Það sem umfram er, verður fólk að borga sjálft. *Við megum ekki mismuna gömlu fólki og fötl- uðum. *Allir eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðis- þjónustu. *Það er almennt séð ósiðlegt að skipa í for- gangsröð. *Utreikningar á aldursstöðluðum lífsgæðum geta verið gagnlegir. *Allir eiga að njóta tækniframfaranna. Auðvitað var rætt fram og aftur um þessar rök- semdir, en sem sagt, menn komust hvorki lönd eða strönd. Þrjár spurningar Vandamál tengd forgangsröðun eru fjölmörg °g það er dæmigert, að til er fjöldi góðra rök- semda, sem styðja mismunandi viðhorf. Hins veg- ar komumst við ekkert áleiðis, ef við ekki komurn skipun á umræðuna. Þannig verður það verkefni mitt í dag, að greina vandann stig af stigi. Auðvitað mun ég láta í ljósi eigin skoðanir, en þær skipta ekki mestu. Mikilvægust er hugtakagreiningin og uppbygging umræðunnar. Fyrst af öllu verð ég að reyna að skilgreina vandann og vona að þið samþykkið þessa tilraun: Með læknisfræðilegri forgangsröðun er átt við ákvarðanir, sem miða að réttlátri útdeilingu tak- markaðra úrræða innan heilbrigðiskerfisins. í þessari skilgreiningu felast tvær ólíkar forsendur: 1. Sú fyrri fjallar um það sem raunverulega er til staðar. Úrræðin eru raunverulega svo takmörk- uð, að við getum ekki uppfyllt allar óskir. Væru úrræði nægjanleg, væri engin ástæða til þess að vera með forgangsröðun og umræðan þar af leið- andi óþörf. 2. Hin forsendan fjallar um siðfræði. Séu úr- ræði takmörkuð, skal þeim útdeilt réttlátlega. Telji menn hins vegar, að ekki sé ástæða til að leitast við að útdeila réttlátlega, er ekkert frekar um að þinga. Þessar tvær forsendur þarf að fjalla um, áður en við getum byrjað umræðuna um það, hvernig megi deila úrræðunum réttlátlega. Það getur verið að þetta hljómi ósköp hversdagslega. Stað- reyndin er hins vegar sú, að umræðan um for- gangsröðunina er, að minnsta kosti í Danmörku, gegnsýrð af því, að þátttakendurnir rugla saman

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.